Fleiri fréttir

Arpaio lykilmaður í íslensku dómsmáli

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að náða umdeildan lögreglustjóra. Sá lýsir sér sem harðasta lögreglustjóra Bandaríkjanna og hefur verið sakaður um kynþáttafordóma í garð rómanskamerískra.

Hitamet slegið á Egilsstöðum

„Þetta var næstum því eins og á Jamaíka,“ segir Kristinn Kristmundsson, betur þekktur sem Kiddi Vídjófluga, íbúi á Egilsstöðum, um hitametið sem slegið var í bænum í gær.

Tíundi hver ætlar ekki í verslunarferð í Costco

Um 8,3 prósent landsmanna, eða næstum tíundi hver, ætla ekki að versla við Costco. Næstum tveir af hverjum þremur hafa nú þegar lagt leið sína í Kauptún í Garðabæ. SVÞ telja bagalegt að ekkert sé vitað um áhrifin á aðrar verslanir.

Togarasjómaður ákærður fyrir að berja kokkinn

Skipverji á frystitogaranum Sigurbjörgu ÓF hefur verið ákærður fyrir líkamsárás, með því að hafa í stakkageymslu togarans slegið annan skipverja hnefahöggi í andlitið með alvarlegum afleiðingum.

Ráðherra ætlar ekki að stöðva lokun Háholts

Félagsmálaráðherra ætlar að leyfa ákvörðun Barnaverndarstofu varðandi þjónustusamning við Háholt í Skagafirði að standa. Starfsmenn og sveitarstjórn vilja reka heimilið áfram.

Eldur á Hótel Selfossi

Eldur stóð upp úr þaki á veitingastað hótelsins en um var að ræða sótbruna í kamínu.

Halda hita á sjómönnum í ísköldum sjó

Fréttastofa Stöðvar 2 tók þátt í æfingu Slysavarnaskóla Landsbjargar í Faxaflóa í dag. Þar voru nemendur íklæddir nýjum blautbúningum hífðir úr köldum sjó af þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þriðjungi fleiri leituðu til neyðarmóttökunnar í sumar

Nú í sumar hafa ríflega þriðjungi fleiri komið á Neyðarmóttökuna en síðasta sumar. Það stefnir í að metfjöldi leiti til móttökunnar í ár. Eingöngu tuttugu prósent þeirra sem leita sér aðstoðar enda á að leggja fram kæru.

Neytendur hvattir til að farga Floridana í plastflöskum

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. hefur tilkynnt matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á Floridana ávaxtasafasafa í plastflöskum þar sem dæmi eru um að yfirþrýstingur hafi myndast í flöskunum.

„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“

Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

„Þú myrtir þessa stelpu“

Var Grímur Grímsson spurður hvort að fullyrðingar lögreglumanns við skýrslutöku rímuðu við hlutlægnisskyldu lögreglunnar.

Leita ökumanns sem ók á gangandi vegfarenda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns sem ók bifreið á gangandi vegfaranda á Víkurvegi í Grafarvogi, rétt við bensínstöð N1, um eða eftir kl. 17 síðastliðinn miðvikudag.

Sturla nýr ráðuneytisstjóri

Utanríkisráðherra hefur skipað Sturlu Sigurjónsson sendiherra í embætti ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu.

Þarf mjög sterk rök til að loka þinghaldi

Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu, segir formaður Blaðamannafélagsins.

Íslenska ríkið valdalaust gagnvart hestanafnanefnd

Ríkið hefur enga aðkomu að reglum um nafngiftir á íslenskum hestum sem skráðir eru í upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFeng. Þetta segir í bréfi sem Guðrún Hrafnsdóttir, hrossabóndi á Skeggsstöðum, hefur fengið frá innanríkisráðuneytinu.

Vilja frekari skorður við kaupum útlendinga

Stór hluti Íslendinga vill að settar verði frekari skorður við jarðakaupum útlendinga hér á landi. Ráðherra getur veitt íbúum utan EES-svæðisins heimild til kaupa. Þingmaður Framsóknar telur undanþágur í lögunum vera of margar.

Krakkarnir læri sjálfsvörn

"Nýlegir atburðir sýna okkur bara að Ísland er ekki jafn saklaust og margir halda fram,“ segir ungmennaráð Hafnarfjarðar sem leggur til að sjálfsvörn verði hluti af íþróttakennslu bæjarins.

Áslaug lækaði að ósk um fund væri lýðskrum

Nefndarformaðurinn Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lýsti velþóknun sinni á Twitter-færslu það var kallað lýðskrum þegar þingmenn óskuðu eftir þingnefndarfundum. Þingmaðurinn segir að færslan eigi ekki við um hennar nefnd.

Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi

Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið.

Hnúðlax í stórsókn og nálgast Barnafoss

Fiskifræðingur segir ekki óhugsandi að Kyrrahafstegundin hnúðlax hrygni í íslenskum ám. Óvenju mikið hefur verið um hnúðlax víða um land í sumar. Kolbrún Sveinsdóttir á Norður-Reykjum veiddi á dögunum slíkan fisk mjög ofarlega í Hvítá í Borgarfirði. "Ég veit ekki til þess að hann hafi veiðst í Hvítánni fyrr.“

Sjá næstu 50 fréttir