Vilja frekari skorður við kaupum útlendinga Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. september 2017 07:00 Neðri-Dalur í Biskupsstungum er með Geysissvæðið nánast í bakgarðinum hjá sér. Mynd/Stakkafell Átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins eru hlynntir því að settar verði frekari skorður við kaupum útlendinga á jörðum hér á landi. Um 20 prósent telja að það eigi ekki að setja frekari skorður. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að Kínverjar vildu kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, sem er rétt við Geysissvæðið. Samkvæmt lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna er íslenskur ríkisborgararéttur eða íslenskt lögheimili skilyrði fyrir því að einstaklingur geti fengið eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi, þar á meðal veiðirétt, vatnsréttindi eða önnur fasteignaréttindi. Íbúar á EES-svæðinu hafa sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar. Það hefur hins vegar þótt flækja málið að ráðherra hefur heimild til að víkja frá þessum skilyrðum. Ráðherra getur því veitt íbúum utan EES-svæðisins heimild til að kaupa jarðir á Íslandi.Lilja ?AlfreðsdóttirLilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að undanþágur í lögunum séu of margar og betra væri að Alþingi, en ekki ráðherra, tæki ákvarðanir um undanþágur. „Það getur vel verið að það komi fjárfesting sem sé mjög hagkvæm og sátt yrði um. Þá viljum við ekki loka á hana, en það væri sniðugt að auka valdsvið þingsins í þessu. En númer eitt, tvö og þrjú þá þarf að skýra þetta,“ segir Lilja. Í reglugerð dómsmálaráðuneytisins segir að aðilar með erlent ríkisfang geti ekki keypt jörð sem er stærri en 25 hektarar. Lilja vill meðal annars fá betur á hreint hvort sú regla sé viðmiðunarregla sem ráðherra geti vikið frá, eða hvort hún er ófrávíkjanleg. Í febrúar 2013 var mikið rætt um áhuga Kínverjans Huang Nubo á að kaupa Grímsstaði á fjöllum. Í könnun Fréttablaðsins var spurt hvort fólk vildi setja frekari hömlur á rétt útlendinga til að kaupa land á Íslandi. Þá tóku 83 prósent afstöðu til spurningarinnar. Liðlega helmingur, eða 56 prósent, sögðu já en 44 prósent sögðu nei. Andstaðan er því talsvert meiri núna. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Telur þú að setja ætti frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum hér á landi? Alls tóku 82,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins eru hlynntir því að settar verði frekari skorður við kaupum útlendinga á jörðum hér á landi. Um 20 prósent telja að það eigi ekki að setja frekari skorður. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að Kínverjar vildu kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, sem er rétt við Geysissvæðið. Samkvæmt lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna er íslenskur ríkisborgararéttur eða íslenskt lögheimili skilyrði fyrir því að einstaklingur geti fengið eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi, þar á meðal veiðirétt, vatnsréttindi eða önnur fasteignaréttindi. Íbúar á EES-svæðinu hafa sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar. Það hefur hins vegar þótt flækja málið að ráðherra hefur heimild til að víkja frá þessum skilyrðum. Ráðherra getur því veitt íbúum utan EES-svæðisins heimild til að kaupa jarðir á Íslandi.Lilja ?AlfreðsdóttirLilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að undanþágur í lögunum séu of margar og betra væri að Alþingi, en ekki ráðherra, tæki ákvarðanir um undanþágur. „Það getur vel verið að það komi fjárfesting sem sé mjög hagkvæm og sátt yrði um. Þá viljum við ekki loka á hana, en það væri sniðugt að auka valdsvið þingsins í þessu. En númer eitt, tvö og þrjú þá þarf að skýra þetta,“ segir Lilja. Í reglugerð dómsmálaráðuneytisins segir að aðilar með erlent ríkisfang geti ekki keypt jörð sem er stærri en 25 hektarar. Lilja vill meðal annars fá betur á hreint hvort sú regla sé viðmiðunarregla sem ráðherra geti vikið frá, eða hvort hún er ófrávíkjanleg. Í febrúar 2013 var mikið rætt um áhuga Kínverjans Huang Nubo á að kaupa Grímsstaði á fjöllum. Í könnun Fréttablaðsins var spurt hvort fólk vildi setja frekari hömlur á rétt útlendinga til að kaupa land á Íslandi. Þá tóku 83 prósent afstöðu til spurningarinnar. Liðlega helmingur, eða 56 prósent, sögðu já en 44 prósent sögðu nei. Andstaðan er því talsvert meiri núna. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Telur þú að setja ætti frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum hér á landi? Alls tóku 82,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira