Vilja frekari skorður við kaupum útlendinga Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. september 2017 07:00 Neðri-Dalur í Biskupsstungum er með Geysissvæðið nánast í bakgarðinum hjá sér. Mynd/Stakkafell Átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins eru hlynntir því að settar verði frekari skorður við kaupum útlendinga á jörðum hér á landi. Um 20 prósent telja að það eigi ekki að setja frekari skorður. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að Kínverjar vildu kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, sem er rétt við Geysissvæðið. Samkvæmt lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna er íslenskur ríkisborgararéttur eða íslenskt lögheimili skilyrði fyrir því að einstaklingur geti fengið eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi, þar á meðal veiðirétt, vatnsréttindi eða önnur fasteignaréttindi. Íbúar á EES-svæðinu hafa sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar. Það hefur hins vegar þótt flækja málið að ráðherra hefur heimild til að víkja frá þessum skilyrðum. Ráðherra getur því veitt íbúum utan EES-svæðisins heimild til að kaupa jarðir á Íslandi.Lilja ?AlfreðsdóttirLilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að undanþágur í lögunum séu of margar og betra væri að Alþingi, en ekki ráðherra, tæki ákvarðanir um undanþágur. „Það getur vel verið að það komi fjárfesting sem sé mjög hagkvæm og sátt yrði um. Þá viljum við ekki loka á hana, en það væri sniðugt að auka valdsvið þingsins í þessu. En númer eitt, tvö og þrjú þá þarf að skýra þetta,“ segir Lilja. Í reglugerð dómsmálaráðuneytisins segir að aðilar með erlent ríkisfang geti ekki keypt jörð sem er stærri en 25 hektarar. Lilja vill meðal annars fá betur á hreint hvort sú regla sé viðmiðunarregla sem ráðherra geti vikið frá, eða hvort hún er ófrávíkjanleg. Í febrúar 2013 var mikið rætt um áhuga Kínverjans Huang Nubo á að kaupa Grímsstaði á fjöllum. Í könnun Fréttablaðsins var spurt hvort fólk vildi setja frekari hömlur á rétt útlendinga til að kaupa land á Íslandi. Þá tóku 83 prósent afstöðu til spurningarinnar. Liðlega helmingur, eða 56 prósent, sögðu já en 44 prósent sögðu nei. Andstaðan er því talsvert meiri núna. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Telur þú að setja ætti frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum hér á landi? Alls tóku 82,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins eru hlynntir því að settar verði frekari skorður við kaupum útlendinga á jörðum hér á landi. Um 20 prósent telja að það eigi ekki að setja frekari skorður. Fréttablaðið greindi frá því á mánudag að Kínverjar vildu kaupa Neðri-Dal í Biskupstungum, sem er rétt við Geysissvæðið. Samkvæmt lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna er íslenskur ríkisborgararéttur eða íslenskt lögheimili skilyrði fyrir því að einstaklingur geti fengið eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi, þar á meðal veiðirétt, vatnsréttindi eða önnur fasteignaréttindi. Íbúar á EES-svæðinu hafa sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar. Það hefur hins vegar þótt flækja málið að ráðherra hefur heimild til að víkja frá þessum skilyrðum. Ráðherra getur því veitt íbúum utan EES-svæðisins heimild til að kaupa jarðir á Íslandi.Lilja ?AlfreðsdóttirLilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að undanþágur í lögunum séu of margar og betra væri að Alþingi, en ekki ráðherra, tæki ákvarðanir um undanþágur. „Það getur vel verið að það komi fjárfesting sem sé mjög hagkvæm og sátt yrði um. Þá viljum við ekki loka á hana, en það væri sniðugt að auka valdsvið þingsins í þessu. En númer eitt, tvö og þrjú þá þarf að skýra þetta,“ segir Lilja. Í reglugerð dómsmálaráðuneytisins segir að aðilar með erlent ríkisfang geti ekki keypt jörð sem er stærri en 25 hektarar. Lilja vill meðal annars fá betur á hreint hvort sú regla sé viðmiðunarregla sem ráðherra geti vikið frá, eða hvort hún er ófrávíkjanleg. Í febrúar 2013 var mikið rætt um áhuga Kínverjans Huang Nubo á að kaupa Grímsstaði á fjöllum. Í könnun Fréttablaðsins var spurt hvort fólk vildi setja frekari hömlur á rétt útlendinga til að kaupa land á Íslandi. Þá tóku 83 prósent afstöðu til spurningarinnar. Liðlega helmingur, eða 56 prósent, sögðu já en 44 prósent sögðu nei. Andstaðan er því talsvert meiri núna. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík þar til náðist í 791 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki þann 28. og 29. ágúst. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurt var: Telur þú að setja ætti frekari skorður við kaupum erlendra aðila á jörðum hér á landi? Alls tóku 82,9 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira