Fleiri fréttir

Fundust heil á húfi

Franska göngufólkið fannst nú á níunda tímanum í morgun heilu og höldnu í skála á Laugarveginum svokallaða.

Tveggja leitað á Fimmvörðuhálsi

Leit stendur nú yfir að Marion Gailard og Jérémy Gautheret. Þau eru bæði á þrítugsaldri. Áður var talið að konan hefði verið ein á ferð á svæðinu.

Grundvallarprinsipp almennt meðhöndluð af léttúð

Auðvelt er að heimfæra háttsemi umhverfisráðherra undir brot á siðareglum ráðherra og þingmanna, segir formaður Gagnsæis. Kæmi slíkt mál upp í nágrannalöndum okkar þýddi það líklega afsögn.

Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar

"Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn.

Þúsundir tonna af kindakjöti safnast upp

Kindakjötsbirgðir verða um sjö hundruð til eitt þúsund tonnum meiri í haust heldur en æskilegt væri að mati framkvæmdastjóra Markaðsráðs kindakjöts. Birgðirnar voru 2.600 tonn um mitt árið. Útflutningurinn hefur gengið illa.

Hægt og milt veður í kortunum en lítill hiti

Spákortin fyrir verslunarmannahelgina líta ágætlega út. Hiti verður lítill en það verður líka lítill vindur. Landið allt lítur svipað út samkvæmt langtímaspám, segir veðurfræðingur.

Sannfærð um að byrgin voru til að geyma fisk

Byrgin dularfullu á utanverðu Snæfellsnesi voru ekki írsk bænahús heldur fiskbyrgi tengd verstöðvum fyrri alda, segir Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur og hafnar því að þau séu keltneskur arfur.

Þjóðhátíð í Eyjum: Búast við svari ráðherra á morgun

Samgönguráðuneytið skoðar nú hvernig beita eigi ákvæði í reglugerð um hvort ráðherra sé heimilt að veita undanþágu fyrir því að farþegaferja sigli milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja yfir þjóðhátíð þrátt fyrir að Samgöngustofa hafi hafnað undanþágubeiðni Vestmannaeyjabæjar fyrir siglingunum.

Ætla að útfæra leiðsögn fyrir krabbameinsveika

Heilbrigðisráðherra vill taka upp leiðsögumenn sem myndu hjálpa krabbameinsveikum að rata um heilbrigðiskerfið. Hann ætlar að þrýsta á lækkun á þaki á greiðsluþátttöku sjúklinga og segir að ráðist verði í vinnu við krabbameinsáætlun í haust.

Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni

Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu

Aldrei ætlunin að nota myndirnar til að selja kjóla

Tilgangurinn með myndum af Björtu Ólafsdóttur umhverfisráðherra í kjól frá Galvan London í þingsal var aldrei að selja kjóla "út í hinum stóra heimi,“ samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu.

Segir útsýnissiglingar Akraness ólíkar stífum Þjóðhátíðarsiglingum

Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að leyfi til tímabundinna siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi verið veitt á grundvelli ákveðins rökstuðnings. Þá sé hins vegar ekki þar með sagt að skipið sé hæft til að sigla aðrar leiðir, til að mynda milli lands og Eyja.

Veita ekki gistileyfi sökum neyðarástands

Bæjarráð Kópavogsbæjar tók í síðustu viku ákvörðun um að veita neikvæðar umsagnir um ný rekstrarleyfi fyrir gististaði í flokki II á svæðum þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir að sé íbúðabyggð.

Spice selt utan fangelsisveggja

Fíkniefnið Spice virðist vera að ná vinsældum utan Litla-hrauns þar sem það er nýjasta tískudópið. Formaður Afstöðu - félags fanga, segist hafa tekið eftir söluaukningu utan fangelsisins og óttast faraldur. Spice telst til löglegra efna hér á landi.

Tugir hælisleitenda horfið af radarnum

Um tuttugu hælisleitendur hafa horfið af radar Útlendingastofnunar það sem af er ári. Íslensk stjórnvöld vita ekki hvar nokkrir tugir einstaklinga, sem synjað var um hæli hér á landi, enduðu. Vísbendingar eru um að sumir séu hér í felum og stundu svarta vinnu.

Næsti prestur fær ekki laxinn

Kirkjuráð hefur ályktað um að laxveiðihlunnindi í Hofsá sem fylgja Hofi í Vopnafirði verði undanskilin í auglýsingu um sóknarprestsembætti Hofsprestakalls. Arður af veiðinni hleypur á milljónum króna.

Jökullinn dauðadæmdur og lónið mun stækka

Helgi Björnsson jarðeðlisfræðingur segir að ekkert geti breytt því að sporður Breiðamerkurjökuls hopi tuttugu kílómetra inn í land og Jökulsárlón stækki. Jakaframleiðslan haldi áfram þar til jökullinn sé komin á fast land yfir sjávarmáli.

Óvenjulegt að ráðherra kynni kjól í sal Alþingis

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, braut ekki reglur með því að sitja fyrir á ljósmynd í þingsal Alþingis fyrir tískuvörumerkið Galvan London. Óvenjulegt að salurinn sé notaður í auglýsingaskyni, segir skrifstofustjóri Alþingis.

Sjá næstu 50 fréttir