Fleiri fréttir

Mikið fannfergi á Akureyri

Snjó kyngdi niður á Akureyri í nótt og klukkan sex í morgun var nýsnævið orðið umþaðbil 30 sentímetra djúpt, en þá var heldur farið að draga úr snjókomunni.

Unga fólkið hafnar sköpunarsögunni

Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að yfirgnæfandi hlutfall Íslendinga styður líknandi dauða. Trúuðu fólki fer fækkandi og meirihluti er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Framkvæmdastjóri Siðmenntar segir að hópar veraldlega þenkjandi fólks fari vaxandi.

Efast um að þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðji frumvörpin

Ritari Sjálfstæðisflokksins efast um stuðning þingmanna flokksins við húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Of mikið inngrip ríkis og stórhækkaðar bætur ekki af hinu góða fyrir húsnæðismarkaðinn.

Uppnám vegna matarleysis um helgar

Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi.

Óvissa er um áhrif landamæralokana

Flestir hælisleitendur koma hingað til lands í gegnum Norðurlöndin. Lokun landamæra Svíþjóðar og Danmerkur gæti haft áhrif á fjöldann hingað til lands. Nærri ómögulegt er að loka landamærum alveg að mati stjórnmálaprófessors.

Fleiri leita hjálpar hjá Rauða krossinum

Símtölum í hjálparsíma Rauða krossins 1717 fjölgaði um ellefu prósent á milli áranna 2014 og 2015. Samtals voru símtöl og net­spjöll til hjálpardeildar Rauða krossins 15.558 talsins.

RÚV biðst afsökunar á Stundarskaupinu

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarpsins, hefur beðist afsökunar fyrir hönd RÚV á Stundarskaupinu sem sýnt var á gamlársdag en um áramótaþátt Stundarinnar okkar var að ræða.

Segir mál stúlkunnar á Akranesi því miður ekki einsdæmi

„Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar.

Stjórnarþingmenn saka Stundina okkar um pólitískan áróður

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segja pólitískan áróður hafa verið borinn á borð fyrir börn í Stundarskaupinu á gamlársdag en um er að ræða áramótaþátt Stundarinnar okkar.

Læknum fækkað um helming á átta árum

Mikil mannekla á krabbameinsdeild Landspítalans veldur seinkunum í reglubundnu eftirliti. Erfiðlega hefur gengið að fullmanna deildina og er nú leitað út fyrir landsteinana eftir fólki. Yfirlæknir segir álagið vera komið yfir þolmörk.

Tap þjóðarbúsins gæti mest orðið átján milljarðar króna

Innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur staðið yfir síðan í ágúst. Skýrsla um efnahagsleg áhrif bannsins var kynnt í gær. Einhugur ríkir innan ríkisstjórnarinnar um að halda áfram að styðja efnahagsþvinganir gegn Rússum.

Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar

Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m

Mælingar úr háloftunum sagðar skila nákvæmari veðurspám

"Það hefur sýnt sig að villur í langtímaveðurspám eiga oft rætur sínar að rekja til háloftanna,“ segir Haraldur Ólafsson veðurfræðingur en Veðurstofa Íslands sleppti í gær loftbelg upp í háloftin sem ætlað er að mæla vind, hita, raka, loftþrýsting og ryk í um tuttugu kílómetra hæð.

Hátt í fjögur hundruð mál á borði héraðssaksóknara

Héraðssaksóknari rannsakar mál lögreglufulltrúa sem var færður til í starfi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Miklar annir blasa við hjá embættinu. Hátt í fjögur hundruð mál eru á borði héraðssaksóknara.

Hjá Síldarvinnslunni fór verðmæti yfir 10 milljarða

Aflaverðmæti skipa Síldarvinnslunnar og dótturfélaga hennar jókst um 23,8 prósent á milli áranna 2014 og 2015 en aflinn jókst um 35 prósent í tonnum talið og ræður þar aflaaukning uppsjávarskipa langmestu. Heildaraflaverðmætið var 8.523 milljónir króna á árinu 2014 en 10.548 milljónir króna á árinu 2015.

Styðja áfram aðgerðir gegn Rússum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segja að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um að halda áfram að styðja efnahagsþvinganir gegn Rússum.

Sjá næstu 50 fréttir