Tap þjóðarbúsins gæti mest orðið átján milljarðar króna Þórdís Valsdóttir skrifar 13. janúar 2016 07:00 Innflutningsbannið hefur staðið yfir síðan í ágúst sl. Makríll og síld eru mikilvægustu útflutningsvörur Íslands til Rússlands. vísir/jse Efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands hér á landi geta orðið umtalsverð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fyrirtækisins Reykjavík Economics um efnahagsleg áhrif innflutningsbannsins á íslenska hagsmuni. Innflutningsbann Rússlands á íslenskar sjávarafurðir hefur staðið yfir síðan í ágúst og stafar af því að íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt í efnahagsþvingunum Bandaríkjamanna og ESB gagnvart Rússlandi. Hingað til hafa alþjóðlegar deilur haft lítil áhrif á viðskiptatengsl þjóðanna. Að mati skýrsluhöfunda getur tap íslenska þjóðarbúsins vegna bannsins hlaupið á þremur til átján milljörðum króna á næstu árum.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFSMikill samdráttur ríkir í efnahagsmálum í Rússlandi, kaupmáttur fer minnkandi og mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif efnahagslægðin hefur á eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum. Þó kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar að bannið hefur mun meiri áhrif á smærri hagkerfi en þau sem stærri eru og skýrsluhöfundar telja ljóst að innflutningsbannið komi hlutfallslega verst niður á Íslendingum miðað við aðrar þjóðir sem bannið nær til. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segja að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar að halda áfram að styðja efnahagsþvinganir gegn Rússlandi. Gunnar Bragi segir að skýrslan sjálf breyti engu varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar og hann telur ljóst að mögulegt tap sé minna en haldið var í upphafi.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherraErfitt þykir að áætla með mikilli nákvæmni hver heildaráhrif innflutningsbannsins verða á íslenskt hagkerfi en fram kemur í skýrslunni að ljóst sé að staðbundin áhrif þess í sumum sveitarfélögum geta verið alvarleg, sér í lagi ef bannið mun halda áfram til lengri tíma. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að mikilvægt sé að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu. Hann segir þó að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu sammála því að halda áfram að styðja aðgerðirnar gegn Rússlandi.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraKolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segir að skýrslan staðfesti áhyggjur og fyrri yfirlýsingar útgerðarmanna. „Ég held hún staðfesti það sem við höfum sagt hvað varðar tjón vegna tapaðra viðskiptahagsmuna. Við erum svo líka með skýrslu frá Byggðastofnun frá því í september sem sýnir fram á tjón fyrir einstök byggðarlög og starfsfólk sjávarútvegsfyrirtækja þar sem við erum að horfa á að þetta hefur bein áhrif á um þúsund manns,“ segir Kolbeinn. Skýrslan var unnin að beiðni samráðshóps stjórnvalda og hagsmunasamtaka á Rússlandsmarkaði. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
Efnahagsleg áhrif innflutningsbanns Rússlands hér á landi geta orðið umtalsverð. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fyrirtækisins Reykjavík Economics um efnahagsleg áhrif innflutningsbannsins á íslenska hagsmuni. Innflutningsbann Rússlands á íslenskar sjávarafurðir hefur staðið yfir síðan í ágúst og stafar af því að íslensk stjórnvöld hafa tekið þátt í efnahagsþvingunum Bandaríkjamanna og ESB gagnvart Rússlandi. Hingað til hafa alþjóðlegar deilur haft lítil áhrif á viðskiptatengsl þjóðanna. Að mati skýrsluhöfunda getur tap íslenska þjóðarbúsins vegna bannsins hlaupið á þremur til átján milljörðum króna á næstu árum.Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFSMikill samdráttur ríkir í efnahagsmálum í Rússlandi, kaupmáttur fer minnkandi og mikil óvissa ríkir um hvaða áhrif efnahagslægðin hefur á eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum. Þó kemur fram í niðurstöðum skýrslunnar að bannið hefur mun meiri áhrif á smærri hagkerfi en þau sem stærri eru og skýrsluhöfundar telja ljóst að innflutningsbannið komi hlutfallslega verst niður á Íslendingum miðað við aðrar þjóðir sem bannið nær til. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segja að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar að halda áfram að styðja efnahagsþvinganir gegn Rússlandi. Gunnar Bragi segir að skýrslan sjálf breyti engu varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar og hann telur ljóst að mögulegt tap sé minna en haldið var í upphafi.Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherraErfitt þykir að áætla með mikilli nákvæmni hver heildaráhrif innflutningsbannsins verða á íslenskt hagkerfi en fram kemur í skýrslunni að ljóst sé að staðbundin áhrif þess í sumum sveitarfélögum geta verið alvarleg, sér í lagi ef bannið mun halda áfram til lengri tíma. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að mikilvægt sé að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu. Hann segir þó að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu sammála því að halda áfram að styðja aðgerðirnar gegn Rússlandi.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraKolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) segir að skýrslan staðfesti áhyggjur og fyrri yfirlýsingar útgerðarmanna. „Ég held hún staðfesti það sem við höfum sagt hvað varðar tjón vegna tapaðra viðskiptahagsmuna. Við erum svo líka með skýrslu frá Byggðastofnun frá því í september sem sýnir fram á tjón fyrir einstök byggðarlög og starfsfólk sjávarútvegsfyrirtækja þar sem við erum að horfa á að þetta hefur bein áhrif á um þúsund manns,“ segir Kolbeinn. Skýrslan var unnin að beiðni samráðshóps stjórnvalda og hagsmunasamtaka á Rússlandsmarkaði.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira