Fleiri fréttir

Heimsókn á Litla-Hraun: Lífið bak við rimlana

Lífið á bak við rimlana er fábrotið, en erfitt. Blaðamenn heimsóttu Litla-Hraun og fylgdust með degi í lífi Margrétar Frímannsdóttur, Indu Hrannar og Jóns Þór ráðgjafa. Ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för.

Ákvæði útlendingalaga alltof þröng og ströng

Unnur Brá Konráðsdóttir segir frumvarp um ný útlendingalög fjölga leiðum til að sækja um dvalarleyfi. Verkalýðshreyfingin hefur staðið í veginum fyrir rýmkun atvinnuleyfa. Ólína Þorvarðardóttir vill umboðsmann flóttamanna.

Mikilvæg þjónusta sett út fyrir sviga

Samkomulag um fjármögnun þjónustu við fatlað fólk tekur ekki mið af NPA, Notendastýrðri persónulegri aðstoð. Vafi um aðstoðina veldur kvíða hjá fötluðum að mati formanns ÖBÍ

Ísland breytti atkvæði sínu hjá Sameinuðu þjóðunum

Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sat hjá í atkvæðagreiðslu um sáttmála um alþjóðlegt kjarnorkuvopnabann. Í byrjun nóvember hafði sendinefnd Íslands greitt atkvæði gegn samkomulaginu og var eitt 29 ríkja sem gerði slíkt.

Vilja að sjómenn greiði veiði- og kolefnisgjöld

Allar kröfur uppi á borðinu eftir að upp úr slitnaði. Útgerðarmenn vilja þátttöku sjómanna í kostnaði. Sjómenn vilja allan afla á markað. Þolinmæði sjómanna á þrotum. Stefnt gæti í átök.

Taka níu milljarða lán til vélakaupa

Landsvirkjun hefur undirritað lánasamning, svokallaða verktakafjármögnun, vegna verksamnings um tvær 45 MW vélasamstæður frá Fuji Electric. Vélarnar eru fyrir Þeistareykjavirkjun sem á að hefja vinnslu árið 2017.

Borgin samþykkir framkvæmdir við MR

Reykjavíkurborg samþykkti einnig að láta rífa bygginguna Casa Christi sem er á þeim hluta lóðarinnar þar sem nýtt húsnæði á að rísa.

Ískalt en sólríkt um helgina

Það ætti að viðra vel til útivistar víða um land um helgina samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Þinglok í fullkominni óvissu

Stjórn og stjórnarandstaða takast á um stór mál innan fjárlagafrumvarps næsta árs. Engin önnur stórmál á borði þingmanna.

Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum

Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi.

Munar þúsundum króna á verði vinsælu bókanna

Ríflega 35 prósenta verðmunur getur verið á fullu verði bóksala og matvöruverslana. Matvöruverslanir tryggja samkeppni í bóksölu um jólin en bókabúðir njóta góðs af sölu allt árið um kring.

Konum frekar mismunað vegna holdafars

Tæplega 15 prósent kvenna og 7,5 prósent karla segjast hafa orðið fyrir mismunun vegna þyngdar sinnar. Þetta kemur fram í rannsókn á viðhorfi almennings til holdafars sem gefin var út af Embætti landlæknis í gær.

Ljúka ekki við samning í dag

Líklega þarf helgina til að ná samkomulagi um nýjan loftslagssamning. Stærstu deilumálin eru eftir; reiptog þróaðra og þróunarríkja og fjár- mögnun loftslagsbaráttunnar til framtíðar.

Haustrall lofar góðu með þorsk og ýsu

Niðurstöður úr haustralli Hafrannsóknastofnunar lofa mjög góðu. Stofnmæling á þorski er sú hagstæðasta á þeim tuttugu árum sem mælingarnar hafa verið gerðar. Ýsustofninn sýnir jákvæð merki um að hann sé að hjarna við eftir mörg mögur ár.

Lækka verð á heitu vatni

Rarik hyggst ekki hækka verð á heitu vatni á Siglufirði næstu árin og veitir 20 prósenta afslátt á heitu vatni til notkunar í sundlaugum á Siglufirði.

Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi

Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra.

Sjá næstu 50 fréttir