Innlent

Lækka verð á heitu vatni

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fagna lækkandi verði á heitu vatni á Siglufirði.
Fagna lækkandi verði á heitu vatni á Siglufirði. Fréttablaðið/Pjetur
Rarik hyggst ekki hækka verð á heitu vatni á Siglufirði næstu árin og veitir 20 prósenta afslátt á heitu vatni til notkunar í sundlaugum á Siglufirði.

Þetta kemur fram í umsögn Gunnars Birgissonar, bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem kynnt var á bæjarráðsfundi á þriðjudag. „Yfir fimm ára tímabil gæti þessi raunlækkun numið 12 til 18 prósentum. Þessi niðurstaða er gleðiefni fyrir íbúa og fyrirtæki á Siglufirði,“ segir í umsögn bæjarstjórans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×