Innlent

Konum frekar mismunað vegna holdafars

Snærós Sindradóttir skrifar
Tæplega 85 prósent telja skyndibitafæði ástæðu offitu.
Tæplega 85 prósent telja skyndibitafæði ástæðu offitu.
Tæplega 15 prósent kvenna og 7,5 prósent karla segjast hafa orðið fyrir mismunun vegna þyngdar sinnar. Þetta kemur fram í rannsókn á viðhorfi almennings til holdafars sem gefin var út af Embætti landlæknis í gær.

Sigrún Daníelsdóttir, verkefnisstjóri geðræktar hjá embættinu, segir að niðurstöðurnar rími við sams konar rannsóknir frá öðrum vestrænum ríkjum.

Hlutfall þátttakenda sem töldu hreyfingarleysi mjög eða gríðarlega mikilvægan orsakaþátt í offitu var nærri 86 prósent. Alls töldu 57 prósent skort á viljastyrk vera orsakavald offitu.

„Þegar fólk var spurt hvort því fyndist að það ætti að vera ólöglegt að neita að ráða hæfan starfsmann vegna holdafars hans eða að það ætti að vera ólöglegt að segja hæfum starfsmanni upp vegna holdafars hans þá svöruðu flestir því játandi. En þegar spurt er hvort fólk myndi styðja lagasetningu sem bannaði slíka mismunun þá svaraði minna en helmingur því játandi. Það kom okkur á óvart,“ segir Sigrún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×