Fleiri fréttir

Nafn konunnar sem lést

Unga konan sem lést í bílveltu við Seyðisfjörð á mánudagskvöld hét Harpa Sigtryggsdóttir. Hún var búsett á Seyðisfirði og á 21. aldursári.

Tíðahringurinn stýrir innkaupum kvenna

Konur eru líklegari til að velja fleiri vörutegundir og fjölbreyttari þegar þær eru með egglos. Tryggðin við merki minnkar. Gæði ástarsambandsins skipta einnig máli.

Vilja hærri einkunn fyrir börnin sín

Brögð eru að því að foreldrar þrýsti á kennara um að hækka einkunnir barna þeirra, að því er Guðbjörg Ragnarsdóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, greinir frá.

„2.500 ræður um fundarstjórn forseta“

Fjármálaráðherra sagði minnihlutann hafa sett nýtt met í ræðum um fundarstjórn forseta en rætt hefur verið um hana í 50 klukkustundir frá áramótum.

Fiskurinn sem fjötraði þingið

Allt útlit var fyrir að samkomulag væri að nást um þinglok í upphafi síðustu viku. Þá kom nýtt útspil í makrílmálinu sem setti allt upp í loft. Enn ríkir nokkur óvissa um málið en svo virðist sem sátt sé að nást og þar með um þinglok.

Segir forsendur fyrir dómi gerðardóms vera brostnar

Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir þungt hljóð í félagsmönnum. Telur að komið hafi verið í veg fyrir að laun hjúkrunarfræðinga verði ákveðin með dómi. Samningurinn hefur engin áhrif á deilu BHM við ríkið.

Hefur verið ofsótt af manni í tuttugu ár

Árlega leita á bilinu fimmtán til tuttugu konur til Kvennaathvarfsins vegna ofsókna. Lögregla bregst sjaldan við vandanum nema ofbeldi eigi sér stað. Erfitt að aðhafast ef ofsóknir fela í sér löglegt athæfi. Ein kona hefur sætt ofsóknum í 20 ár.

Metfjöldi sækir um í Lögregluskólann

Hundrað og sextíu manns hafa sótt um inntöku í Lögregluskólann. Aldrei hafa fleiri stóttu um. Karlar eru sextíu prósent umsækjenda. Sextán fá inngöngu í skólann. Sjötíu prósent þeirra sem komust í skólann síðast voru konur.

Ódýrast að búa í Reykjavíkurborg

Þegar öll gjöld og skattar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru tekin saman kemur í ljós að það eru ódýrast að búa í Reykjavík en dýrast er að búa í Hafnarfirði. Getur munað hundruðum þúsunda króna á hverju ári á milli sveitarfélaga.

Lögðu hald á ólögleg lyf

Rúmlega fjörutíu mál komu upp hér á landi fyrr í mánuðinum í alþjóðlegri aðgerð gegn fölsuðum og ólöglegum lyfjum sem seld eru á netinu. Lagt var hald á samtals 43 sendingar.

Boðar frumvarp svo bæta megi túlkaþjónustu

„Það er dálítill hópur af fólki hérna úti sem býr við skerta möguleika á tjáningu. Það er ekki tjáningarfrelsi í hefðbundnum skilningi heldur beinlínis það að það fólk býr við kvótakerfi tjáningarinnar,“ sagði Svandís Svavarsdóttir í umræðum á Alþingi í dag.

Vilja vinna að kerfisbreytingum í heilbrigðiskerfinu

Unnið verður að innleiðingu launaþróunartryggingar fyrir hjúkrunarfræðinga, kannaðir verða kostir þess að auka sveigjanleika vinnutímaákvæða þeirra og áherslu verður lögð á aukinn sveigjanleika í rekstri heilbrigðisstofnanna.

Sjá næstu 50 fréttir