Tíðahringurinn stýrir innkaupum kvenna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 25. júní 2015 12:00 Konur eru líklegri til að velja sér nýtt merki þegar þær eru með egglos. NORDICPHOTOS/GETTY Tíðahringurinn stýrir innkaupum kvenna. Þegar þær eru með egglos, og þar með meira estrógen í blóðinu en á öðrum tímum, eru þær líklegri til að leita að fjölbreyttari vörum en annars. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Kristinu Durante, sérfræðings í markaðsrannsóknum við UTSA-háskólann í Bandaríkjunum. Nokkur hundruð konur á aldrinum 18 til 40 ára voru beðnar um að taka þátt í rannsókn Durante. Þær sem ekki greindu frá hvar þær voru í tíðahringnum og þær sem notuðu hormónagetnaðarvarnir eins og pilluna voru útilokaðar. Meðalaldur þátttakenda var 22 ár, að því er segir í frétt á vísindavefnum forskning.no. Á hverjum degi í heilan mánuð voru konurnar látnar velja á milli varalita, naglalakks og skópara í 20 mismunandi litum. Þar að auki gátu þær valið á milli 20 mismunandi bragðtegunda af jógúrt og jafnmargra súkkulaðitegunda. Þær gátu valið sér eins margar tegundir og þær vildu. Haft er eftir Durante að konur velji fleiri mismunandi tegundir þegar þær eru sem frjósamastar og sérstaklega þær sem eru í sambandi. Það hversu gott ástarsambandið er skiptir jafnframt máli. Því minna sem konur eru tengdar maka sínum, þeim mun fjölbreyttari vörutegundir velja þær. Vísindamennirnir ætla að reyna að finna skýringu á þessu. Durante segir að hægt sé að ímynda sér að þetta sé kannski eins og að fá aðgang að fleiri sviðum samfélagsins sem bjóði upp á betra aðgengi að nýjum maka með góð gen. Bæði einhleypar konur og konur í sambandi velja fleiri tegundir af súkkulaði þegar þær eru sem frjósamastar. En konur sem eru ekki í mjög nánu sambandi við maka sinn velja miklu fleiri súkkulaðitegundir en þær sem eru í nánu sambandi. Í þessu samhengi er bent á að konur í góðu sambandi finni ekki fyrir þörf á fjölbreyttu vöruúrvali þar sem þær hafi fundið maka sem þær eru ánægðar með. Það er mat vísindamannanna að rannsóknin gefi hugmyndir um hvað það er sem stýrir vali neytenda. Niðurstöðurnar hvetji til fleiri spennandi markaðsrannsókna. Haft er eftir Durante að rannsóknin hafi einnig bent til að merkjatryggðin minnki í kringum egglos þar sem konur hafi þá meiri tilhneigingu til að skipta yfir í nýtt merki. Greint er frá niðurstöðunum í Journal of Consumers Research. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Tíðahringurinn stýrir innkaupum kvenna. Þegar þær eru með egglos, og þar með meira estrógen í blóðinu en á öðrum tímum, eru þær líklegri til að leita að fjölbreyttari vörum en annars. Þetta eru niðurstöður rannsóknar Kristinu Durante, sérfræðings í markaðsrannsóknum við UTSA-háskólann í Bandaríkjunum. Nokkur hundruð konur á aldrinum 18 til 40 ára voru beðnar um að taka þátt í rannsókn Durante. Þær sem ekki greindu frá hvar þær voru í tíðahringnum og þær sem notuðu hormónagetnaðarvarnir eins og pilluna voru útilokaðar. Meðalaldur þátttakenda var 22 ár, að því er segir í frétt á vísindavefnum forskning.no. Á hverjum degi í heilan mánuð voru konurnar látnar velja á milli varalita, naglalakks og skópara í 20 mismunandi litum. Þar að auki gátu þær valið á milli 20 mismunandi bragðtegunda af jógúrt og jafnmargra súkkulaðitegunda. Þær gátu valið sér eins margar tegundir og þær vildu. Haft er eftir Durante að konur velji fleiri mismunandi tegundir þegar þær eru sem frjósamastar og sérstaklega þær sem eru í sambandi. Það hversu gott ástarsambandið er skiptir jafnframt máli. Því minna sem konur eru tengdar maka sínum, þeim mun fjölbreyttari vörutegundir velja þær. Vísindamennirnir ætla að reyna að finna skýringu á þessu. Durante segir að hægt sé að ímynda sér að þetta sé kannski eins og að fá aðgang að fleiri sviðum samfélagsins sem bjóði upp á betra aðgengi að nýjum maka með góð gen. Bæði einhleypar konur og konur í sambandi velja fleiri tegundir af súkkulaði þegar þær eru sem frjósamastar. En konur sem eru ekki í mjög nánu sambandi við maka sinn velja miklu fleiri súkkulaðitegundir en þær sem eru í nánu sambandi. Í þessu samhengi er bent á að konur í góðu sambandi finni ekki fyrir þörf á fjölbreyttu vöruúrvali þar sem þær hafi fundið maka sem þær eru ánægðar með. Það er mat vísindamannanna að rannsóknin gefi hugmyndir um hvað það er sem stýrir vali neytenda. Niðurstöðurnar hvetji til fleiri spennandi markaðsrannsókna. Haft er eftir Durante að rannsóknin hafi einnig bent til að merkjatryggðin minnki í kringum egglos þar sem konur hafi þá meiri tilhneigingu til að skipta yfir í nýtt merki. Greint er frá niðurstöðunum í Journal of Consumers Research.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira