Eggert Skúlason: „Drepið mig ekki úr hlátri!“ Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2015 13:44 Einn þeirra sem sendir DV tóninn er Reynir Traustason en Eggerti Skúlasyni þykir hið smávaxna en háværa samfélag nettrölla hlægilegt. Óhætt er að segja að viðbrögðin við forsíðudrottningarviðtali DV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra séu blendin – svo vægt sé til orða tekið. DV var dreift frítt í hvert hús í dag, í kynningarskyni og á forsíðunni er forsætisráðherra sem segir: „Hótuðu að skaða Ísland“. Á Facebook velta menn því fyrir sér meðal annars hvort DV sé þar með komið út úr skápnum sem málgagn Framsóknarflokksins, þá meðal annars í ljósi þess að Sigmundur Davíð veitir fjölmiðlum viðtöl svona meira eins og honum hentar heldur en hitt.Hið háværa en smávaxna samfélag nettrölla Viðbrögðin virðast koma öðrum ritstjóra DV, Eggerti Skúlasyni, í opna skjöldu, svo mjög að hann getur varla hætt að hlæja, sé að marka Facebookfærslu hans svohljóðandi: „Drepiði mig ekki úr hlátri!“ skrifar Eggert og heldur svo áfram: „DV birtir í dag viðtal við forsætisráðherra, eins og stundum gerist í ýmsum löndum í heiminum. Hið háværa en smávaxna nettrölla samfélag fer á hliðina. Birtar eru skopmyndir af mér sem ritstjóra vegna þessa. Bara fyrir þetta fólk vil ég upplýsa. DV mun áfram taka viðtöl við fólk úr öllum flokkum og nettröll þessa lands hafa bara ekkert að gera með ritstjórnarstefnu blaðsins. Birgitta Jónsdóttir þingmaður kvartar undan því að fá DV heim til sín og segist hafa beðist undan ruslpósti. Drepiði mig ekki úr hlátri.“Drepiði mig ekki úr hlátri!DV birtir í dag viðtal við forsætisráðherra, eins og stundum gerist í ýmsum löndum í...Posted by Eggert Skúlason on 25. júní 2015Hallgrímur Helgason rithöfundur svarar ritstjóranum fullum hálsi, í athugasemd á Fb-síðu þess síðarnefnda: „Framsóknarmenn yfirtaka blaðið sem var erfiðast ríkisstjórninni, setja inn sitt fólk og nú formanninn á forsíðuna og láta dreifa því blaði í hvert hús og kvarta svo yfir atkugasemdum um það.... Dreptu okkur ekki úr hlátri.“Mætti helga sig myndlistinni alfarið En, hvað er það sem hlægir Eggert svo mjög? Hvað þykir hinu „háværa en smávaxna nettrölla samfélagi“ svona háðuglegt? Reyndar er það svo að Facebook logar og fremur heyrist í þeim sem segja viðtalið skjóta skökku við. Einn þeirra sem tjáir sig um téð viðtal er útgefandinn Sigurður Svavarsson: „Ég las ágætt viðtal Kolbrúnar við forsætisráðherra í DV, með morgunkaffinu. Þar kom þó fátt nýtt fram - annað en það að Sigmundur málar í frístundum sínum, og óskar sér meiri tíma til að sinna myndlistinni. Þar get ég tekið undir með honum; gæti unnt honum mun meiri frítíma - jafnvel að helga sig myndlistinni alfarið (þess vegna á starfslaunum listamanna).“Ég las ágætt viðtal Kolbrúnar við forsætisráðherra í DV, með morgunkaffinu. Þar kom þó fátt nýtt fram - annað en það að...Posted by Sigurður Svavarsson on Thursday, June 25, 2015Vont fólk ofsækir garminn Annar er fyrrverandi ritstjóri DV, Reynir Traustason, og hann vandar sínum fyrrverandi fjölmiðli ekki kveðjurnar: „Þau stórtíðindi hafa orðið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í einlægu drottningarviðtali við DV. Ekki dugði minna en aldreifing á blaðinu til að koma boðskapnum á framfæri. Niðurstaðan af lestrinum er sú að vont fólk og hrægammar ofsækja garminn. Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn. Viðtalið er staðfesting þess að DV hefur breyst úr manni í mús.“Þau stórtíðindi hafa orðið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í einlægu drottningarviðtali við DV. Ekki dugði minna en...Posted by Reynir Traustason on Thursday, June 25, 2015Grínmyndir spretta fram á netinu í tengslum við viðtal DV við Sigmund Davíð og hér má sjá eina slíka.Háðskur verðlaunablaðamaður Og, það er nokkuð algengt að fjölmiðlamenn láti sig þessa forsíðu varða. Verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson, sem var blaðamaður á DV í tíð Reynis, er háðskur þegar hann lýsir viðtalinu fyrir vinum sínum á Facbook: „Sigmundur Davíð málar landslagsmyndir í frístundum. Hann telur að það sé gagnrýni almennings að kenna hversu vondir frambjóðendur Framsóknar og flugvallarvina voru við útlendinga í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Hann óttast að aukin áhrif Pírata kunni að grafa undan gömlum og rótgrónum gildum. Honum finnst Árni Páll vera alveg svakalega vinstrisinnaður og að það vanti borgaralegan krataflokk á Íslandi. En hann telur að Eiríkur Bergmann prófessor sé illa að sér í stjórnmálafræðum.“Allir að eipa en þetta er súrrealískt fyndið Á öllu jákvæðari nótum, og þó, er Þórarinn Þórarinsson blaðamaður: „Allir eitthvað voða að eipa yfir viðtali við forsætisráðherra en ég fagna. Megi hann tjá sig sem oftast vegna þess að hann segir alltaf eitthvað svo súrrealískt fyndið.“ Einar Steingrímsson stærðfræðingur vitnar í Kjarnann: „Það var hinum að kenna: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúar Framsóknarflokksins, hafi mátt sæta „mjög grimmum árásum andstæðinga sem hugsanlega leiddu til þess að þeir fóru að verja sig með ummælum sem þær hafa síðan viðurkennt að voru óviðeigandi.““ Og Lára Hanna Einarsdóttir bloggari velkist hvergi í vafa um á hvaða róli DV er, um þessar mundir. „Var einhver í vafa um til hvers DV var yfirtekið? Efist ei meir. Þessu blaði, með forsíðuviðtali við SDG forsætis, verður dreift inn á öll heimili í kvöld. Hversu vel verður hann tengdur við veruleikann? Spennandi...“Ég er ekki búin að lesa sjálft viðtalið við SDG forsætis í DV. En ég er búin að lesa ótalmarga útdrætti úr því í vefmið...Posted by Lára Hanna Einarsdóttir on Thursday, June 25, 2015 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Óhætt er að segja að viðbrögðin við forsíðudrottningarviðtali DV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra séu blendin – svo vægt sé til orða tekið. DV var dreift frítt í hvert hús í dag, í kynningarskyni og á forsíðunni er forsætisráðherra sem segir: „Hótuðu að skaða Ísland“. Á Facebook velta menn því fyrir sér meðal annars hvort DV sé þar með komið út úr skápnum sem málgagn Framsóknarflokksins, þá meðal annars í ljósi þess að Sigmundur Davíð veitir fjölmiðlum viðtöl svona meira eins og honum hentar heldur en hitt.Hið háværa en smávaxna samfélag nettrölla Viðbrögðin virðast koma öðrum ritstjóra DV, Eggerti Skúlasyni, í opna skjöldu, svo mjög að hann getur varla hætt að hlæja, sé að marka Facebookfærslu hans svohljóðandi: „Drepiði mig ekki úr hlátri!“ skrifar Eggert og heldur svo áfram: „DV birtir í dag viðtal við forsætisráðherra, eins og stundum gerist í ýmsum löndum í heiminum. Hið háværa en smávaxna nettrölla samfélag fer á hliðina. Birtar eru skopmyndir af mér sem ritstjóra vegna þessa. Bara fyrir þetta fólk vil ég upplýsa. DV mun áfram taka viðtöl við fólk úr öllum flokkum og nettröll þessa lands hafa bara ekkert að gera með ritstjórnarstefnu blaðsins. Birgitta Jónsdóttir þingmaður kvartar undan því að fá DV heim til sín og segist hafa beðist undan ruslpósti. Drepiði mig ekki úr hlátri.“Drepiði mig ekki úr hlátri!DV birtir í dag viðtal við forsætisráðherra, eins og stundum gerist í ýmsum löndum í...Posted by Eggert Skúlason on 25. júní 2015Hallgrímur Helgason rithöfundur svarar ritstjóranum fullum hálsi, í athugasemd á Fb-síðu þess síðarnefnda: „Framsóknarmenn yfirtaka blaðið sem var erfiðast ríkisstjórninni, setja inn sitt fólk og nú formanninn á forsíðuna og láta dreifa því blaði í hvert hús og kvarta svo yfir atkugasemdum um það.... Dreptu okkur ekki úr hlátri.“Mætti helga sig myndlistinni alfarið En, hvað er það sem hlægir Eggert svo mjög? Hvað þykir hinu „háværa en smávaxna nettrölla samfélagi“ svona háðuglegt? Reyndar er það svo að Facebook logar og fremur heyrist í þeim sem segja viðtalið skjóta skökku við. Einn þeirra sem tjáir sig um téð viðtal er útgefandinn Sigurður Svavarsson: „Ég las ágætt viðtal Kolbrúnar við forsætisráðherra í DV, með morgunkaffinu. Þar kom þó fátt nýtt fram - annað en það að Sigmundur málar í frístundum sínum, og óskar sér meiri tíma til að sinna myndlistinni. Þar get ég tekið undir með honum; gæti unnt honum mun meiri frítíma - jafnvel að helga sig myndlistinni alfarið (þess vegna á starfslaunum listamanna).“Ég las ágætt viðtal Kolbrúnar við forsætisráðherra í DV, með morgunkaffinu. Þar kom þó fátt nýtt fram - annað en það að...Posted by Sigurður Svavarsson on Thursday, June 25, 2015Vont fólk ofsækir garminn Annar er fyrrverandi ritstjóri DV, Reynir Traustason, og hann vandar sínum fyrrverandi fjölmiðli ekki kveðjurnar: „Þau stórtíðindi hafa orðið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í einlægu drottningarviðtali við DV. Ekki dugði minna en aldreifing á blaðinu til að koma boðskapnum á framfæri. Niðurstaðan af lestrinum er sú að vont fólk og hrægammar ofsækja garminn. Lesa má milli lína að „sumir fyrrverandi eigendur DV" tengist fjárkúgunarruglinu sem snérist um vitneskju ástkonu Björns Inga um eitthvert brall þeirra félaga. Sem núverandi eigandi hlýt ég að óska eftir því við forsætisráðherrann að hann upplýsi hvaða hyski er á hælum hans og gefur forsmáðri konu þann innblástur sem varð tilefni fáránleikans við Hvaleyrarvatn. Viðtalið er staðfesting þess að DV hefur breyst úr manni í mús.“Þau stórtíðindi hafa orðið að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í einlægu drottningarviðtali við DV. Ekki dugði minna en...Posted by Reynir Traustason on Thursday, June 25, 2015Grínmyndir spretta fram á netinu í tengslum við viðtal DV við Sigmund Davíð og hér má sjá eina slíka.Háðskur verðlaunablaðamaður Og, það er nokkuð algengt að fjölmiðlamenn láti sig þessa forsíðu varða. Verðlaunablaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson, sem var blaðamaður á DV í tíð Reynis, er háðskur þegar hann lýsir viðtalinu fyrir vinum sínum á Facbook: „Sigmundur Davíð málar landslagsmyndir í frístundum. Hann telur að það sé gagnrýni almennings að kenna hversu vondir frambjóðendur Framsóknar og flugvallarvina voru við útlendinga í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Hann óttast að aukin áhrif Pírata kunni að grafa undan gömlum og rótgrónum gildum. Honum finnst Árni Páll vera alveg svakalega vinstrisinnaður og að það vanti borgaralegan krataflokk á Íslandi. En hann telur að Eiríkur Bergmann prófessor sé illa að sér í stjórnmálafræðum.“Allir að eipa en þetta er súrrealískt fyndið Á öllu jákvæðari nótum, og þó, er Þórarinn Þórarinsson blaðamaður: „Allir eitthvað voða að eipa yfir viðtali við forsætisráðherra en ég fagna. Megi hann tjá sig sem oftast vegna þess að hann segir alltaf eitthvað svo súrrealískt fyndið.“ Einar Steingrímsson stærðfræðingur vitnar í Kjarnann: „Það var hinum að kenna: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúar Framsóknarflokksins, hafi mátt sæta „mjög grimmum árásum andstæðinga sem hugsanlega leiddu til þess að þeir fóru að verja sig með ummælum sem þær hafa síðan viðurkennt að voru óviðeigandi.““ Og Lára Hanna Einarsdóttir bloggari velkist hvergi í vafa um á hvaða róli DV er, um þessar mundir. „Var einhver í vafa um til hvers DV var yfirtekið? Efist ei meir. Þessu blaði, með forsíðuviðtali við SDG forsætis, verður dreift inn á öll heimili í kvöld. Hversu vel verður hann tengdur við veruleikann? Spennandi...“Ég er ekki búin að lesa sjálft viðtalið við SDG forsætis í DV. En ég er búin að lesa ótalmarga útdrætti úr því í vefmið...Posted by Lára Hanna Einarsdóttir on Thursday, June 25, 2015
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira