Innlent

Stjórnmálamenn kepptu í að spenna beltin

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugss, forsætisráðherra, var eldsnöggur að spanna á sig beltið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugss, forsætisráðherra, var eldsnöggur að spanna á sig beltið.
Undanfarið hefur mátt sjá forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna sitja í bílstól á víðavangi víðsvegar um höfuðborgarsvæðið umkringdir myndavélum og tímavörðum eins og sjá má á myndbandinu að neðan.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Guðmundur Steingrímsson, Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir kepptu í því að spenna beltið í kynningarmyndbandi frá Samgöngustofu og VÍS. Myndbandið var sýnt í Ísland í dag í kvöld.

Katrín var hröðust og spennti á sig öryggisbelti á einungis 1,36 sekúndu. Bæði Helgi Hrafn og Árni Páll voru 2,8 sekúndur. Sigurvegararnir eru þó allir þeir sem spenntu beltin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×