Ónógt eftirlit sagt með kaupum bankanna Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 07:00 Össur Skarphéðinsson Pólitísk samstaða myndaðist á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á þingi á þriðjudag þegar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerðu kaup bankanna þriggja á sparisjóðum að umtalsefni. Össur og Ragnheiður voru sammála um að eftirliti með kaupunum væri ábótavant og Össur kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd og jafnvel stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins fjölluðu um málið. Um síðustu helgi var tilkynnt um að Sparisjóður Norðurlands gengi inn í Landsbankann, sömu leið og Sparisjóður Vestmannaeyja gerði í maí. Í júní eignaðist Arion banki Afl sparisjóð, en hann varð til við samruna Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar. „Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr: Hvar er Fjármálaeftirlitið? Hvar er Samkeppniseftirlitið?“ spurði Össur á þingi og bætti við að með þessu væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni.Ragnheiður RíkharðsdóttirRagnheiður tók undir með Össuri og sagði að svo virtist sem hvorki Samkeppnis- né Fjármálaeftirlit sinntu meginhlutverki sínu í þessum gjörningum. Hún tiltók líka samruna MP-banka og Straums og varaði við því að til væri að verða álíka einsleitt bankakerfi og fyrir hrun. „Það hljóta að klingja bjöllur í þessum sal, í það minnsta hjá okkur sem hér sátum árið 2008 þegar bankakerfið hrundi; það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegi forseti. Með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“ Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Pólitísk samstaða myndaðist á milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á þingi á þriðjudag þegar Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerðu kaup bankanna þriggja á sparisjóðum að umtalsefni. Össur og Ragnheiður voru sammála um að eftirliti með kaupunum væri ábótavant og Össur kallaði eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd og jafnvel stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins fjölluðu um málið. Um síðustu helgi var tilkynnt um að Sparisjóður Norðurlands gengi inn í Landsbankann, sömu leið og Sparisjóður Vestmannaeyja gerði í maí. Í júní eignaðist Arion banki Afl sparisjóð, en hann varð til við samruna Sparisjóðs Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar. „Það sem einkennir þessa atburðarás er að um leið og það koma fjárfestar ýmist með innlenda eða erlenda peninga og sjá viðskiptatækifæri í sparisjóðunum þá koma stóru bankarnir og gleypa þá. Og ég spyr: Hvar er Fjármálaeftirlitið? Hvar er Samkeppniseftirlitið?“ spurði Össur á þingi og bætti við að með þessu væru bankarnir að ryðja burt mögulegum keppinautum í framtíðinni.Ragnheiður RíkharðsdóttirRagnheiður tók undir með Össuri og sagði að svo virtist sem hvorki Samkeppnis- né Fjármálaeftirlit sinntu meginhlutverki sínu í þessum gjörningum. Hún tiltók líka samruna MP-banka og Straums og varaði við því að til væri að verða álíka einsleitt bankakerfi og fyrir hrun. „Það hljóta að klingja bjöllur í þessum sal, í það minnsta hjá okkur sem hér sátum árið 2008 þegar bankakerfið hrundi; það virðist sem við stefnum í jafn einsleitt bankakerfi og áður var. Virðulegi forseti. Með fullri virðingu, það setur að mér hroll.“
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira