Innlent

1. maí runninn upp: Hátíðardagskrá um land allt

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá kröfugöngunni á 1. maí í Reykjavík í fyrra.
Frá kröfugöngunni á 1. maí í Reykjavík í fyrra. Vísir/Vilhelm
Baráttudagur verkalýðsins er í dag haldinn hátíðlegur um land allt. Fjölbreytt baráttudagskrá hefur verið skipulögð og má finna ítarlegar upplýsingar um hvað er að gerast hvar á vefsíðu Alþýðusambands Íslands.

Kröfugangan í Reykjavík leggur af stað frá Hlemmi klukkan 13.30 og verður gengið á Ingólfstorg á útifund. Þar koma meðal annars fram Reykjavíkurdætur og Gradualekór Langholtskirkju auk þess sem Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, er meðal ræðumanna.

Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, mun flytja ræðu í Reykjanesbæ, Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, á Selfossi, og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, á Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×