Innlent

Ásgeir Kolbeins opnar Nasa

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nasa lokaði í júní 2012 og stóð upphaflega til að reisa þar hótel.
Nasa lokaði í júní 2012 og stóð upphaflega til að reisa þar hótel. vísir/vilhelm
Ásgeir Kolbeinsson verður í forsvari fyrir nýja eigendur sem gert hafa leigusamning um rekstur Nasa við Austurvöll. Skipulagsbreytingar á húsinu verða kynntar á blaðamannafundi í lok maí.

Þetta kemur í tilkynningu frá markaðsfyrirtækinu Ysland. Þar segir að hugsanlegt sé að einhverjir viðburðir verði á Nasa í maí, áður en framkvæmdir á húsinu hefjast. Breytingar á húsinu verði margvíslegar og notkunarmöguleikar þess hámarkaðir.

Nasa lokaði í júní 2012 og stóð upphaflega til að reisa þar hótel.


Tengdar fréttir

Fjölmargir mótmæltu á Austurvelli

Fjöldi fólks kom saman á tónleikum á Austurvelli klukkan tvö í dag til að mótmæla niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum. Veðrið er með besta móti og góð stemning í bænum.

Það kemur annað Nasa

Einu sinni var til eitthvað sem hét Nýja bíó. Svo hætti það að vera bíó. En fólk talaði áfram um að hitt og þetta væri við hliðina á Nýja bíói.

Niðurrifi Nasa mótmælt í dag

Baráttutónleikar verða haldnir á Austurvelli klukkan tvö í dag, þar sem niðurrifi Nasa og byggingu hótels á Landssímareitnum verður mótmælt.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.