Innlent

Óttast um afdrif prestssetursins

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Séra Gunnar Kristjánsson
Hættir vegna aldurs í vor. Hér er Reynivallapresturinn við Brautarholtskirkju á árinu 2007.
Séra Gunnar Kristjánsson Hættir vegna aldurs í vor. Hér er Reynivallapresturinn við Brautarholtskirkju á árinu 2007. Vísir/GVA
Þjóðkirkjan hyggst sameina Reynivallaprestakall og Mosfellsprestakall er Gunnar Kristjánsson lætur af embætti sóknarprests Reynivallasóknar í vor. Á vef Kjósarhrepps segir að á fjölmennum fundi í Ásgarði hafi verið einhugur um að verja framtíð Reynivalla sem prestsseturs.

„Kjósverjar telja það mikinn missi að fá ekki prest að Reynivöllum og að sóknarbörn í Reynivallaprestakalli muni bera skarðan hlut frá borði með umræddri sameiningu,“ segir á kjos.is. „Hætta er á að leiðin fyrir prest úr Mosfellsbæ upp í Kjós verði mun lengri en leiðin úr Kjósinni í Mosfellsbæ.“

Aðalsafnaðarfundur sem haldinn var í kjölfarið mótmælti sameiningunni. „Fundurinn lýsir yfir miklum áhyggjum af fyrirhugaðri sameiningu þar sem það myndi leiða til þess að þjónusta við sóknarbörn í Reynivallaprestakalli myndi minnka verulega og einnig að hið sögufræga prestssetur að Reynivöllum yrði lagt niður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×