Innlent

Flóttamaður eldar til góðs

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Frá flóttamannabúðunum í Sýrlandi.
Frá flóttamannabúðunum í Sýrlandi. Vísir/AFP
Þann 11. júní verður tjald reist á lóð Norræna hússins þar sem seldur verður sambærilegur matur og borinn er fram í flóttamannabúðum SÞ í Sýrlandi.

Hver seld máltíð borgar fyrir eina „auka“ í Sýrlandi og markmiðið er að sýna fram á að milljónir manna í flóttamannabúðum ala alla sína ævi þar við bágan kost.

Jamil Kouwatli, flóttamaður frá Sýrlandi, mun sjá um matseldina ásamt Sveini Kjartanssyni, kokki á Aalto Bistro í Norræna húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×