Framkvæmdir hafnar við Klettaskóla Atli Ísleifsson skrifar 30. apríl 2015 15:28 Borgarstjóri og nemendur úr Klettaskóla létu til skarar skríða í dag. Mynd/Reykjavíkurborg Borgarstjóri og nemendur úr Klettaskóla tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við skólann. Stórvirk jarðvegsvinnutæki taka við á næstu dögum og grafa fyrir 3.400 fermetra viðbyggingu og auk hennar verða gerðar breytingar á eldra húsnæði skólans. Heildarkostnaður framkvæmda er um 2,6 milljarðar króna. Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir að framkvæmdirnar muni gjörbylta starfi skólans til batnaðar og skapa nýja möguleika. „Með nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsnæði verða meiriháttar breytingar á aðstöðu, aðgengi og þjónustu við nemendur.“ Að loknum jarðvegsframkvæmdum í sumar taka byggingaframkvæmdir við með haustinu. Þær munu taka í heildina um tvö ár og verður að fullu lokið haustið 2018.Kennslusundlaug, íþróttahús og félagsaðstaðaÍ tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að íþróttahús, tvær kennslusundlaugar og hátíðar- og matsalur komi norðvestan við gamla skólahúsið. „Austan við það mun rísa félagsmiðstöð. Verulegar endurbætur verða gerðar á núverandi húsi og ofan á það verður bætt við hæð með aðstöðu fyrir starfsfólk. Verkgreinastofur flytjast í eina smiðju og frístundaaðstaða verður þar sem nú er íþrótta- og matsalur. Endurbætur verða gerðar á upplýsingaveri og bókasafni, gangar verða breikkaðir, anddyri stækkað og aðgengismál verða lagfærð. Í heildina verða ferlimál bætt, leiðir innan og utanhúss styttar og gerðar greiðari. Þannig verður öll kennsla á einni hæð og allri félagsaðstöðu komið fyrir á neðri hæð hússins. Leiksvæði á lóð verður endurgert og mun það henta betur nemendum skólans.Milduð ásýnd fyrir nærliggjandi byggðÁhersla hefur við útfærslur að milda ásýnd nýrra húsa gagnvart aðliggjandi byggð, en nýjar byggingar verða að hluta til felldar inn í landið og þaktar með torfi. Viðbyggingin er höfð eins langt frá lóðarmörkum og mögulegt er og íþróttasalurinn niðurgrafinn til hálfs þannig að sá hluti hans sem stendur uppúr á norðurhorni lóðar samsvarar aðeins einni hæð.Klettaskóli þjónar landinu ölluKlettaskóli, sem áður var Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli, er sérskóli á grunnskólastigi og þjónar hann landinu öllu. Gamla skólahúsið var byggt í tveimur áföngum á árunum 1974 og 1985, en fyrirhugað var að byggja þriðja áfanga síðar og nú er loks komið að þeirri stund. Starfshópur sem vann að undirbúningi mannvirkjagerðarinnar áætlar að í náinni framtíð verði nemendur 80 - 100 talsins,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn. 7. mars 2015 07:00 Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla "Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla. 7. maí 2014 17:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Borgarstjóri og nemendur úr Klettaskóla tóku í dag fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu við skólann. Stórvirk jarðvegsvinnutæki taka við á næstu dögum og grafa fyrir 3.400 fermetra viðbyggingu og auk hennar verða gerðar breytingar á eldra húsnæði skólans. Heildarkostnaður framkvæmda er um 2,6 milljarðar króna. Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Klettaskóla, segir að framkvæmdirnar muni gjörbylta starfi skólans til batnaðar og skapa nýja möguleika. „Með nýbyggingu og endurbótum á núverandi húsnæði verða meiriháttar breytingar á aðstöðu, aðgengi og þjónustu við nemendur.“ Að loknum jarðvegsframkvæmdum í sumar taka byggingaframkvæmdir við með haustinu. Þær munu taka í heildina um tvö ár og verður að fullu lokið haustið 2018.Kennslusundlaug, íþróttahús og félagsaðstaðaÍ tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að íþróttahús, tvær kennslusundlaugar og hátíðar- og matsalur komi norðvestan við gamla skólahúsið. „Austan við það mun rísa félagsmiðstöð. Verulegar endurbætur verða gerðar á núverandi húsi og ofan á það verður bætt við hæð með aðstöðu fyrir starfsfólk. Verkgreinastofur flytjast í eina smiðju og frístundaaðstaða verður þar sem nú er íþrótta- og matsalur. Endurbætur verða gerðar á upplýsingaveri og bókasafni, gangar verða breikkaðir, anddyri stækkað og aðgengismál verða lagfærð. Í heildina verða ferlimál bætt, leiðir innan og utanhúss styttar og gerðar greiðari. Þannig verður öll kennsla á einni hæð og allri félagsaðstöðu komið fyrir á neðri hæð hússins. Leiksvæði á lóð verður endurgert og mun það henta betur nemendum skólans.Milduð ásýnd fyrir nærliggjandi byggðÁhersla hefur við útfærslur að milda ásýnd nýrra húsa gagnvart aðliggjandi byggð, en nýjar byggingar verða að hluta til felldar inn í landið og þaktar með torfi. Viðbyggingin er höfð eins langt frá lóðarmörkum og mögulegt er og íþróttasalurinn niðurgrafinn til hálfs þannig að sá hluti hans sem stendur uppúr á norðurhorni lóðar samsvarar aðeins einni hæð.Klettaskóli þjónar landinu ölluKlettaskóli, sem áður var Öskjuhlíðarskóli og Safamýrarskóli, er sérskóli á grunnskólastigi og þjónar hann landinu öllu. Gamla skólahúsið var byggt í tveimur áföngum á árunum 1974 og 1985, en fyrirhugað var að byggja þriðja áfanga síðar og nú er loks komið að þeirri stund. Starfshópur sem vann að undirbúningi mannvirkjagerðarinnar áætlar að í náinni framtíð verði nemendur 80 - 100 talsins,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn. 7. mars 2015 07:00 Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla "Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla. 7. maí 2014 17:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Krakkarnir í Klettaskóla fá sinn tennisdag Krökkunum í Klettaskóla er boðið í Tennishöllina í Kópavogi þriðjudaginn 10. mars þar sem haldið er upp á alþjóðlega tennisdaginn. 7. mars 2015 07:00
Róla fyrir hjólastóla við Klettaskóla "Það er frábært að fá leiktæki við hæfi og sem kemur til móts við þarfir barna í hjólastólum, sem annars geta ekki nýtt sér hefðbundnar rólur,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Klettaskóla. 7. maí 2014 17:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent