Innlent

Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar í fyrsta skipti í um 160 daga

Birgir Olgeirsson skrifar
"Þetta er hagur fyrir samfélagið og gleðitíðindi fyrir Íslendinga,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskipa.
"Þetta er hagur fyrir samfélagið og gleðitíðindi fyrir Íslendinga,“ segir upplýsingafulltrúi Eimskipa. vísir/óskar p. friðriksson
„Þetta eru gleðitíðindi, það er ekki hægt að segja annað og við fögnum þessu með Eyjamönnum að þessum áfanga séð náð,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskipa, en Herjólfur sigldi til Landeyjahafnar klukkan fimm í dag dag. Um 160 dagar er síðan ferjan lagði síðast upp að bryggju í Landeyjahöfn og þetta því afar þýðingarmikið Vestmannaeyinga og landsmenn alla.

„Þetta breytir öllu fyrir Vestmannaeyinga að geta farið í land á 30 mínútum í staðinn fyrir á þremur tímum,“ segir Ólafur. „Þetta er hagur fyrir samfélagið og gleðitíðindi fyrir Íslendinga að geta farið til Vestmannaeyja á svona skömmum tíma því þetta er frábær eyja og gaman að koma þarna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×