Fleiri fréttir

Óvissa um starfsemi Aflsins á Akureyri

Aflið, systursamtök Stígamóta á Akureyri, hefur ekki fengið neitt vilyrði fyrir rekstrarfé á næsta ári. Samtökin sitja ekki við sama borð og Stígamót þegar kemur að fjárlögum. „Óvíst að starfsemin verði af sama krafti,“ segir formaður Aflsins.

Bíða eftir 80 þúsund manns

Einn sjötti hefur samþykkt skuldaleiðréttinguna. Einstaklingar sem hafa misst eign sína fá leiðréttingu í formi hætti persónufrádráttar.

Eineggja tvíburasystur greindust með sjaldgæfan litningagalla

Systurnar Sonja Ósk og Þórunn Björg greindust á árinu með afar sjaldgæfan litningagalla sem hefur breytt lífi þeirra mikið. Mikið álag hefur verið á fjölskyldunni en móðir þeirra hefur þurft að dvelja langdvölum með þær á spítala fjarri hinum börnum sínum.

Sveitarfélögin bíða dauða meðeigenda sinna í EBÍ

Framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands segir ekki borga sig fyrir sveitarfélög að slíta félaginu fyrr en sveitarfélögin hafa eignast fleiri hluti fyrirtækja og einstaklinga meðal eigenda sem falla frá.

Mikið svell á Akureyri

Hláka hefur verið fyrir norðan í nótt en fyrir var mikill snjór í bænum. Þetta þýðir að svellbunkar hafa myndast og er mikil hálka á gönguleiðum.

Skilafrestur of knappur

Skilafrestur á jólagjöfum þarf að vera rýmri, segja Neytendasamtökin og margar ábendingar berast til þeirra eftir jól þar sem fólk hefur setið uppi með gjafir eða inneignarnótur runnið út.

Leggja fram kæru vegna skemmdanna

„Ég held ekki að þetta hafi verið ætlunarverk neins og ætla engum að vera svo illa þenkjandi að svo geti verið,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur.

Lögregla bregðist við

Sjö íbúar, börn og konur, voru í Kvennaathvarfinu yfir hátíðirnar vegna heimilisofbeldis. Börnin fengu gjafir frá velunnurum athvarfsins og opnuðu þær við skreytt jólatré, þá var boðið upp á hátíðarmat á aðfangadagskvöld og jóladag.

Sex hundruð keyptu kebab á aðfangadag

Yaman Brikhan eigandi kebabstaðarins, Ali Baba, í Veltusundi þurfti að hafa snör handtök á veitingastað sínum. Hann afgreiddi sex hundruð viðskiptavini á aðfangadag. Metfjöldi ferðamanna dvelur í höfuðborginni yfir jólin.

Sjá næstu 50 fréttir