Fleiri fréttir

Síminn og Nova hafa eytt gögnum

Fjarskiptafyrirtæki hafa farið vandlega yfir kerfi sín og öryggisáætlanir eftir að tölvuhakkari réðst á vefsíðu Vodafone. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að talið sé að Vodafone, og fleiri fjarskiptafyrirtæki, hafi brotið fjarskiptalög.

Búið að yfirbuga manninn

Búið er að yfirbuga manninn sem skaut af byssu við Árbæ í morgun og er búið að aflétta lokun sem var í stórum hluta hverfisins. Lögreglan tilkynnti íbúum sem höfðu verið fluttir í Árbæjarkirkju þetta nú fyrir skömmu. Ekki er vitað hvort maðurinn sé særður.

Umsátursástand í Árbæ - skotið á lögreglumenn

Umsátursástand er í Árbæjarhverfi í Reykjavík þar sem maður virðist hafa skotið af byssu. Allt tiltækt lið lögreglu er á staðnum og hefur verið opnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir íbúa á svæðinu sem hafa verið látnir yfirgefa heimili sín. Maðurinn virðist staddur í blokk í Hraunbænum. Stóru svæði í hverfinu hefur verið lokað.

Mega keyra á 130 á hraðbrautum

Ný ríkisstjórn í Noregi hefur það á stefnuskrá sinni að hækka hámarkshraðann á hraðbrautum í landinu úr 90 í 130 kílómetra á klukkustund.

Eftirlit lítið sem ekkert

Eftirlit með fyrirtækjum sem safna persónuuplýsingum almennings er lítið sem ekkert. Persónuvernd hefur ekki mannafla til að taka upp mál af eigin frumkvæði.

Forstjóri Vodafone: Fyrirtækið rúið trausti

Fyrirtækið er rúið trausti, segir forstjóri Vodafone. Hann segir mistök hafa valdið því að viðkvæm gögn um viðskiptavini Vodafone hafi verið geymd lengur en lög geri ráð fyrir.

Vodafonelekinn: Hefur djúpstæð áhrif á sálarheill fólks

"Þetta mun mögulega kom til með að hafa djúpstæðar afleiðingar á líf og líðan nokkurra einstaklinga," segir sálfræðingur um árásina á Vodafone. Þúsundir persónulegra skilaboða eru nú í dreifingu á meðal manna og getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálarheill fólks.

Ljósin tendruð á Óslóartrénu

Ljósin á Óslóartrénu á Austurvelli voru tendruð í dag. Viðburðurinn hefur um áratuga skeið markað upphaf jólahalds í borginni, og á sér fastan sess í hjörtum borgarbúa.

Vantrú vill að lögreglan biðjist afsökunar

Samtökin Vantrú sendu frá sér yfirlýsingu og fara í henni fram á opinbera afsökunarbeiðni frá lögregluembættinu vegna ummæla lögreglumanns í frétt stöðvar tvö um hatursglæp gegn mosku.

Fannst heill á húfi

Björgunarsveitir fundu eftir hádegi í dag Guðmund Másson sem saknað hafði verið af heimili sínu síðan í gærkvöldi og lögreglan lýsti eftir í morgun. Var hann staddur í nágrenni heimilis síns þegar hann fannst og reyndist heill á húfi.

Skattar og dauðinn eina sem er öruggt í veröldinni

Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp.

Lýst eftir sjötugum manni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Mássyni. Hann er fæddur árið 1942. Ekkert hefur spurst til hans síðan klukkan 22 í gærkvöldi þegar hann fór frá heimili sínu á Seltjarnarnesi.

Varað við stormi

Gert er ráð fyrir að vindur verði á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu.

Grænlendingar vilja stórt hafsvæði norðan Íslands

Ríkisstjórn Danmerkur í samstarfi við ríkisstjórn Grænlands hefur lagt fram kröfu til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um að stórt hafsvæði utan 200 mílna lögsögunnar út af norðaustur Grænlandi skuli teljast til landgrunns Grænlands.

Alvarlega slösuð eftir líkamsárás

Kona á sextugsaldri var um fmmleytið í gær flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús eftir að karlmaður á fimmtugsaldri hafði ráðist á hana. Atvikið mun hafa átt sér stað á heimili mannsins. Hann var handtekinn á staðnum.

Sjá næstu 50 fréttir