Þjóðarhagsmunir skilgreindir með mismunandi hætti í stjórn og stjórnarandstöðu Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2013 19:02 Gögn sem núverandi utanríkisráðherra taldi varða þjóðarhagsmuni að birta í nóvember í fyrra vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu, gætu skaðað hagsmuni Íslands ef þau verða birt í dag að mati ráðherra. Það er ekki nýtt að þingmenn tali með einum hætti í stjórnarandstöðu og allt öðrum þegar þeir eru komnir í stjórnarlið hvað þá ráðherrastóla. Í skriflegu svari utanríkisráðherra til Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins varðandi samningsmarkmið Íslands í viðræðum við Evrópusambandið ríkja allt önnur sjónarmið en ráðherrann hafði þegar hann var þingmaður. Vilhjálmur vildi með fyrirspurn sinni fá fram samningsmarkmið Íslands í mikilvægum málaflokkum gagnvart Evrópusambandinu, eins og landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og þau drög sem lægju fyrir í þeim efnum. Ráðherra lætur nægja að vísa til samningsmarkmiða við upphaf umsóknar árið 2009 og segir: „Þau samningsmarkmið sem þáverandi ríkisstjórn vann út frá er að finna í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsóknina.“ Hvað varðar drög að óbirtum markmiðum svarar Gunnar Bragi: „Telja verður að birting á þeim drögum að samningsafstöðu sem hér um ræðir kunni að skaða hagsmuni Íslands komi til þess að aðildarviðræður hefjist á nýjan leik." og vísar þar til upplýsingalaga, - umrædd gögn hafi hins vegar verið send utanríkismálanefnd sem sé bundin trúnaði. En um það mál sagði Gunnar Bragi í nóvember í fyrra, þá stjórnarandstæðingur og fulltrúi í utanríkismálanefnd: „Ég fer því fram á það virðurlegur forseti að forseti beiti sér fyrir því að trúnaði á þessum málum í utanríkismálanefnd á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið verði aflétt,“ Undir þetta tók núverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. „Við erum að takast á um hvort að við séum að uppfylla og standa fast á þeim kröfum sem við segjumst vera að gera og ég fer fram á það að við ræðum það fyrir opnum tjöldum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd. Og Gunnar Bragi bætti við varðandi trúnaðinn: „Vegna þess að það vita allir hvernig þessir samningar að sjálfsögðu fara fram. Það er ekki þannig að það, að það sé eitthvað í þessum samningum sem komi Evrópusambandinu á óvart þegar þangað er mætt. Það er ekki þannig. Það má líka snúa þessu við, virðurlegur forseti. Það eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar að fá að vita hvað stendur í þessari samningsafstöðu sem send er út,“ sagði Gunnar Bragi hinn 5. nóvember 2012. Utanríkisráðherra gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað í dag. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira
Gögn sem núverandi utanríkisráðherra taldi varða þjóðarhagsmuni að birta í nóvember í fyrra vegna aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu, gætu skaðað hagsmuni Íslands ef þau verða birt í dag að mati ráðherra. Það er ekki nýtt að þingmenn tali með einum hætti í stjórnarandstöðu og allt öðrum þegar þeir eru komnir í stjórnarlið hvað þá ráðherrastóla. Í skriflegu svari utanríkisráðherra til Vilhjálms Bjarnasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins varðandi samningsmarkmið Íslands í viðræðum við Evrópusambandið ríkja allt önnur sjónarmið en ráðherrann hafði þegar hann var þingmaður. Vilhjálmur vildi með fyrirspurn sinni fá fram samningsmarkmið Íslands í mikilvægum málaflokkum gagnvart Evrópusambandinu, eins og landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum og þau drög sem lægju fyrir í þeim efnum. Ráðherra lætur nægja að vísa til samningsmarkmiða við upphaf umsóknar árið 2009 og segir: „Þau samningsmarkmið sem þáverandi ríkisstjórn vann út frá er að finna í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um aðildarumsóknina.“ Hvað varðar drög að óbirtum markmiðum svarar Gunnar Bragi: „Telja verður að birting á þeim drögum að samningsafstöðu sem hér um ræðir kunni að skaða hagsmuni Íslands komi til þess að aðildarviðræður hefjist á nýjan leik." og vísar þar til upplýsingalaga, - umrædd gögn hafi hins vegar verið send utanríkismálanefnd sem sé bundin trúnaði. En um það mál sagði Gunnar Bragi í nóvember í fyrra, þá stjórnarandstæðingur og fulltrúi í utanríkismálanefnd: „Ég fer því fram á það virðurlegur forseti að forseti beiti sér fyrir því að trúnaði á þessum málum í utanríkismálanefnd á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið verði aflétt,“ Undir þetta tók núverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. „Við erum að takast á um hvort að við séum að uppfylla og standa fast á þeim kröfum sem við segjumst vera að gera og ég fer fram á það að við ræðum það fyrir opnum tjöldum,“ sagði Ragnheiður Elín Árnadóttir, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd. Og Gunnar Bragi bætti við varðandi trúnaðinn: „Vegna þess að það vita allir hvernig þessir samningar að sjálfsögðu fara fram. Það er ekki þannig að það, að það sé eitthvað í þessum samningum sem komi Evrópusambandinu á óvart þegar þangað er mætt. Það er ekki þannig. Það má líka snúa þessu við, virðurlegur forseti. Það eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar að fá að vita hvað stendur í þessari samningsafstöðu sem send er út,“ sagði Gunnar Bragi hinn 5. nóvember 2012. Utanríkisráðherra gaf ekki kost á viðtali þegar eftir því var leitað í dag.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Fleiri fréttir Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Sjá meira