Innlent

Drekkti barni sínu af því það truflaði ástarlífið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Atvikið hefur valdið mikilli reiði og mótmælendur mótmæla barnaníði í Frakklandi í kjölfar þess.
Atvikið hefur valdið mikilli reiði og mótmælendur mótmæla barnaníði í Frakklandi í kjölfar þess. Mynd/AFP/Getty Images
Frönsk kona sem varð barni sínu að bana með því að drekkja því í sjónum á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Daily Mail segir frá þessu.

Atvikið náðist á myndband og átti sér stað þann 19. nóvember síðastliðinn, en dóttir konunnar var 15 mánaða gömul, var í kerru og ýtti hún kerrunni út í sjóinn með þeim afleiðingum að stúlkan drukknaði.

Konan mun hafa gripið til þessa ráðs þar sem barnið truflaði ástarlíf hennar.

Stúlkan fannst daginn eftir, föst í kerrunni, en það var sjómaður sem fann hana.

Móðirin fannst með notkun DNA prófs nokkrum dögum síðar. Hún er 36 ára gömul og býr með 63 ára gömlum manni í París.

Atvikið hefur valdið mikilli reiði og hafa mótmælendur mætt fyrir utan dómshús í Frakklandi til að mótmæla barnaníði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×