Innlent

Varað við stormi

Veðurstofan varar við stormi á norðvestanverðu landinu frá því fyrir hádegi og fram undir kvöld.

Gert er ráð fyrir að vindur verði á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu.Veðurhorfur á landinu til klukkan 18 á morgun eru eftirfarandi:Vaxandi sunnan-og síðar suðvestanátt, 10-18 metrar á sekúndu með morgninum, 15-23 á Norðvestanverðu landinu.

Rigning eða súld, einkum á Suður-og Vesturlandi. Heldur hægari í kvöld. Suðvestan og vestan 8-15 á morgun og él, en léttir til á austan til á landinu.

Hiti 3 til 9 stig í dag, en kólnandi veður í kvöld og á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×