Innlent

Ungur maður fannst látinn í Þingholtunum

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Rúmlega tvítugur maður fannst látinn á steyptu plani í Þingholtunum aðfararnótt sunnudags. Mbl greinir frá þessu.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglunni, segir að maðurinn hafi fallið af þaki þriggja hæða byggingar. Hann mun hafa verið einn á ferð.

Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan fjögur og fimm að morgni sunnudagins en engir sjónarvottar voru að slysinu svo vitað sé.

Ekki leikur grunur á að um saknæmt athæfi hafi verið að ræða heldur er talið að maðurinn hafi látist af slysförum.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×