Innlent

Ljósin tendruð á Óslóartrénu

Óslóartréð er ávallt glæsilegt.
Óslóartréð er ávallt glæsilegt. mynd/Vilhelm
Ljósin á Óslóartrénu á Austurvelli voru tendruð klukkan 16 í dag. Viðburðurinn hefur um áratuga skeið markað upphaf jólahalds í borginni, og á sér fastan sess í hjörtum borgarbúa.

Kynnir var Gerður G. Bjarklind. Sigríður Thorlacius og Ragnhildur Gísladóttir sungu fyrir gesti ásamt einvala liði tónlistarmanna.

Fyrir hönd Reykvíkinga veitti Jón Gnarr grenitrénu viðtöku úr hendi Dag Wernø Holter sendiherra Noregs og Rinu Marin Hansen, borgarfulltrúa Verkamannaflokksins í Ósló. Að loknu þakkarávarpi trendaði hinn sjö ára gamli norsk-íslenski Ólafur Gunnar Steen Bjarnason ljósin á trénu.

Aðrir góðir gestir birtust einnig á sviðinu við Austurvöll. Í fyrsta sinn frumflutti einn af sigurvegurum stóru upplestrarkeppni grunnskóla Reykjavíkur kvæði um Gluggagægi. Það var Stefanía Ragnarsdóttir nemandi í Langholtsskóla og sigurvegari í Laugardal, Háaleiti og Bústaðarhverfi sem flutti stúfhenduna að þessu sinni. 

Jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, Gluggagæir, er eina jólaskrautið sem prýðir tréð í ár. Nánar um hann hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×