Fleiri fréttir

Viðbrögð formannanna: Katrín bjartsýn - Sigmundur ánægður

"Ég sé það, í ljósi reynslunnar, að þetta er misskipt á milli kjördæma. En það er mjög ánægjulegt að sjá þessar tölur,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins en flokkurinn hefur bætt verulega við sig fylgi nú þegar og eru meðal annars með fjóra nýja þingmenn í Suðurkjördæmi. Alls eru þeir með tólf þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á landsvísu

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn á Alþingi miðað við tölurnar eins og þær líta út núna klukkan korter í ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn og Framsóknarflokkurinn 17. Samfylkingin fengi 10 og VG 9. Björt Framtið og Píratar fengu báðir menn kjörna inn á þing, en Björt Framtíð fengi 5 menn en sá síðarnefndi fengi 4.

Ögmundur heldur sæti sínu

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra nær kjöri inn á Alþingi, samkvæmt fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi. VG nær tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu, Píratar ná einum manni inn á þing og einnig Björt Framtíð. Framsóknarflokkurinn nær þremur mönnum inn í kjördæminu, Samfylkingin tapar tveimur mönnum af þingi en Sjálfstæðismenn eru stærsti flokkurinn í kjördæminu með fjóra menn kjörna.

Björgvin dottin út samkvæmt fyrstu tölum

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, er dottinn af þingi miðað við fyrstu tölur í Suðurkjördæmi. Samfylkingin nær einum manni inn í kjördæminu, Sjálfstæðisflokkurinn fjórum og Framsóknarflokkurinn fimm. Af þeim Framsóknarmönnum sem ná kjöri samkvæmt þessum tölum er Sigurður Ingi Jóhannsson sá eini sem áður hefur setið á þingi.

Kosningavökur víða - sendið okkur myndir

Það verða kosningavökur haldnar víða í kvöld. Í Reykjavík verða flestir flokkanna með kosningavökur og má búast við misgóðri stemmningu eftir fyrstu tölur, en það er ljóst að það verður mikil spenna á öllum vígstöðvum.

Níu ára stelpa skorin á háls í Hafnarfirði

Níu ára stelpa í Hafnarfirði var skorin á háls í dag. Árásarmaðurinn var ungur maður sem mun vera andlega veikur. Árásarmaðurinn og stúlkan þekkjast ekki. Atburðurinn varð nærri Sundhöllinni í Hafnarfirði. Stúlkan mun hafa verið flutt á slysadeild en er ekki í lífshættu.

Stuð á Twitter í kvöld

Það má búast við mikilli stemmingu um allt land í kvöld enda kosninganótt framundan og kosningavökur haldnar víða. Vísir verður að sjálfsögðu með puttann á púlsinum, með nýjustu tölur, viðbrögð frá frambjóðendum og þar fram eftir götunum.

Erfitt að skýra dræma kjörsókn

Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að skýra hvað valdi því að kjörsókn sé minni nú en í kosningunum árið 2009. Engin skýring blasi við. "Það hafa eitthvað borist fréttir af því að það sé meira af utankjörfundaratkvæðum heldur en síðast. En ég veit ekki hvort það er að vega þetta eitthvað upp," segir Grétar.

Kýs í fyrsta sinn í dag

Alma Ágústsdóttir kýs í dag í fyrsta sinn enda varð hún átján ára í gær. Hún hefur tekið sér góðan tíma til þess að velja hvað hún ætlar að kjósa og meðal annars heimsótt kosningaskrifstofur flestra flokka.

Ólöglegt að birta mynd af atkvæðaseðlinum sínum á Facebook

Þótt kjörsókn sé með dræmara móti er víst að þeir sem taka þátt í kosningunum hafa margir hverjir mikinn áhuga á atburðarrás dagsins og jafnvel að deila skoðunum sínum með öðrum. Þannig veit Vísir af minnst þremur tilvikum þar sem kjósendur hafa tekið mynd af atkvæðaseðlinum sínum inni í kjörklefa og birt á Facebook. Slík hegðun stríðir reyndar gegn 85. grein laga um kosningar til Alþingis.

"Far í friði bróðir"

Júlíus Agnarsson er látinn, sextugur að aldri. Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon kallar hann frumkvöðul í hljóðsetningu og hljóðblöndun. "Heiðursborgari í Miðbænum án þess að hafa fengið opinbera tilnefningu," segir Egill Helgason.

Hitað upp fyrir Kosningapartí

"Við fylgjumst að sjálfsögðu með nýjustu tölum um leið og þær berast, en fókusinn verður á stuðið,“ segir Logi Bergmann, umsjónarmaður Kosningapartís Stöðvar 2 sem hefst í opinni dagskrá klukkan 21 í kvöld.

Eve Online sprengdi utan af sér Hörpuna

Aðdáendahátíð tölvuleiksins Eve Online sem íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP heldur úti fer fram í Hörpu í níunda sinn um helgina. Gestir á hátíðinni eru hátt í 2.000 og áhuginn á henni svo mikill að Harpa dugir ekki til að rýma alla.

Gæslan berskjölduð eftir bilun í TF-GNÁ

Landhelgisgæslan hefur á næstunni aðeins eina björgunarþyrlu af þremur til afnota. Lenda þurfti TF-GNÁ tafarlaust eftir bilun á fimmtudag. Yfirmaður LSH segir ástandið alvarlegt enda treysti landsmenn allir mjög á þyrlurnar í neyð.

Hundleiðinlegt kosningaveður víðast hvar á morgun

Hún er hundleiðinleg kosningaspáin á morgun - það er að segja þessi um veðrið, en spáð er rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu þegar Íslendingar fara á kjörstaði til þess að nýta lýðræðislegan rétt sinn á morgun.

Framsóknarmenn jákvæðari á Facebook

Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum.

Fleiri hundruð manns kvöddu Jóhönnu

Fleiri hundruð manns komu saman fyrir utan stjórnaráðshúsið við Lækjargötu síðdegis í dag til þess að þakka Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrir vel unnin störf. Síðasta dagur hennar sem þingmaður og ráðherra er í dag.

Danir tilbúnir að hjálpa

Danska herskipið Triton kom til hafnar í Reykjavík í morgun. Fulltrúar Landhelgisgæslunnar fóru um borð til viðræðna við skipherra skipsins til að athuga hver staðan væri með Lynx þyrlu sem er um borð og flogið er af flugmönnum danska flughersins.

Heitum potti stolið

Heitum potti, sem var staðsettur við sumarbústað, var stolið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrradag.

Enginn opnaði sjúkraskrá án erindis

Eftirlitsnefnd með notkun rafrænnar sjúkraskrár hefur skilað ársskýrslu 2012 til framkvæmdastjóra lækninga, en nefndin starfar samkvæmt erindisbréfi frá árinu 2010.

Markús Máni mætti ekki í dóminn

Markús Máni Michaelsson, sem ákærður er ásamt þremur öðrum fyrir umsvifamikil ólögleg gjaldeyrisviðskipti á árinu 2009, mætti ekki fyrir dóm við þingfestingu málsins í dag. Karl Axelsson verjandi hans mætti ekki heldur. Markús Máni er staddur í Bandaríkjunum.

Átti að hafa verið með apa til sölu

Íbúa í Reykjanesbæ brá heldur en ekki í brún í vikunni þegar hann fékk símtal þar sem hringjandi var að grennslast fyrir um órangútanapa, sem íbúinn átti að hafa auglýst á netinu.

Sjá næstu 50 fréttir