Innlent

Hreggviður Jónsson látinn

Hreggviður lést á sjúkrahúsi í Flórída á sumardaginn fyrsta.
Hreggviður lést á sjúkrahúsi í Flórída á sumardaginn fyrsta.
Hreggviður Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, lést á sjúkrahúsi í Flórída í Bandaríkjunum á sumardaginn fyrsta. Hann var 69 ára.

Hreggviður fæddist í Reykjavík 26. desember 1943 og foreldrar hans voru Jón Guðjónsson vélstjóri og Kristín Pálsdóttir húsmóðir.

Hreggviður sat á Alþingi fyrir Borgaraflokkinn á árunum 1987 til 1991, starfaði sem heildsali til ársins 2008 og sat í stjórnum ýmissa samtaka, þar á meðal Körfuknattleikssambands Íslands 1970-1972, Skíðasambands Íslands 1977-1988 og Áfengisvarnarnefd Reykjavíkur 1970-1986.

Hreggviður var ógiftur og barnlaus.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×