Innlent

Átti að hafa verið með apa til sölu

Íbúa í Reykjanesbæ brá heldur en ekki í brún í vikunni þegar hann fékk símtal þar sem hringjandi var að grennslast fyrir um órangútanapa, sem íbúinn átti að hafa auglýst á netinu.

Maðurinn leitaði auglýsinguna uppi og sá þá að hann hafði einnig verið látinn auglýsa Lazy-boy stóla. Upp var gefið nafn hans og símanúmer.

Hann hefur nú kært málið til lögreglunnar á Suðurnesjum, sem rannsakar málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×