Innlent

Markús Máni mætti ekki í dóminn

Úr Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Úr Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Markús Máni Michaelsson, sem ákærður er ásamt þremur öðrum fyrir umsvifamikil ólögleg gjaldeyrisviðskipti á árinu 2009, mætti ekki fyrir dóm við þingfestingu málsins í dag. Karl Axelsson verjandi hans mætti ekki heldur. Markús Máni er staddur í Bandaríkjunum.

Hinir þrír sakborningarnir, Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson og Ólafur Sigmundsson mættu hins vegar. Þeir lýstu allir yfir sakleysi sínu við þingfestinguna. Í þingfestingunni var deilt um hvort ákæruvaldið mætti leiða fyrir dóminn ákveðið vitni. Þá var ræddur ágreiningur um framlagningu gagna.

Mennirnir fjórir eru ákærðir fyrir að hafa átt viðskipti með gjaldeyri fyrir um fjórtán milljarða króna á átta mánaða tímabili á árinu 2009. Fjórmenningarnir eru sakaðir um að hafa brotið gegn lögum um gjaldeyrisviðskipti sem sett voru haustið 2008 þegar gengi krónunnar hríðféll. Heildarávinningur ákærðu af viðskiptunum mun hafa numið að minnsta kosti 656 milljónum króna og mun hver sakborningur hafa átt að fá 164 milljónir króna í sinn hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×