Nýjasta æðið: Fólk hreyfir sig utandyra eins og börn Karen Kjartansdóttir skrifar 8. nóvember 2012 21:05 Pétur Halldórsson, líffræðingur og stofnandi Náttúruhreyfingar. Mynd/natturuhreyfing.is Nýjasta æðið í heimi líkamsræktarinnar byggir á því að fólk hreyfi sig utandyra eins og börn. Hópurinn sem stundar þessa nýjung segir þetta það svalasta sem líkamsræktarheimurinn bjóði upp á um þessar mundir. Líffræðingurinn Pétur Halldórsson telur manninum eðlilegast og hollast að stunda líkamsrækt undir berum himni í öllum veðrum og ekki bara einhverja hreyfingu heldur eigi hún að nýtast manninum, auka frelsi hans og náttúrulega færni. „Ég kynntist þessu eiginlega fyrir tilviljun þegar ég var að leita mér að hreyfingu. Mér fannst ég vera orðinn svolítið óheilbrigður og fannst sem ég þyrfti að koma mér í form þótt ég vissi ekkert hvað það þýddi. Eftir að hafa prófað alls konar hluti þá rakst ég á svokallað Movnat en það eru samtök út í heimi sem þjálfa þessar hreyfingar. Þetta snýst ekki um að þjálfa til að ná fram einhverju ákveðnu útliti heldur líkamlega getu. Við viljum geta gert þessar náttúrulegu hreyfingar, það er að ganga, hlaupa, hoppa, klifra, skríða, synda, kafa, lyfta, bera, kasta, grípa og sjálfsvörn," segir Pétur Halldórsson, líffræðingur og stofnandi Náttúruhreyfingar. Hreyfingarnar nýtast vel í daglegu lífi. Í myndbandinu má sjá hvernig hægt er að lyfta og bera manneskju án þess að þunginn reyni mikið á burðarmennina. En slíkt er mjög gagnlegt að kunna, til dæmis ef koma þarf slösuðum ferðafélaga til byggða. Auk þess sem má sjá Pétur rífa upp stein og skella á öxlina með æfðum hreyfingum. Fréttmaður reyndi fyrir sér, í fyrstu tókst honum ekki að bifa steininum en eftir að hafa fengið leiðbeiningar um rétta stöðu hjá þjálfanum gekk þetta. „Þetta er ekki bara það að gera allar þessar hreyfingar heldur er ég að kenna fólki að gera þær betur, maður þarf að vera öruggur í hreyfingunni og leggja ekki of mikið álag á líkamann. Þetta snýst þannig um að gera allt það sem við getum fyrir og vera góð í því." Pétur segir ólíkt meira frelsi felast í þessum æfingum heldur en þeim sem byggja á endurteknum lyftum á líkamsræktarstöðvum. Nú stundi um 50 manns þessar æfingar hér á landi en vinsældir þeirra aukist mjög út í heimi. Pétur segir hreyfinguna er orðna stóra í heiminum og höfði jafnt til Kínverja sem Bandaríkjanna. Nánar má kynna sér málið á síðunni nátturuhreyfing.is auk þess sem grein um málið er einnig að finna á síðunni bleikt.is. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Nýjasta æðið í heimi líkamsræktarinnar byggir á því að fólk hreyfi sig utandyra eins og börn. Hópurinn sem stundar þessa nýjung segir þetta það svalasta sem líkamsræktarheimurinn bjóði upp á um þessar mundir. Líffræðingurinn Pétur Halldórsson telur manninum eðlilegast og hollast að stunda líkamsrækt undir berum himni í öllum veðrum og ekki bara einhverja hreyfingu heldur eigi hún að nýtast manninum, auka frelsi hans og náttúrulega færni. „Ég kynntist þessu eiginlega fyrir tilviljun þegar ég var að leita mér að hreyfingu. Mér fannst ég vera orðinn svolítið óheilbrigður og fannst sem ég þyrfti að koma mér í form þótt ég vissi ekkert hvað það þýddi. Eftir að hafa prófað alls konar hluti þá rakst ég á svokallað Movnat en það eru samtök út í heimi sem þjálfa þessar hreyfingar. Þetta snýst ekki um að þjálfa til að ná fram einhverju ákveðnu útliti heldur líkamlega getu. Við viljum geta gert þessar náttúrulegu hreyfingar, það er að ganga, hlaupa, hoppa, klifra, skríða, synda, kafa, lyfta, bera, kasta, grípa og sjálfsvörn," segir Pétur Halldórsson, líffræðingur og stofnandi Náttúruhreyfingar. Hreyfingarnar nýtast vel í daglegu lífi. Í myndbandinu má sjá hvernig hægt er að lyfta og bera manneskju án þess að þunginn reyni mikið á burðarmennina. En slíkt er mjög gagnlegt að kunna, til dæmis ef koma þarf slösuðum ferðafélaga til byggða. Auk þess sem má sjá Pétur rífa upp stein og skella á öxlina með æfðum hreyfingum. Fréttmaður reyndi fyrir sér, í fyrstu tókst honum ekki að bifa steininum en eftir að hafa fengið leiðbeiningar um rétta stöðu hjá þjálfanum gekk þetta. „Þetta er ekki bara það að gera allar þessar hreyfingar heldur er ég að kenna fólki að gera þær betur, maður þarf að vera öruggur í hreyfingunni og leggja ekki of mikið álag á líkamann. Þetta snýst þannig um að gera allt það sem við getum fyrir og vera góð í því." Pétur segir ólíkt meira frelsi felast í þessum æfingum heldur en þeim sem byggja á endurteknum lyftum á líkamsræktarstöðvum. Nú stundi um 50 manns þessar æfingar hér á landi en vinsældir þeirra aukist mjög út í heimi. Pétur segir hreyfinguna er orðna stóra í heiminum og höfði jafnt til Kínverja sem Bandaríkjanna. Nánar má kynna sér málið á síðunni nátturuhreyfing.is auk þess sem grein um málið er einnig að finna á síðunni bleikt.is.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira