Sérstakur starfshópur til að meta stöðu Eirar Höskuldur Kári Schram skrifar 9. nóvember 2012 12:12 Björn Valur Gíslason. Skipaður verður sérstakur starfshópur til að leggja mat á fjárhagsstöðu Eirar og tryggja áframhaldandi þjónustu og búseturétt íbúa. Þetta var niðurstaða fundar fjárlaganefndar Alþingis með framkvæmdastjóra félagsins í morgun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði af sér sem stjórnarformaður Eirar í gær. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum velferðarráðuneytis, sveitarfélaga og íbúa. Þá mun formaður fjárlagaganefndar, Björn Valur Gíslason, einnig eiga sæti í hópnum. Hópnum er meðal annars ætlað að leggja mat á fjárhagsstöðu Eirar og fylgjast með samningaviðræðum félagsins við kröfuhafa. Björn Valur segir að einhugur sé um það innan fjárlaganefndar að tryggja farsæla lausn fyrir íbúa. „Þingmenn allir munu sjá til þess að þeir íbúa sem þarna búa í íbúðum, sem þeir hafa fjárfest í, að þeir munu fá að gera það áfram, það verður algerlega gulltryggt og sömuleiðis þjónusta sem eir er að veita eldri borgurum hún verða þarna til staðar. þetta er það sem við munum gera og standa vörð um. og það mun enginn finna fyrir því þar þó að fjárhagsstaðan sé slæm," segir Björn Valur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði af sér í gær sem stjórnarformaður Eirar en því hefur meðal annars verið haldið fram að hann hafi leynt alvarlegri fjárhagsstöðu félagsins fyrir stjórninni meðan hann var framkvæmdastjóri. Vilhjálmur hefur alfarið neitað því en í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir Vilhjálmur að þetta hafi verið persónuleg ákvörðun og að nú sé brýnt að byggja upp traust á ný gagnvart lánadrottnum og skjólstæðingum. Stjórn félagsins eigi að bera ábyrgð á stöðu mála og að hann telji sig vera að axla þá ábyrgð með ákvörðun sinni. Björn Valur telur að ákvörðun Vilhjálms sé til þess fallinn að skapa vinnufrið. „Það mun allavega ekki beina sjónum að því allavega verða til þess að við öll og allir málsaðilar munu reyna að beina fókusinum að lausnum og horfa til framtíðar hvað það varðar. ég held að það sé alltaf gott þegar menn stíga til hliðar og mynda rými fyrir aðra til að vinna," segir hann. Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Skipaður verður sérstakur starfshópur til að leggja mat á fjárhagsstöðu Eirar og tryggja áframhaldandi þjónustu og búseturétt íbúa. Þetta var niðurstaða fundar fjárlaganefndar Alþingis með framkvæmdastjóra félagsins í morgun. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði af sér sem stjórnarformaður Eirar í gær. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum velferðarráðuneytis, sveitarfélaga og íbúa. Þá mun formaður fjárlagaganefndar, Björn Valur Gíslason, einnig eiga sæti í hópnum. Hópnum er meðal annars ætlað að leggja mat á fjárhagsstöðu Eirar og fylgjast með samningaviðræðum félagsins við kröfuhafa. Björn Valur segir að einhugur sé um það innan fjárlaganefndar að tryggja farsæla lausn fyrir íbúa. „Þingmenn allir munu sjá til þess að þeir íbúa sem þarna búa í íbúðum, sem þeir hafa fjárfest í, að þeir munu fá að gera það áfram, það verður algerlega gulltryggt og sömuleiðis þjónusta sem eir er að veita eldri borgurum hún verða þarna til staðar. þetta er það sem við munum gera og standa vörð um. og það mun enginn finna fyrir því þar þó að fjárhagsstaðan sé slæm," segir Björn Valur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði af sér í gær sem stjórnarformaður Eirar en því hefur meðal annars verið haldið fram að hann hafi leynt alvarlegri fjárhagsstöðu félagsins fyrir stjórninni meðan hann var framkvæmdastjóri. Vilhjálmur hefur alfarið neitað því en í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær segir Vilhjálmur að þetta hafi verið persónuleg ákvörðun og að nú sé brýnt að byggja upp traust á ný gagnvart lánadrottnum og skjólstæðingum. Stjórn félagsins eigi að bera ábyrgð á stöðu mála og að hann telji sig vera að axla þá ábyrgð með ákvörðun sinni. Björn Valur telur að ákvörðun Vilhjálms sé til þess fallinn að skapa vinnufrið. „Það mun allavega ekki beina sjónum að því allavega verða til þess að við öll og allir málsaðilar munu reyna að beina fókusinum að lausnum og horfa til framtíðar hvað það varðar. ég held að það sé alltaf gott þegar menn stíga til hliðar og mynda rými fyrir aðra til að vinna," segir hann.
Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira