Fleiri fréttir

Breið sátt nauðsynleg eigi áætlun að halda

Engin forsenda er fyrir því að sátt náist um rammaáætlun um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma ef ekki verður farið eftir faglegri niðurstöðu verkefnisstjórnar, segir Gústaf Adolf Skúlason, aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Gústaf segir nauðsynlegt að ná breiðri sátt um rammaáætlunina eigi hún að vera stefnumótun til lengri tíma frekar en áætlun núverandi ríkisstjórnar.

"Norska bakaríið“ má verða gistihús

Byggingafulltrúi hefur heimilað að notkun íbúðarhússins í Fischersundi 3 verði breytt þannig að þar verði gistihús. Um er að ræða timburbyggingu sem reist var árið 1876 og nefnt er norska bakaríið. Að því er segir í umsögn skipulagsstjóra er norska bakaríið á verndarsvæði eins og allt Grjótaþorpið. Vegna aldurs síns sé Fischersund 3 háð þjóðminjalögum um allar breytingar og við þær þurfi að sýna sérstaka aðgát.

Svartur á leik: Glæpirnir á bak við söguna

Óupplýst bankarán, umfangsmikil tryggingasvik og eitt stærsta fíkniefnamál Íslandssögunnar er á meðal þess sem byggt er á í kvikmyndinni Svartur á leik. Andri Ólafsson dustar rykið af gömlum sakamálum sem urðu innblástur fyrir þessa vinsælustu kvikmynd landsins um þessar mundir. Þeir sem eiga eftir að sjá myndina ættu kannski að hætta að lesa núna.

Veiðimanni í sjálfheldu bjargað

Uppúr átta í kvöld var björgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Hafnarfirði kölluð út vegna manns sem var í sjálfheldu á brimgarði við Norðurgarð í Hafnarfjarðarhöfn.

Stjórnlagaráð klárar störf sín í kvöld

Stjórnlagaráðsfulltrúar hafa fundað stíft síðustu fjóra daga til að fara yfir ábendingar Alþingis. Ráðið skilar af sér í kvöld og nú er boltinn aftur hjá þinginu, segir Eiríkur Bergmann fulltrúi í stjórnlagaráði.

Kristrún Heimisdóttir: Þurfum þjóðaröryggisráð

Ísland þarf að koma á fót þjóðaröryggisráði svo stórfelldir þjóðarhagsmunir séu ekki leiddir til lykta í skítkasti dægurpólitíkur. Þetta segir lektor í lögfræði sem starfaði innan stjórnsýslunnar í kringum hrunið. Hún telur það alvarlegan galla á íslensku stjórnkerfi hvernig upplýsingum hefur verið haldið frá fólki sem þurfi á þeim að halda.

Flogið til Egilsstaða

Flugi til Akureyrar og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag. Flug til Egilsstaða er enn á áætlun. Ekki verður flogið til Ísafjarðar og Akureyrar fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið.

Bílvelta í Fagradal

Ökumaður jeppabifreiðar var fluttur á fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað eftir að bifreið hans valt í Fagradal á Austurlandi á milli klukkan tvö og þrjú í dag.

Flugi til Ísafjarðar frestað - önnur flug í athugun

Flug til Akureyrar og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en flug til Egilsstaða verður endurskoðað rúmlega fjögur í dag. Ekki verður flogið til Ísafjarðar og Akureyrar fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið.

Þak fauk af frystihúsi

Björgunarsveitir voru kallaðar út núna eftir hádegi vegna þess að þak fauk af frystihúsi á Borgarfirði eystra. Það er fyrsta og eina útkallið sem björgunarsveitir á landinu hafa þurft að sinna síðan óveðrið skall á.

Ríkir Rússar skoða jarðir á Suðurlandi

Íbúum Reykholts í Biskupstungum brá heldur betur í brún í vikunni þegar þar lenti þyrla á planinu við Bjarnarbúð. Ekki varð undrunin minni þegar í ljós kom á þarna voru á ferð rússneskir í auðmenn í leit að landi til að kaupa.

Ólíðandi að upplýsingagjöf einkarekinna læknastofa sé óskýr

Velferðarráðherra segir ólíðandi að ekki sé skýrt hvaða upplýsingar einkareknar læknastofur gefi heilbrigðisyfirvöldum. Í framhaldi af þeim álitaefnum sem upp komu í tengslum við PIP-sílíkonpúðana, hefur ráðherra skipað starfshóp til að fara yfir einkarekstur í heilbrigðisgeiranum.

Rautt táknar vindhviður yfir 20 metrum á sekúndu

Miklar vindhviður eru víðast hvar á landinu eins og sést á meðfylgjandi Vegsjá, sem finna má á vef Vegagerðarinnar. Rauði liturinn táknar sem sagt þá staði þar sem vindhviðurnar fara yfir 20 metra á sekúndu. Guli liturinn táknar hviður á bilinu 15-19 metrar á sekúndu.

Tvær farþegaþotur lentu með veika farþega sama daginn

Tvær farþegaþotur í millilandaflugi þurftu að lenda á Keflavíkurflugvelli í gærdag og í gærkvöldi vegna veikinda farþega. Önnur flugvélin var frá þýsku flugfélagi en hin frá bresku. Sú breska þurfti að lenda hér á landi um klukkan níu í gærkvöldi og gekk vel þrátt fyrir vont veður.

Enn þungt haldin

Líðan framkvæmdastjóra Lagastoðar, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás fyrir tæpri viku, er enn óbreytt. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Brutust inn í sundlaug og skildu eftir sig skítuga sokka

Um síðustu helgi var brotist inn í sundlaugina í Ólafsvík, innbrotsþjófarnir höfðu ekki mikil verðmæti upp úr krafsinu en þó var einhverjum peningum og varningi stolið samkvæmt heimasíðu Snæfellsbæjar.

Kosning hafin í biskupskjöri

Biskupskjör í er fullum gangi, kjörgögn voru send til kjósenda fyrir viku og frestur til að skila inn atkvæðum rennur út þann nítjánda mars.

Einn stunginn í lærið annar í andlitið

Maður var stunginn í lærið með hníf í Tryggvagötu í Reykjavík um hálfþrjúleytið í nótt og var hann fluttur á slysadeild. Skömmu síðar stöðvaði lögregla bíl í Lækjargötu og tók eftir því að einn farþeganna var með stungusár í andliti.

Rafmagnstruflanir í Dalabyggð

Rafmagn fór af Saurbæjalínu í Dalabyggð um kl. 07:15, en truflanir hafa verið á línunni frá því snemma í morgun.

Sparkað til góðs

Fræknar og frægar konur eltu bolta og sýndu lítt meistaralega takta á KR vellinum í dag en þar tókust á FC Ógn og hið svokallaða "celeb" lið íslenskra kvenna. Raunar var allt gert í góðgjörðarskyni og til að minna fólk á að lifa lífinu lifandi.

Halldór teiknar Landsdóm

Fyrsta vika réttarhaldanna fyrir Landsdómi hefur runnið sitt skeið. Ólíkt því sem sumir höfðu vonað er þetta engin skemmtidagskrá - í sem stystu máli má segja að þarna hópist miðaldra fólk og ræði efnahagsmál klukkustundum saman. Þetta á heldur ekki að vera skemmtilegt. Það er jú verið að sækja mann til saka.

Búnir að bjarga tugum ökumanna - stormur í kvöld

Björgunarsveitir á landinu eru þegar byrjaðar að bjarga ökumönnum í vanda en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg hafa björgunarsveitir víða um land bjargað tugum ökumanna síðastliðinn sólarhring. Meðal annars þurfti að bjarga fimm ökumönnum á Mosfellsheiðinni.

Rúmur þriðjungur hefur íhugað sjálfsvíg

45 einstaklingar sem leituðu til Stígamóta í fyrra höfðu gert tilraunir til sjálfsvígs og rúmur þriðjungur hafði íhugað það. Flestir upplifa skömm og sektarkennd því ábyrgðin er ekki lögð á ofbeldismenn, segir talskona samtakanna.

Þjórsá klýfur Samfylkingu

Leggja átti lokaútgáfu rammaáætlunar fyrir ríkisstjórnina í gær en hætt var við á síðustu stundu. Spurningin hvort setja eigi neðri hluta Þjórsár í biðflokk klýfur Samfylkingu. Málið er á borði iðnaðarráðherra.

Dugar fyrir einni mjólkurúthlutun

Fjölskylduhjálp Íslands safnaði um 280 þúsund krónum með sölu á fatnaði í Kolaportinu um síðustu helgi. Þessi upphæð dugir þó einungis fyrir einni mjólkurúthlutun í Reykjavík og Reykjanesbæ, að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur, formanns Fjölskylduhjálparinnar.

Segir að það komi ekki til greina að búa áfram við krónuna

Jóhanna Sigurðardóttir sagði á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun að ekki komi til greina að búa við krónuna áfram. Þá sagði hún jafnframt að rammaáætlun verði afgreidd úr ríkisstjórninni á allra næstu dögum. Til stóð að lokaútgáfa hennar yrði lögð fyrir ríkisstjórnina í gær, en hætt var við á síðustu stundu.

Framkvæmdastjóri Lagastoðar enn í lífshættu

Líðan framkvæmdastjóra Lagastoðar, sem slasaðist lífshættulega í hnífaárás á mánudaginn, er enn óbreytt. Samkvæmt vakthafandi lækni á gjörgæsludeild er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Aðstoða Norðmenn vegna hættuástands

Norskir sveitarstjórnarmenn horfa til reynslu Íslendinga af viðbúnaðar- og rýmingaráætlunum. Í kjölfar nýrrar skýrslu norskra jarðfræðinga hefur vaknað á ný umræða í landinu um hættuástand sem skapast getur vegna bergskriðs. Bæði er horft til hættunnar af skriðum yfir byggð og flóðbylgjum sem myndast geta þegar gríðarmagn af bergstáli hrynur ofan í þröngan fjörð.

Tónleikum í Draugasetrinu frestað

Tónleikar sem áttu að fara fram á Draugasetrinu á Stokkseyri í dag er frestað vegna slæmrar veðurspár. Þess má þó geta að Draugasetrið verður engu að síður opið þrátt fyrir blikur á lofti.

Samfylkingin samþykkir siðareglur

Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti siðareglur flokksins á flokkstjórnarfundi flokksins sem stendur nú yfir í Brauðgerðinni í Reykjavík.

Hvetja til flokkun sorps í Mosfellsbæ

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hvetur íbúa bæjarins til að auka flokkun sorps. Í byrjun júní verður endurvinnslutunnum fyrir pappírsúrgang dreift til allra íbúa bæjarins.

Meiri undirliggjandi áhætta hér á landi

Viðbragðshópur Seðlabankans taldi mun meiri undirliggjandi kerfislega áhættu í bankakerfinu vegna samþjöppunar á eignarhaldi hér á landi en í Svíþjóð. Þetta kom fram í vitnisburði Sylvíu Kristínar Ólafsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni viðbúnaðardeildar hjá Seðlabankanum, í Landsdómi í gær.

Forseti Landsdóms krafði Össur um nöfn

Báðir bankastjórar Landsbankans fullyrtu við seðlabankastjóra að yfirtaka ríkisins á Glitni hefði engin áhrif á hina bankana. Þetta kom fram í vitnisburði Össurar Skarphéðinssonar fyrir Landsdómi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur forvera sinn hafa gert allt sem hann gat til að afstýra bankahruni árið 2008.

Sjá næstu 50 fréttir