Fleiri fréttir

Byggðarökin fyrir göngum nægja ekki - fréttaskýring

Hvaða þættir skipta máli við forgangsröðun í samgönguframkvæmdum? Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á þriðjudag, þar sem rætt var um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng, spannst nokkur umræða um rök fyrir samgönguframkvæmdum. Einn nefndarmanna, Róbert Marshall, spurði Ögmund Jónasson innanríkisráðherra, sem þar sat fyrir svörum, hvort ráðherra horfði á málið eingöngu frá fjárhagslegu sjónarmiði, eða hvort hann horfði á það með heildstæðari hætti. Átti hann þá við byggðarök og samfélagsáhrif.

Framsókn ósátt við reikninga

AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur flest strætóskýli borgarinnar, hefur höfðað mál á hendur Framsóknarflokknum vegna birtingarkostnaðar á auglýsingum flokksins fyrir þingkosningarnar 2009.

Lítil samskipti milli ráðuneyta

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir gríðarlega þykka veggi milli ráðuneyta hér á landi. Það valdi oft upplýsingaskorti og geti verið til vansa.

Segja 2010-börn fá inni næsta ár

Reykjavíkurborg stefnir að því að öll börn fædd á árinu 2010 komist inn á leikskóla á árinu 2012 og er þannig leitast við að efna fyrirheit um að öll börn fái leikskólapláss árið sem þau verða tveggja ára. Nokkur styr hefur staðið um leikskólamálin í borginni þar sem gagnrýnt hefur verið að börn úr 2010-árgangi hafi ekki verið tekin inn nú í vetur þrátt fyrir að laus rými séu í mörgum skólum.

Ferðir hnúfubaka afar líkar á milli ára

Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á árstíðabundinni útbreiðslu og fari skíðishvala við Ísland hafa þegar varpað ljósi á ýmislegt sem tengist viðveru og fartíma hvala við landið. Rannsóknirnar hafa til dæmis gefið fyrstu vísbendingar um aðsetur hrefnu að vetrarlagi.

Sögð setja byrðar á bágstödd sveitarfélög

Sú ákvörðun að úthluta 300 milljónum af 700 milljóna aukaframlagi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Álftaness var gagnrýnd harðlega á Alþingi í gær. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að með þessu væri verið að setja byrðar á þau sveitarfélög sem bágast stæðu.

Allt óvíst um Grímsstaði

Ekki liggur ljóst fyrir hvenær kínverska fjárfestinum Huang Nubo verður svarað varðandi áform hans um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði á Alþingi í gær að vanda yrði til úrskurðarins.

Mikið um árekstra í dag

Alls urðu 20 árekstrar í dag, þar af einn verulega harður árekstur þar sem flytja þurfti tvo á spítala til frekari aðhlynningar. Sá árekstur var á Dalvegi í morgun samkvæmt upplýsingum frá Árekstri.is Báðir bílarnir voru að auki óökufærir.

Móður langveikra systra hótað að vera sett á lista Interpol

Foreldrar tveggja langveikra systra standa uppi með allt að þrjátíu milljóna króna sjúkrahúsreikning vegna aðgerða á systrunum í Boston. Skuldin hefur verið sett í innheimtu og fá þau daglega símtöl þar sem þeim er hótað handtöku ef þau ekki borga.

Ögmundur ítrekað spurður hvenær og hvernig hann ætli að svara Nubo

Pirringur Samfylkingarmanna í garð atvinnustefnu Vinstri grænna opinberaðist á Alþingi í dag þegar Kristján L. Möller, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, reyndi að fá Ögmund Jónasson innanríkisráðherra til að svara því hvenær og hvernig hann hygðist afgreiða ósk Kínverjans Nubo um að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Stærsta fíkniefnamál ársins: Úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi í umfangsmesta fíkniefnamáli ársins, í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhalds. Maðurinn hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðustu vikur.

Mál Eiðs Smára gegn DV tekið fyrir í Hæstarétti

Hæstiréttur tekur fyrir á föstudaginn kemur mál sem knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen höfðaði gegn blaðamanninum Inga Frey Vilhjálmssyni og ritstjórum DV, þeim Reyni Traustasyni og Jóni Trausta Reynissyni.

Ákærð fyrir að keyra dópuð og stela miklu magni af skartgripum

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út ákæru á hendur konu á fertugsaldri fyrir umferðarlagabrot og þjófnað. Konan er grunuð um að hafa keyrt undir áhrifum fíkniefna í Reykjavík fyrr á þessu ári og einnig fyrir að hafa ekið án ökuréttinda síðar á árinu.

Tói, Ranka og Blín samþykkt - ekki Diego

Mannanafnanefnd hafnaði í gær beiðni um að barn megi heita Víking en samþykkti kvenkynsnafnið Blín. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar frá því í gær en á meðal nafna sem nefndin samþykkti er millinafnið Hornfjörð og eiginnafnið Rúbý. Nefndin hafnaði eiginnafninu Diego meðal annars á þeim forsendum að ritháttur nafnsins geti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls þar sem i er ekki ritað á undan e í ósamsettum orðum.

Jóhanna fundaði með Rompuy í Brussel

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, í Brussel. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að þau hafi rætt um stöðu efnahagsmála á alþjóðavettvangi, einkum vandann sem leiðtogar evrusvæðisins og Evrópusambandsins hafi unnið að því að leysa undanfarnar vikur.

Jólageitin féll í óveðrinu

Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni.

Of gamall til að keyra

Áttræður ökumaður lenti í vandræðum í umferðinni um helgina og ók bæði á umferðarskilti og kyrrstæðan bíl. Maðurinn slasaðist ekki en var mjög illa áttaður þegar lögreglan kom á vettvang. Í framhaldinu var kallaður til læknir og mat hann það svo að hinn fullorðni ökumaður væri óhæfur til að stjórna ökutæki.

Fullur maður féll af hjóli

Karl á þrítugsaldri féll af reiðhjóli í Hafnarfirði um helgina. Hann fékk skurð á höfuðið og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Óhappið má skrifa á ástand mannsins en hann var ölvaður. Hjólið reyndist vera stolið og var það flutt á lögreglustöð.

Dagurinn helgaður baráttu gegn einelti - stuðningssíða opnuð

Dagurinn í dag er helgaður baráttunni gegn einelti og munu fjármálaráðuneytið, mennta- og menningamálaráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt Reykjavíkurborg standa fyrir táknrænni athöfn í Höfða í hádeginu í tilefni dagsins.

Atli hættir þingmennsku - jafnvel á þessu kjörtímabili

Atli Gíslason óháður þingmaður ætlar að hætta þingmennsku, jafnvel á þessu kjörtímabili. Varamaður Atla er í þingflokki Vinstri grænna sem þýðir að brotthvarf hans myndi styrkja stjórnarmeirihlutann. Atli segist hafa verið afvegaleiddur.

Neitaði að fara heim og réðst á lögreglumenn

Ekið var á tvær rollur við Akrafjallsveg og drápust báðar auk þess sem bifreiðin var talsvert skemmd eftir höggið. Hlið á girðingu hafði fallið niður og höfðu bæði hross og rollur sloppið út.

Skoða hvort öll börn fædd 2010 fái pláss á næsta ári

Reykjavíkurborg skoðar nú hvort svigrúm sé til þess í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár að taka árgang barna sem fæddur er árið 2010 í áföngum inn í leikskólana. Á fyrri hluta ársins yrðu börn sem fædd eru snemma á síðasta ári tekin inn. Önnur börn úr árganginum yrðu í síðasta lagi tekin inn eftir sumarleyfi þegar elstu leikskólabörnin fara í grunnskóla. Reykjavíkurborg segir að inntöku barnanna á næsta ári verði hraðað eftir fremsta megni og þau tekin inn um leið og pláss losna. Engin áform séu um að fækka fólki á leikskólum Reykjavíkurborgar.

Stuðningssíða stofnuð fyrir Guðrúnu Ebbu á Facebook

Stuðningsmenn Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur hafa sett upp síðu á Facebook þar sem fólk getur lýst yfir stuðningi við hana og hennar málstað. Guðrún Ebba, dóttir Ólafs Skúlasonar biskups, hefur stigið fram og greint frá misnotkun sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi föður síns.

Björgunarskip rak upp í fjöru

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar slitnaði upp í veðurofsa í Njarðvíkurhöfn snemma í morgu og rak upp í fjöru. Þetta er 15 metra skip, yfirbyggt með tveimur aðalvélum, en engin var um borð þegar þetta gerðist. Reynt verður að draga skipið á flot á flóði í dag og taka það svo á þurrt, svo hægt verði að kanna hugsanlegar skemmmdir. Björgunarmenn fóru um borð í skipið eftir miðnætti til að treysta landfestar, en það hefur ekki dugað til.

Falsaður fatnaður fluttur inn til landsins

Tollgæslan stöðvaði á dögunum sendingu, sem innihélt töluvert magn af fatnaði sem grunur lék á að væri falsaður. Um var að ræða 175 stykki af peysum og buxum sem komu með hraðsendingu frá Kína.

Enginn gosórói sjáanlegur

Veðurstofan segir að enginn gosórói sé sjáanlegur syðst í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli en jarðskjálfti upp á 3,2 á Richter varð um klukkan 9:50 þar í morgun. Annar skjálfti upp á 2,5 á Richter mældist á sömu slóðum um klukkan 10:18. Skjálftar af þessari stærð eru nokkuð algengir en vegna þess hver sunnarlega varð fannst hann greinilega í Vík og nágrenni. Íbúar á svæðinu höfðum samband við fréttastofu í morgun og greindu frá því að þeir hefðu fundið fyrir skjálftanum. Jarðvísindamenn fylgjast grannt með stöðu mála.

Jarðskjálfti í Kötlu fannst greinilega í Vík

Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð nú rétt fyrir klukkan 10 í morgun syðst í Kötluöskjunni í Mýrdalsjökli. Skjálftar af þessari stærð eru nokkuð algengir en vegna þess hve sunnarlega hann varð, fannst hann greinilega í Vík og nágrenni. Íbúar á svæðnu höfðu samband við fréttastofu í morgun og sögðu frá skjálftanum. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að klukkan 10:20 hafi ekki fleiri skjálftar mælst.

Fjögurra bíla árekstur á Miklubraut

Nokkur truflun varð á umferðinni um Miklubrautina þegar fjögurra bíla árektur varð þar um níuleytið. Bílarnir skullu aftan á hvor öðrum rétt austur af umferðarljósunum á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Áreksturinn var nokkuð harður en enginn meiddist að ráði. Hinsvegar voru þrír af bílunum fluttir á brott með dráttarbílum og tók það nokkurn tíma. Umferðin er komin í eðlilegt horf að nýju.

Um 130 farþegar gistu á Egilsstöðum í nótt

Flugvél Icelandair gat ekki lent í Keflavík í gærkvöldi vegna veðurs og var því ákveðið að snúa henni til Egilsstaða. Vélin lenti á flugvellinum á Egilsstöðum um miðnætti og var um hundrað og þrjátíu farþegum komið fyrir á fjórum gististöðum í bænum í nótt.

Veiðiþjófa leitað á Vesturlandi

Svo virðist vera sem veiðiþjófar hafi gert vart við sig á Vesturlandi í síðustu viku. Bræðurnir Benedikt Guðmundsson og Guðmundur Arnar Guðmundsson leigja þar bæinn Smyrhól innst í Haukadal í Dölum til rjúpnaveiða, ásamt bræðrunum Jóni Inga og Sigurði Björnssyni. Þegar þeir Jón Ingi og Sigurður fóru á lendurnar við Smyrhól á laugardagsmorgun var aðkoman ekki frýnileg.

Ríki og borg þurfa að lána Hörpu 730 milljónir króna

Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg hafa samþykkt að lána 730 milljónir króna til Austurhafnar-TR, eiganda tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins, sem mun lána 394 milljónir króna, og 46% eigu Reykjavíkurborgar, sem mun lána 336 milljónir króna.

Deila um dagsektir

Forsvarsmenn Vestmannaeyjabæjar hafna því að sveitarfélaginu beri að greiða háar dagsektir sem Umhverfisstofnun (UMST) hefur lagt á vegna ófullnægjandi mengunarvarna Sorporkustöðvar Vestmannaeyja. Dagsektirnar, á bilinu 25 til 50 þúsund á dag, hafa reiknast síðan 1. júlí.

Lögreglumenn fundu endurmarkað lamb

Lögreglan í Borgarnesi rannsakar nú meintan þjófnað á hrútlambi í Skorradal fyrr í haust. Í síðustu viku barst tilkynning um að lambið væri mögulega að finna í girðingu rétt utan við Akranes.

Kornhænan á Selfossi komin heim

Kornhænan, sem vistuð var á lögreglustöðinni á Selfossi í fyrrinótt, eftir að hafa fundist villt inn í miðjum bæ, komst til síns heima í gær, eftir að eigandinn heyrði af henni í fréttum.

Lögreglan handtók þrjá innbrotsþjófa í nótt

Lögreglan handtók þrjá innbrotsþjófa á móts við Smáralind laust fyrir klukkan þrjú í nótt eftir að öryggisvörður hafði tilkynnt um innbrot í raftækjaverslunina Max í Kauptúni í Garðabæ.

Loka á veiðimennina

Gremju gætir nú meðal rjúpnaveiðimanna vegna takmarkana sem ýmis sveitarfélög hafa sett á veiðimennskuna á þessu tímabili.

Björgunarsveitir stóðu í ströngu í nótt

Björgunarsveitir voru kallaðar út víða á svæðinu frá Suðurnesjujm og vestur á Snæfellsnes í gærkvöldi og í nótt til að hefta fok, en hvergi virðist hafa orðið alvarlegt tjón og ekki er vitað um neinar slysfarir.

Herdís endurkjörin forseti

Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga á aðalfundi samtakanna í Berlín í síðustu viku.

Bíða DNA-rannsóknar á hnúajárni

Rannsókn á máli manns sem réðst á fyrrverandi kennara sinn í Grindavík í júlí er á lokastigi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Einungis er beðið eftir niðurstöðum DNA-rannsóknar á lífsýnum sem fundust á hnúajárni sem maðurinn er talinn hafa beitt við árásina.

Kvartað yfir verndun og nýtingu á náttúru - fréttaskýring

Drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða liggja nú til umsagnar og eru þegar komnar inn 25 umsagnir um tillöguna. Drögin eru hluti af rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða og að umsagnarferli loknu verður tillagan unnin nánar og síðan lögð fyrir Alþingi. Þar bíður þingmanna að taka endanlega afstöðu til þess á hvaða svæðum verður leyft að virkja, hver verða vernduð og hvaða svæði fara í biðflokk.

Ferðavenjur gesta kannaðar

Ferðavenjur viðskiptavina og gesta Landspítalans verða kannaðar næstu daga. Fram kemur í tilkynningu að könnunin sé liður í undirbúningi vegna byggingar nýs Landspítala, en ferðavenjur starfsfólks hafa verið kannaðar.

Sjá næstu 50 fréttir