Aðeins fjórir húmoristar í símaskránni en 45 ljónatemjarar Breki Logason skrifar 8. nóvember 2011 20:15 Íslendingar eiga hátt í fjörutíu geimfara, tíu kónga, eina barnastjörnu og einn apa ef marka má skráningar í Símaskránna. Í símaskránni eru fjórir húmoristar en Hrafn Helgi Helgason er okkar eina barnastjarna. Þótt ótrúlegt megi virðast eru einungis sjö kvennagull á landinu og okkar eini galdralæknir eru hann Ólafur Örn. Anton Björgvinsson sameinar síðan tvo ólíka heima, en hann er skráður sem galdrakarl og rokkstjarna. Hér búa átta hestahvíslarar, eða reyndar níu með Valdimari Sigurðssyni sem er líka draugabani. Þrátt fyrir veðurfar búa 45 ljónatemjarar á Íslandi og einn ljónaþjálfari. Þó munurinn á þessum tveimur starfsgreinum sé reyndar óljós. Og það er líklega frekar lítið að gera hjá honum Kristni Hjaltasyni drekafangara akkurat um þessar mundir. Og margir héldu að Bjarni Tryggvason væri okkar eini geimfari. Nei, við eigum 39 geimfara takk fyrir. Hér búa líka 27 kúrekar. Og enginn þeirra er búsettur á Skagaströnd. Á Íslandi eru bara fimmtán djammarar, og svo er einn sem sameinar þessa tvo flokka. Það er kúrekinn og djammarinn Sigurður Brynjar Benediktsson. Eini api landsins er 26 ára gamall stærðfræðinemi, búsettur í Reykjavík. Hér á landi eru tveir fuglar, þau Halldór og Sandra. Og Hafþór Atli er eina fuglahræðan. Sem betur fer eru þetta ekki nágrannar. Og við íslendingar getum státað okkur af fjórum Pókémon-meistururm. Geri aðrir betur. Og þið hélduð að Kristján tíundi hefði verið síðasti kóngur íslands. Og nei, hér eru tíu kóngar, en bara sex drottningar. Þær eru reyndar sjö því auðveldlega má telja hana Auði Ösp Magnúsdóttur í þeim hópi. Enda er hún skráð sem prinsessumamma. Aðspurð hvort einhverjar reglur gildi um starfsheiti segir Guðrún María Guðmundsdótttir ritstjóri hjá Já: „Já við höfum rýmkað regluna varðandi starfsheiti í gagnagrunn. Fyrir nokkrum árum var þér ekki hleypt inn nema með viðurkennd starfsheiti svo sem: lögmaður, prestur, verkamaður og svo framvegis. Við erum í dag mjög opin og stoppum afskaplega fáa. Þeir sem ekki sleppa í gegn eru þeir sem við teljum að með „starfsheiti" sínu særi blygðunarkennd annarra, tengist vændi, ofbeldi, eru niðurlægjandi í garð annara. Viðskiptavinir Já eru afskaplega duglegir að nýta sér þessa rýmkun á reglunum og fá margir hrós fyrir hugmyndaflug við val sitt á starfsheiti sínu." Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Íslendingar eiga hátt í fjörutíu geimfara, tíu kónga, eina barnastjörnu og einn apa ef marka má skráningar í Símaskránna. Í símaskránni eru fjórir húmoristar en Hrafn Helgi Helgason er okkar eina barnastjarna. Þótt ótrúlegt megi virðast eru einungis sjö kvennagull á landinu og okkar eini galdralæknir eru hann Ólafur Örn. Anton Björgvinsson sameinar síðan tvo ólíka heima, en hann er skráður sem galdrakarl og rokkstjarna. Hér búa átta hestahvíslarar, eða reyndar níu með Valdimari Sigurðssyni sem er líka draugabani. Þrátt fyrir veðurfar búa 45 ljónatemjarar á Íslandi og einn ljónaþjálfari. Þó munurinn á þessum tveimur starfsgreinum sé reyndar óljós. Og það er líklega frekar lítið að gera hjá honum Kristni Hjaltasyni drekafangara akkurat um þessar mundir. Og margir héldu að Bjarni Tryggvason væri okkar eini geimfari. Nei, við eigum 39 geimfara takk fyrir. Hér búa líka 27 kúrekar. Og enginn þeirra er búsettur á Skagaströnd. Á Íslandi eru bara fimmtán djammarar, og svo er einn sem sameinar þessa tvo flokka. Það er kúrekinn og djammarinn Sigurður Brynjar Benediktsson. Eini api landsins er 26 ára gamall stærðfræðinemi, búsettur í Reykjavík. Hér á landi eru tveir fuglar, þau Halldór og Sandra. Og Hafþór Atli er eina fuglahræðan. Sem betur fer eru þetta ekki nágrannar. Og við íslendingar getum státað okkur af fjórum Pókémon-meistururm. Geri aðrir betur. Og þið hélduð að Kristján tíundi hefði verið síðasti kóngur íslands. Og nei, hér eru tíu kóngar, en bara sex drottningar. Þær eru reyndar sjö því auðveldlega má telja hana Auði Ösp Magnúsdóttur í þeim hópi. Enda er hún skráð sem prinsessumamma. Aðspurð hvort einhverjar reglur gildi um starfsheiti segir Guðrún María Guðmundsdótttir ritstjóri hjá Já: „Já við höfum rýmkað regluna varðandi starfsheiti í gagnagrunn. Fyrir nokkrum árum var þér ekki hleypt inn nema með viðurkennd starfsheiti svo sem: lögmaður, prestur, verkamaður og svo framvegis. Við erum í dag mjög opin og stoppum afskaplega fáa. Þeir sem ekki sleppa í gegn eru þeir sem við teljum að með „starfsheiti" sínu særi blygðunarkennd annarra, tengist vændi, ofbeldi, eru niðurlægjandi í garð annara. Viðskiptavinir Já eru afskaplega duglegir að nýta sér þessa rýmkun á reglunum og fá margir hrós fyrir hugmyndaflug við val sitt á starfsheiti sínu."
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira