Móður langveikra systra hótað að vera sett á lista Interpol 8. nóvember 2011 19:45 Foreldrar tveggja langveikra systra standa uppi með allt að þrjátíu milljóna króna sjúkrahúsreikning vegna aðgerða á systrunum í Boston. Skuldin hefur verið sett í innheimtu og fá þau daglega símtöl þar sem þeim er hótað handtöku ef þau ekki borga. Systurnar Gabríella Kamí og Anika Rós, sem eru ellefu og níu ára gamlar, hafa glímt við mikil veikindi allt sitt líf en skömmu eftir að þær fæddust voru þær greindar með hið sjaldgæfa Goldenhaar heilkenni. Þær hafa í gegn um árin sótt læknisþjónustu til Boston en Pressan greindi fyrst frá þeim hörðu innheimtuaðgerðum sem gripið hefur verið til. „Eftir því sem tíminn líður á ég ekki þessa peninga. Mér hefur verið hótað að vera sett á lista yfir fjárglæframenn hjá Interpol. Svo hefur mér verið hótað að ég yrði sótt hingað til lands," segir Hildur Arnardóttir, móðir þeirra Gabríellu og Aníku. Á sínum tíma skipaði heilbrigðisráðherra vinnuhóp til að fjalla um mál Gabríellu og Aníku. Hildur segir að úrskurðarnefnd hafi samþykkt að sá hluti skuldarinnar, sem nú er í innheimtu, yrði greiddur af íslenska ríkinu eins og um aðgerð framkvæmda hér á landi væri að ræða. Síðar hafi komið í ljós að ekki var heimild fyrir þessari samþykkt úrskurðarnefndar. Hildur segist reyna að þrýsta á um svör frá velferðarráðuneytinu. „En það er ekkert að gerast og það skiptir ekki máli hvern ég hringi í," segir Hildur að lokum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Foreldrar tveggja langveikra systra standa uppi með allt að þrjátíu milljóna króna sjúkrahúsreikning vegna aðgerða á systrunum í Boston. Skuldin hefur verið sett í innheimtu og fá þau daglega símtöl þar sem þeim er hótað handtöku ef þau ekki borga. Systurnar Gabríella Kamí og Anika Rós, sem eru ellefu og níu ára gamlar, hafa glímt við mikil veikindi allt sitt líf en skömmu eftir að þær fæddust voru þær greindar með hið sjaldgæfa Goldenhaar heilkenni. Þær hafa í gegn um árin sótt læknisþjónustu til Boston en Pressan greindi fyrst frá þeim hörðu innheimtuaðgerðum sem gripið hefur verið til. „Eftir því sem tíminn líður á ég ekki þessa peninga. Mér hefur verið hótað að vera sett á lista yfir fjárglæframenn hjá Interpol. Svo hefur mér verið hótað að ég yrði sótt hingað til lands," segir Hildur Arnardóttir, móðir þeirra Gabríellu og Aníku. Á sínum tíma skipaði heilbrigðisráðherra vinnuhóp til að fjalla um mál Gabríellu og Aníku. Hildur segir að úrskurðarnefnd hafi samþykkt að sá hluti skuldarinnar, sem nú er í innheimtu, yrði greiddur af íslenska ríkinu eins og um aðgerð framkvæmda hér á landi væri að ræða. Síðar hafi komið í ljós að ekki var heimild fyrir þessari samþykkt úrskurðarnefndar. Hildur segist reyna að þrýsta á um svör frá velferðarráðuneytinu. „En það er ekkert að gerast og það skiptir ekki máli hvern ég hringi í," segir Hildur að lokum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira