Fleiri fréttir Máli á hendur Sigurjóni vísað frá Riftunarmál slitastjórnar Landsbankans gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra, var fellt niður í héraðsdómi í dag, en slitastjórnin hafði krafið Sigurjón um endurgreiðslu á þrjúhundruð milljóna launagreiðslu. 12.9.2011 20:00 Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. 12.9.2011 18:35 Vonbrigði með tillögu um vegbætur Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsti í dag yfir vonbrigðum með ákvörðun innanríkisráðherra um vegbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. Ákvörðunin lýtur að því að endurnýja veg sem fyrir er á svæðinu og liggur um tvo torfæra hálsa. Íbúar svæðisins vilja að lagður sé nýr vegur um láglendið sem styttir vegalengdir og bætir skilyrði fyrirtækja og einstaklinga á svæðinu. 12.9.2011 18:25 Ráðuneytisstarfsmenn í færri utanlandsferðir Utanlandsferðum starfsmanna utanríkisráðuneytistins hefur fækkað um rúm 37% frá árinu 2007, úr. Þetta kom fram í svari utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, alþingismanns, á Alþingi í dag. 12.9.2011 17:57 Vegagerðin kannar umferðina Vegagerðin áformar að standa fyrir umferðarkönnun á vegamótum Hringvegar og Reykjabrautar næsta fimmtudag og næsta laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til átta að kvöldi. 12.9.2011 16:41 Sveppaauglýsingar bannaðar Neytendastofa hefur bannað þrjár auglýsingar í auglýsingaherferð fyrir kvikmyndina Algjör Sveppi og Töfraskápurinn sem Hreyfimyndasmiðjan framleiðir. 12.9.2011 16:03 Færa Norðmönnum afmælisgjöf Á fimmtudaginn verður norsku þjóðinni afhent fyrsta eintak sérstakrar hátíðarútgáfu Morkinskinnu, sem er hluti af þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni 100 ára afmælis endurreisnar konungsveldis þeirra árið 2005. 12.9.2011 15:34 Kostar allt að 100 milljónum að fjölga aðstoðarmönnum Það kostar allt að 100 milljónum á ári að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra eins og frumvarp um stjórnarráðið, sem nú er til umræðu á Alþingi, gerir ráð fyrir. Þetta er í það minnsta mat fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í umsögn með frumvarpinu. 12.9.2011 15:20 Tvisvar dópaður undir stýri á tæpum sólarhring Karl á fertugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á tæpum sólarhring í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var hann stöðvaður í austurborginni á föstudag og svo aftur í Kópavogi daginn eftir. Þá hafði maðurinn komist yfir annað ökutæki en var sem fyrr í annarlegu ástandi. Viðkomandi, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. 12.9.2011 14:46 Ræktaði kannabis í næsta nágrenni við lögguna Liðlega þrítugur karlmaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir kannabisræktun. Ræktunin fór fram á Dalvegi í Kópavogi, einungis einu húsi frá lögreglustöðinni. Maðurinn, sem á að baki fjölmarga dóma, gekkst við brotum sínum. Talið er að efnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar. Við húsleit sem gerð var þann 28. september í fyrra fundust 2,5 kíló af maríhúana, 3..3 kíló af kannabislaufum og 234 kannabisplöntur. 12.9.2011 13:47 Fiðrildavika sett á Austurvelli Fiðrildavika UN Women á Íslandi var formlega sett á Austurvelli í dag. Um fjáröflunarverkefni samtakanna er að ræða en árið 2008 söfnuðust tæpar hundrað milljónir króna. 12.9.2011 13:29 Forsætisráðherra neitaði að svara fyrirspurn um forsetann Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra neitaði að svara fyrirspurn Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um það hvernig hún hygðist bregðast við ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um aðgerðir stjórnvalda í Icesavemálinu. Ólafur Ragnar sagði í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórnin hefði brugðist algerlega skyldum sínum í Icesave. 12.9.2011 11:02 Kannabisræktandi með skammbyssu á skilorð Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þrítugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vera með skammbyssu á heimili sínu í leyfisleysi og fyrir kannabisræktun. Skammbyssan, sem fannst á dvalarstað mannsins, var af gerðinni Parabellum. Hún var geymd í skúffu í kommóðu sem var í svefnherbergi íbúðarinnar. 12.9.2011 10:21 Nöfnin Þinur, Dúnn og Laugi samþykkt hjá mannanafnanefnd Karmannsnöfnin Þinur, Dúnn og Laugi hafa verið samþykkt af mannanafnanefnd, samkvæmt úrskurði nefndarinnar sem birtur var í morgun. Þá voru kvenmannsnöfnin Vagnfríður og Elly (án kommu yfir y samþykkt) og Jovina samþykkt, en síðastnefnda nafinu hafði áður verið hafnað. Aftur á móti var kvenmannsnafninu Einars hafnað. 12.9.2011 09:31 Starfsmönnum fjölgar en stöðugildum fækkar Starfsmönnum í skólum á háskólastigi fjölgaði um 119 í fyrra, eða um 2,9% en stöðugildum þeirra fækkaði hins vegar um 30, eða 1,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. 12.9.2011 09:07 Vilja fella brott allar takmarkanir á erlendri fjárfestingu Ungir sjálfstæðismenn vilja fella á brott allar takmarkannir á fjárfestingum erlendra aðila hérlendis. Í ályktun frá stjórn félagsins segir að mikilvægt sé fyrir Ísland að fá nýtt fjármagn inn í landið og því beri að taka öllum erlendum fjárfestingum fagnandi. „Hvort sem eigendur fyrirtækja eða fasteigna eru íslenskir eða erlendir, þurfa þeir að sjálfsögðu að fara að lögum og reglum, svo sem skipulagslögum og lögum um umhverfismat,“ segir ennfremur. 12.9.2011 09:06 Farið yfir nýlegar jarðhræringar á íbúafundi Farið verður yfir nýlegar jarðhræringar í Eyjafjallajökli á íbúafundi í Vík í Mýrdal í kvöld. Þar mun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skýra stöðuna fyrir heimamönnum, að sögn Ásgeirs Magnússonar, sveitarstjóra Mýrdalshrepps. 12.9.2011 07:00 Ölvaður og dópaður á 155 í Ártúnsbrekku Tveir lögreglumenn á mótorhjólum mældu ökumann í Ártúnsbrekkunni á 155 kílómetra hraða í gærkvöldi um klukkan níu. Litlu munaði að maðurinn keyrði lögreglumennina niður slíkur var hraðinn. 12.9.2011 06:49 Óttast að börn slasist í hyldjúpum húsgrunni Húsgrunnur við Þverholt 15 sem reglulega fyllist af vatni stendur enn óhreyfður. Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af börnum að leik á svæðinu en komið hefur verið fyrir dælum sem eiga að sjá til þess að vatnið verði ekki of djúpt. 12.9.2011 06:00 Tveir þriðju vilja halda ESB-umsókn Íslands til streitu Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöður viðræðnanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 63,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja halda viðræðum áfram en 36,6 prósent vildu draga aðildarumsóknina til baka. 12.9.2011 06:00 Segja rökræður mikilvægar umsóknarferli „Umræðan hér á landi er mjög lífleg. Mjög evrópsk,“ sagði Cristian Dan Preda, Evrópuþingmaður og forsprakki sendinefndar Evrópuþingmanna sem sótti Ísland heim í vikunni. Preda lét þessi orð falla í samtali við Fréttablaðið eftir fund með fulltrúum Evrópusinna og Heimssýnar á föstudag. 12.9.2011 05:00 Þjóðskrá í flokki þeirra bestu „Þetta kemur okkur ánægjulega á óvart, við vissum að við værum til skoðunar en tilnefningin er framar okkar vonum,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár Íslands. 12.9.2011 04:00 Fréttir vikunnar: Fjölmenn Bieber-ganga og aldraður ökuþór Vikan hófst með fréttum af ökumanni sem velti bifreið sinni á Hafnarfjarðarvegi. Í ljós kom að ökumenn höfðu att kappi á götum úti með fyrrgreindum afleiðingum. Daginn eftir kom svo í ljós að ökumaðurinn sem velti bílnum hafði verið 67 ára gamall. Ökuþórinn var meðal annars með göngugrind í bílnum. Málið var hið sorglegasta, ekki síst vegna þess að hundur sem var farþegi í bílnum drapst þegar bíllinn valt. 11.9.2011 21:00 Saklausar myndir af börnum misnotaðar Dæmi eru um að sakleysislegum myndum af börnum sem teknar eru í skóla- eða tómstundastarfi sé breytt og þær jafnvel teknar úr samhengi og birtar á ótengdum heimasíðum. Framkvæmdastjóri Heimila og skóla segir mikið leitað til samtakanna vegna slíkra mála. 11.9.2011 19:30 Borgarbúar ósáttir við borgarstjórann Borgarbúar eru ósáttir með störf Jóns Gnarr borgarstjóra í Reykjavík ef marka má nýja könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Rúm fjörutíu og sjö prósent segja Jón hafa staðið sig mjög eða frekar illa. 11.9.2011 18:45 Húðlæknir vill banna viðvaningum að nota Bótox Húðlæknirinn Baldur Tumi Baldursson vill banna fólki sem er ekki læknisfræðilega menntað að selja bótox-aðgerðir. Þetta kom fram í viðtali við Baldur Tuma í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 11.9.2011 18:15 Rimaskóli Norðurlandameistari í skák Rimaskóli varð í Norðurlandameistari barnaskólasveita en keppnin fór fram í Jótlandi í Danmörku um helgina. 11.9.2011 17:16 Nýtur hlutfallslega mests stuðnings meðal framsóknarmanna Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, nýtur hlutfallslega mests stuðnings á meðal kjósenda Framsóknarflokksins. 11.9.2011 14:15 Um hundrað smáskjálfta vegna jarðhitarannsókna Á annað hundrað jarðskjálfta hafa mælst frá miðnætti. Þar af um hundrað á Hellisheiðinni. Ástæðan fyrir þessari gríðarlegu aukningu jarðskjálfta á svæðinu eru vegna jarðhitarannsókna við Húsmúla á Hellisheiði. Allir skjálftarnir eru litlir að stærð og ólíklegt að nokkur finni fyrir þeim nema sá hinn sami sé nærri borholunni. 11.9.2011 13:48 Tíu ár liðin frá hryðjuverkunum í New York - myndir Í dag eru tíu ár liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Hinna látnu verður minnst með minningarathöfn en ótti við aðra árás Al-Kaída hefur sett svip sinn á daginn. 11.9.2011 13:15 Flugfreyjur vonast til að ná lendingu í kjaraviðræðum Flugfreyjur og þjónar hjá Icelandair munu leggja niður störf 26. og 27 september næstkomandi samþykki Flugfreyjufélag Íslands að fara í allsherjarverkfall. 11.9.2011 14:43 Hönnu Birnu var brugðið þegar hún sá könnunina "Ég er þeirra skoðunar að það hafi verið rangt að ganga til þessara verkefna,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Þá var hún spurð hvort hún vildi draga aðildarumsókn að ESB til baka. 11.9.2011 11:18 Tíu ár liðin frá hryðjuverkunum - öryggisgæsla gríðarleg Tíu ár eru í dag síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York þar sem tæplega þrjú þúsund manns létust. 11.9.2011 10:01 Var beðinn um að hafa lægra og réðst á lögreglumann Lögreglan á Selfossi stöðvaði rúmlega tvítugan karlmann í tvígang á skömmum tíma fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, fyrst um kvöldmatarleytið í gær og síðan aftur í nótt. Sextán ára piltur, sem tók bíl foreldra sinna ófrjálsri hendi, var einnig stöðvaður í nótt en sá ók réttindalaus um götur bæjarins ásamt tveimur vinum. 11.9.2011 09:47 Guðmundur Felix vill nýjar hendur - helst í réttum lit og kyni Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. 10.9.2011 20:00 Fundað um hvalveiðar í Washington Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funduðu í gær með bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington til að ræða hugsanlegar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga. Obama Bandaríkjaforseti hefur frest þar til um næstu helgi til að tilkynna þinginu hvort að gripið verði til aðgerða. 10.9.2011 19:30 Veikur skipverji sóttur Þyrla Landhelgisgæslunni var kölluð út skömmu fyrir fjögur í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í togara sem staddur var um 50 sjómílur Austur af landi. 10.9.2011 19:08 Verkfall félagsráðgjafa hefur áhrif á fjárhagsaðstoð Félagsráðgjafar hjá borginni ætla í verkfall eftir tvær vikur ef ekki tekist að klára kjarasamninga fyrir þann tíma. Þeir telja sig búa við lakari kjör en þeir sem sinna sambærilegum störfum hjá öðrum sveitarfélögum. Verkfallið myndi hafa áhrif á greiðslur fjárhagsaðstoðar til einstaklinga. 10.9.2011 19:00 Tæpur helmingur vill Hönnu Birnu Tæpur helmingur landsmanna vill sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnun Capacent Gallups. Núverandi formaður nýtur margfalt minni stuðnings en flokksystir hans, bæði meðal almennra kjósenda og Sjálfstæðismanna. 10.9.2011 18:30 Hundruð ungmenna krefjast þess að Justin Bieber komi til landsins Fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justins Bieber, ganga nú fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. 10.9.2011 16:22 Varað við stórhættulegu mauki Matvælastofnun og landlæknir vara við frönskum matvælum vegna Clostridium botulinum. Um er að ræða ýmis frönsk mauk úr þurrkuðum tómötum, ólífur og möndlum. 10.9.2011 14:15 Obama skrifar í Fréttablaðið: Samvinna sem við þurfum á að halda "Þeir sem réðust á okkur 11. september vildu reka fleyg milli Bandaríkjanna og umheimsins. Þeim mistókst“. 10.9.2011 14:11 Ólafur Ragnar aldrei umdeildari Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur aldrei verið umdeildari en núna. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði en ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að innan við helmingur landsmanna vill að Ólafur bjóði sig aftur fram. 10.9.2011 12:55 Útilokar ekki að bjóða aftur upp á ókeypis tannlækningar Enn hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og stjórnvalda vegna aukinnar niðurgreiðslu á tannlækningum barna. Velferðarráðherra útilokar ekki að bjóða aftur ókeypis tannlækningar að ári fyrir börn tekjulágra ef tannlæknar verða enn samningslausir. 10.9.2011 12:04 Jarðskjálfti á Hellisheiði Tveir tiltölulega stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag. Annarsvegar mældist skjálfti upp á 2,5 á richter en upptök hans voru nærri Hellisheiðarvirkjun. 10.9.2011 11:50 Sjá næstu 50 fréttir
Máli á hendur Sigurjóni vísað frá Riftunarmál slitastjórnar Landsbankans gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra, var fellt niður í héraðsdómi í dag, en slitastjórnin hafði krafið Sigurjón um endurgreiðslu á þrjúhundruð milljóna launagreiðslu. 12.9.2011 20:00
Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. 12.9.2011 18:35
Vonbrigði með tillögu um vegbætur Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsti í dag yfir vonbrigðum með ákvörðun innanríkisráðherra um vegbætur á sunnanverðum Vestfjörðum. Ákvörðunin lýtur að því að endurnýja veg sem fyrir er á svæðinu og liggur um tvo torfæra hálsa. Íbúar svæðisins vilja að lagður sé nýr vegur um láglendið sem styttir vegalengdir og bætir skilyrði fyrirtækja og einstaklinga á svæðinu. 12.9.2011 18:25
Ráðuneytisstarfsmenn í færri utanlandsferðir Utanlandsferðum starfsmanna utanríkisráðuneytistins hefur fækkað um rúm 37% frá árinu 2007, úr. Þetta kom fram í svari utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, alþingismanns, á Alþingi í dag. 12.9.2011 17:57
Vegagerðin kannar umferðina Vegagerðin áformar að standa fyrir umferðarkönnun á vegamótum Hringvegar og Reykjabrautar næsta fimmtudag og næsta laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til átta að kvöldi. 12.9.2011 16:41
Sveppaauglýsingar bannaðar Neytendastofa hefur bannað þrjár auglýsingar í auglýsingaherferð fyrir kvikmyndina Algjör Sveppi og Töfraskápurinn sem Hreyfimyndasmiðjan framleiðir. 12.9.2011 16:03
Færa Norðmönnum afmælisgjöf Á fimmtudaginn verður norsku þjóðinni afhent fyrsta eintak sérstakrar hátíðarútgáfu Morkinskinnu, sem er hluti af þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni 100 ára afmælis endurreisnar konungsveldis þeirra árið 2005. 12.9.2011 15:34
Kostar allt að 100 milljónum að fjölga aðstoðarmönnum Það kostar allt að 100 milljónum á ári að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra eins og frumvarp um stjórnarráðið, sem nú er til umræðu á Alþingi, gerir ráð fyrir. Þetta er í það minnsta mat fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í umsögn með frumvarpinu. 12.9.2011 15:20
Tvisvar dópaður undir stýri á tæpum sólarhring Karl á fertugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á tæpum sólarhring í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var hann stöðvaður í austurborginni á föstudag og svo aftur í Kópavogi daginn eftir. Þá hafði maðurinn komist yfir annað ökutæki en var sem fyrr í annarlegu ástandi. Viðkomandi, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, hafði þegar verið sviptur ökuleyfi. 12.9.2011 14:46
Ræktaði kannabis í næsta nágrenni við lögguna Liðlega þrítugur karlmaður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir kannabisræktun. Ræktunin fór fram á Dalvegi í Kópavogi, einungis einu húsi frá lögreglustöðinni. Maðurinn, sem á að baki fjölmarga dóma, gekkst við brotum sínum. Talið er að efnin hafi verið ætluð til sölu og dreifingar. Við húsleit sem gerð var þann 28. september í fyrra fundust 2,5 kíló af maríhúana, 3..3 kíló af kannabislaufum og 234 kannabisplöntur. 12.9.2011 13:47
Fiðrildavika sett á Austurvelli Fiðrildavika UN Women á Íslandi var formlega sett á Austurvelli í dag. Um fjáröflunarverkefni samtakanna er að ræða en árið 2008 söfnuðust tæpar hundrað milljónir króna. 12.9.2011 13:29
Forsætisráðherra neitaði að svara fyrirspurn um forsetann Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra neitaði að svara fyrirspurn Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um það hvernig hún hygðist bregðast við ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um aðgerðir stjórnvalda í Icesavemálinu. Ólafur Ragnar sagði í fjölmiðlum á dögunum að ríkisstjórnin hefði brugðist algerlega skyldum sínum í Icesave. 12.9.2011 11:02
Kannabisræktandi með skammbyssu á skilorð Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag þrítugan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vera með skammbyssu á heimili sínu í leyfisleysi og fyrir kannabisræktun. Skammbyssan, sem fannst á dvalarstað mannsins, var af gerðinni Parabellum. Hún var geymd í skúffu í kommóðu sem var í svefnherbergi íbúðarinnar. 12.9.2011 10:21
Nöfnin Þinur, Dúnn og Laugi samþykkt hjá mannanafnanefnd Karmannsnöfnin Þinur, Dúnn og Laugi hafa verið samþykkt af mannanafnanefnd, samkvæmt úrskurði nefndarinnar sem birtur var í morgun. Þá voru kvenmannsnöfnin Vagnfríður og Elly (án kommu yfir y samþykkt) og Jovina samþykkt, en síðastnefnda nafinu hafði áður verið hafnað. Aftur á móti var kvenmannsnafninu Einars hafnað. 12.9.2011 09:31
Starfsmönnum fjölgar en stöðugildum fækkar Starfsmönnum í skólum á háskólastigi fjölgaði um 119 í fyrra, eða um 2,9% en stöðugildum þeirra fækkaði hins vegar um 30, eða 1,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar. 12.9.2011 09:07
Vilja fella brott allar takmarkanir á erlendri fjárfestingu Ungir sjálfstæðismenn vilja fella á brott allar takmarkannir á fjárfestingum erlendra aðila hérlendis. Í ályktun frá stjórn félagsins segir að mikilvægt sé fyrir Ísland að fá nýtt fjármagn inn í landið og því beri að taka öllum erlendum fjárfestingum fagnandi. „Hvort sem eigendur fyrirtækja eða fasteigna eru íslenskir eða erlendir, þurfa þeir að sjálfsögðu að fara að lögum og reglum, svo sem skipulagslögum og lögum um umhverfismat,“ segir ennfremur. 12.9.2011 09:06
Farið yfir nýlegar jarðhræringar á íbúafundi Farið verður yfir nýlegar jarðhræringar í Eyjafjallajökli á íbúafundi í Vík í Mýrdal í kvöld. Þar mun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skýra stöðuna fyrir heimamönnum, að sögn Ásgeirs Magnússonar, sveitarstjóra Mýrdalshrepps. 12.9.2011 07:00
Ölvaður og dópaður á 155 í Ártúnsbrekku Tveir lögreglumenn á mótorhjólum mældu ökumann í Ártúnsbrekkunni á 155 kílómetra hraða í gærkvöldi um klukkan níu. Litlu munaði að maðurinn keyrði lögreglumennina niður slíkur var hraðinn. 12.9.2011 06:49
Óttast að börn slasist í hyldjúpum húsgrunni Húsgrunnur við Þverholt 15 sem reglulega fyllist af vatni stendur enn óhreyfður. Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af börnum að leik á svæðinu en komið hefur verið fyrir dælum sem eiga að sjá til þess að vatnið verði ekki of djúpt. 12.9.2011 06:00
Tveir þriðju vilja halda ESB-umsókn Íslands til streitu Tæplega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið svo hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöður viðræðnanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 63,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni vilja halda viðræðum áfram en 36,6 prósent vildu draga aðildarumsóknina til baka. 12.9.2011 06:00
Segja rökræður mikilvægar umsóknarferli „Umræðan hér á landi er mjög lífleg. Mjög evrópsk,“ sagði Cristian Dan Preda, Evrópuþingmaður og forsprakki sendinefndar Evrópuþingmanna sem sótti Ísland heim í vikunni. Preda lét þessi orð falla í samtali við Fréttablaðið eftir fund með fulltrúum Evrópusinna og Heimssýnar á föstudag. 12.9.2011 05:00
Þjóðskrá í flokki þeirra bestu „Þetta kemur okkur ánægjulega á óvart, við vissum að við værum til skoðunar en tilnefningin er framar okkar vonum,“ segir Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár Íslands. 12.9.2011 04:00
Fréttir vikunnar: Fjölmenn Bieber-ganga og aldraður ökuþór Vikan hófst með fréttum af ökumanni sem velti bifreið sinni á Hafnarfjarðarvegi. Í ljós kom að ökumenn höfðu att kappi á götum úti með fyrrgreindum afleiðingum. Daginn eftir kom svo í ljós að ökumaðurinn sem velti bílnum hafði verið 67 ára gamall. Ökuþórinn var meðal annars með göngugrind í bílnum. Málið var hið sorglegasta, ekki síst vegna þess að hundur sem var farþegi í bílnum drapst þegar bíllinn valt. 11.9.2011 21:00
Saklausar myndir af börnum misnotaðar Dæmi eru um að sakleysislegum myndum af börnum sem teknar eru í skóla- eða tómstundastarfi sé breytt og þær jafnvel teknar úr samhengi og birtar á ótengdum heimasíðum. Framkvæmdastjóri Heimila og skóla segir mikið leitað til samtakanna vegna slíkra mála. 11.9.2011 19:30
Borgarbúar ósáttir við borgarstjórann Borgarbúar eru ósáttir með störf Jóns Gnarr borgarstjóra í Reykjavík ef marka má nýja könnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö. Rúm fjörutíu og sjö prósent segja Jón hafa staðið sig mjög eða frekar illa. 11.9.2011 18:45
Húðlæknir vill banna viðvaningum að nota Bótox Húðlæknirinn Baldur Tumi Baldursson vill banna fólki sem er ekki læknisfræðilega menntað að selja bótox-aðgerðir. Þetta kom fram í viðtali við Baldur Tuma í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 11.9.2011 18:15
Rimaskóli Norðurlandameistari í skák Rimaskóli varð í Norðurlandameistari barnaskólasveita en keppnin fór fram í Jótlandi í Danmörku um helgina. 11.9.2011 17:16
Nýtur hlutfallslega mests stuðnings meðal framsóknarmanna Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, nýtur hlutfallslega mests stuðnings á meðal kjósenda Framsóknarflokksins. 11.9.2011 14:15
Um hundrað smáskjálfta vegna jarðhitarannsókna Á annað hundrað jarðskjálfta hafa mælst frá miðnætti. Þar af um hundrað á Hellisheiðinni. Ástæðan fyrir þessari gríðarlegu aukningu jarðskjálfta á svæðinu eru vegna jarðhitarannsókna við Húsmúla á Hellisheiði. Allir skjálftarnir eru litlir að stærð og ólíklegt að nokkur finni fyrir þeim nema sá hinn sami sé nærri borholunni. 11.9.2011 13:48
Tíu ár liðin frá hryðjuverkunum í New York - myndir Í dag eru tíu ár liðin frá því að hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York. Hinna látnu verður minnst með minningarathöfn en ótti við aðra árás Al-Kaída hefur sett svip sinn á daginn. 11.9.2011 13:15
Flugfreyjur vonast til að ná lendingu í kjaraviðræðum Flugfreyjur og þjónar hjá Icelandair munu leggja niður störf 26. og 27 september næstkomandi samþykki Flugfreyjufélag Íslands að fara í allsherjarverkfall. 11.9.2011 14:43
Hönnu Birnu var brugðið þegar hún sá könnunina "Ég er þeirra skoðunar að það hafi verið rangt að ganga til þessara verkefna,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir í viðtali við Sigurjón M. Egilsson í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Þá var hún spurð hvort hún vildi draga aðildarumsókn að ESB til baka. 11.9.2011 11:18
Tíu ár liðin frá hryðjuverkunum - öryggisgæsla gríðarleg Tíu ár eru í dag síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York þar sem tæplega þrjú þúsund manns létust. 11.9.2011 10:01
Var beðinn um að hafa lægra og réðst á lögreglumann Lögreglan á Selfossi stöðvaði rúmlega tvítugan karlmann í tvígang á skömmum tíma fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, fyrst um kvöldmatarleytið í gær og síðan aftur í nótt. Sextán ára piltur, sem tók bíl foreldra sinna ófrjálsri hendi, var einnig stöðvaður í nótt en sá ók réttindalaus um götur bæjarins ásamt tveimur vinum. 11.9.2011 09:47
Guðmundur Felix vill nýjar hendur - helst í réttum lit og kyni Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. 10.9.2011 20:00
Fundað um hvalveiðar í Washington Fulltrúar íslenskra stjórnvalda funduðu í gær með bandaríska utanríkisráðuneytinu í Washington til að ræða hugsanlegar refsiaðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga. Obama Bandaríkjaforseti hefur frest þar til um næstu helgi til að tilkynna þinginu hvort að gripið verði til aðgerða. 10.9.2011 19:30
Veikur skipverji sóttur Þyrla Landhelgisgæslunni var kölluð út skömmu fyrir fjögur í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í togara sem staddur var um 50 sjómílur Austur af landi. 10.9.2011 19:08
Verkfall félagsráðgjafa hefur áhrif á fjárhagsaðstoð Félagsráðgjafar hjá borginni ætla í verkfall eftir tvær vikur ef ekki tekist að klára kjarasamninga fyrir þann tíma. Þeir telja sig búa við lakari kjör en þeir sem sinna sambærilegum störfum hjá öðrum sveitarfélögum. Verkfallið myndi hafa áhrif á greiðslur fjárhagsaðstoðar til einstaklinga. 10.9.2011 19:00
Tæpur helmingur vill Hönnu Birnu Tæpur helmingur landsmanna vill sjá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins samkvæmt könnun Capacent Gallups. Núverandi formaður nýtur margfalt minni stuðnings en flokksystir hans, bæði meðal almennra kjósenda og Sjálfstæðismanna. 10.9.2011 18:30
Hundruð ungmenna krefjast þess að Justin Bieber komi til landsins Fimm til sexhundruð aðdáendur poppstjörnunnar Justins Bieber, ganga nú fylktu liði frá Hlemmi niður á Lækjartorg. 10.9.2011 16:22
Varað við stórhættulegu mauki Matvælastofnun og landlæknir vara við frönskum matvælum vegna Clostridium botulinum. Um er að ræða ýmis frönsk mauk úr þurrkuðum tómötum, ólífur og möndlum. 10.9.2011 14:15
Obama skrifar í Fréttablaðið: Samvinna sem við þurfum á að halda "Þeir sem réðust á okkur 11. september vildu reka fleyg milli Bandaríkjanna og umheimsins. Þeim mistókst“. 10.9.2011 14:11
Ólafur Ragnar aldrei umdeildari Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur aldrei verið umdeildari en núna. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði en ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sýnir að innan við helmingur landsmanna vill að Ólafur bjóði sig aftur fram. 10.9.2011 12:55
Útilokar ekki að bjóða aftur upp á ókeypis tannlækningar Enn hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og stjórnvalda vegna aukinnar niðurgreiðslu á tannlækningum barna. Velferðarráðherra útilokar ekki að bjóða aftur ókeypis tannlækningar að ári fyrir börn tekjulágra ef tannlæknar verða enn samningslausir. 10.9.2011 12:04
Jarðskjálfti á Hellisheiði Tveir tiltölulega stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag. Annarsvegar mældist skjálfti upp á 2,5 á richter en upptök hans voru nærri Hellisheiðarvirkjun. 10.9.2011 11:50