Innlent

Fiðrildavika sett á Austurvelli

Fjöldi barna var samankominn við athöfnina í dag.
Fjöldi barna var samankominn við athöfnina í dag. Mynd/Vilhelm
Fiðrildavika UN Women á Íslandi var formlega sett á Austurvelli í dag. Um fjáröflunarverkefni samtakanna er að ræða en árið 2008 söfnuðust tæpar hundrað milljónir króna.

Þetta er í annað sinn sem svokölluð fiðrildavika er haldin hér á landi en markmiðið í ár er að hvetja landsmenn til að taka þátt í að uppræta ofbeldi, fátækt og óréttlæti meðal kvenna í fátækustu samfélögum heims.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að þema Fiðrildavikunnar sé firðrildið þar sem ætlunin er að hafa fiðrildaáhrif héðan frá íslandi því eitthvað lítið, eins og vængjasláttur örsmárra fiðrilda, geti haft gríðarleg áhrif á veðurkerfi hinum megin á hnettinum.

Af því tilefni hafa nokkur tré við Austurvöll verið skreytt fiðrildum sem nemendur Vesturbæjarskóla bjuggu til, en nemendurnir sungu fyrir konur heims á setningunni sem hófst klukkan eitt.

Þá setti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hátíðina og Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdarstýra UN Women fór með nokkur orð.

Samtökin hvetja landsmenn þess að hafa fiðrildaáhrif og standa með „systrum" sínum í fátækustu löndum heims, með því að ganga í Systralag UN Women.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×