Innlent

Varað við stórhættulegu mauki

Frá Drôme í Suður Frakklandi.
Frá Drôme í Suður Frakklandi.
Matvælastofnun og landlæknir vara við frönskum matvælum vegna Clostridium botulinum. Um er að ræða ýmis frönsk mauk úr þurrkuðum tómötum, ólífur og möndlum.

Um 8 manns hafa veikst alvarlega en varan hefur nær eingöngu verið seld í Suður Frakklandi en evrópska viðvörunarkerfið hefur ráðlagt aðildarríkjum þess að vara sína landsmenn við um hættuna ef þeir hafa keypt einhverja af þessum vörum og tekið með sér heim.

Matvælin eru ekki á markaði á Íslandi.

Matvælin voru seld í eftirfarandi svæðum í S-Frakklandi: Drôme, Var, Vaucluse, Bouches du Rhône, Gard, Hérault og Rhône Alpes.

Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á mast.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×