Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd 12. september 2011 18:35 Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur í yfir sex ár undirbúið álver á Bakka en nú bendir flest til að það verkefni sé að renna út í sandinn. Vilji núverandi ríkisstjórnar birtist raunar skýrt fyrir tveimur árum þegar hún ákvað að framlengja ekki viljayfirlýsingu við Alcoa heldur leita fleiri kosta og hafa ráðamenn Landsvirkjunar síðan skýrt frá því að þeir ættu í viðræðum við átta til tíu aðila um sölu jarðhitaorkunnar í Þingeyjarsýslum. Stöð 2 skýrði frá því í mars að þýska fyrirtækið PCC væri í viðræðum við Landsvirkjun um að reisa kísilverksmiðju við Húsavík. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 liggur þegar fyrir viljayfirlýsing milli Landsvirkjunar og PCC um 50 megavött og var hún undirrituð í vor með mikilli leynd. Þegar leitað var svara hjá Landsvirkjun í dag var því hvorki játað né neitað. Heimildir fréttastofu greina einnig frá því að Landsvirkjun sé búin að undirrita viljayfirlýsingu við tvö önnur fyrirtæki um orku Þingeyinga. Getum er að því leitt að annað þeirra sé finnska fyrirtækið Kemira, en fram kom á Stöð 2 í vor að það hefði hug á að reisa sódíumklórat-verksmiðju á Bakka sem þyrfti 40 megavött. Þriðja fyrirtækið með undirritaða viljayfirlýsingu, og það eina sem Landsvirkjun hefur opinberað, er Carbon Recycling, sem vill kaupa 50 megavött fyrir metanólverksmiðju við Kröflu. Áformuð raforkukaup þessara fyrirtækja eru hins vegar tiltölulega lítil miðað við minnst 400 megavatta álver og telja menn sem til þekkja líklegt að Landvirkjun, Landsnet og Norðurþing þurfi fleiri kaupendur á iðnaðarlóðina á Bakka til að standa undir kostnaði við innviði eins og hápennulínur og hafnargerð. Fyrr sé ekki unnt að ganga frá samningum við neinn þeirra. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. Bandaríska álfyrirtækið Alcoa hefur í yfir sex ár undirbúið álver á Bakka en nú bendir flest til að það verkefni sé að renna út í sandinn. Vilji núverandi ríkisstjórnar birtist raunar skýrt fyrir tveimur árum þegar hún ákvað að framlengja ekki viljayfirlýsingu við Alcoa heldur leita fleiri kosta og hafa ráðamenn Landsvirkjunar síðan skýrt frá því að þeir ættu í viðræðum við átta til tíu aðila um sölu jarðhitaorkunnar í Þingeyjarsýslum. Stöð 2 skýrði frá því í mars að þýska fyrirtækið PCC væri í viðræðum við Landsvirkjun um að reisa kísilverksmiðju við Húsavík. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 liggur þegar fyrir viljayfirlýsing milli Landsvirkjunar og PCC um 50 megavött og var hún undirrituð í vor með mikilli leynd. Þegar leitað var svara hjá Landsvirkjun í dag var því hvorki játað né neitað. Heimildir fréttastofu greina einnig frá því að Landsvirkjun sé búin að undirrita viljayfirlýsingu við tvö önnur fyrirtæki um orku Þingeyinga. Getum er að því leitt að annað þeirra sé finnska fyrirtækið Kemira, en fram kom á Stöð 2 í vor að það hefði hug á að reisa sódíumklórat-verksmiðju á Bakka sem þyrfti 40 megavött. Þriðja fyrirtækið með undirritaða viljayfirlýsingu, og það eina sem Landsvirkjun hefur opinberað, er Carbon Recycling, sem vill kaupa 50 megavött fyrir metanólverksmiðju við Kröflu. Áformuð raforkukaup þessara fyrirtækja eru hins vegar tiltölulega lítil miðað við minnst 400 megavatta álver og telja menn sem til þekkja líklegt að Landvirkjun, Landsnet og Norðurþing þurfi fleiri kaupendur á iðnaðarlóðina á Bakka til að standa undir kostnaði við innviði eins og hápennulínur og hafnargerð. Fyrr sé ekki unnt að ganga frá samningum við neinn þeirra.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira