Segja rökræður mikilvægar umsóknarferli 12. september 2011 05:00 Hópur Evrópuþingmanna hitti fulltrúa Evrópusinna og Heimssýnar á fundi í gær. Evrópuþingmennirnir voru ánægðir með fundinn og að fá að kynnast áherslum hreyfinganna. Fréttablaðið/Vilhelm „Umræðan hér á landi er mjög lífleg. Mjög evrópsk,“ sagði Cristian Dan Preda, Evrópuþingmaður og forsprakki sendinefndar Evrópuþingmanna sem sótti Ísland heim í vikunni. Preda lét þessi orð falla í samtali við Fréttablaðið eftir fund með fulltrúum Evrópusinna og Heimssýnar á föstudag. Evrópuþingmennirnir komu hingað til lands til að kynna sér stöðu mála og hittu meðal annars ráðherra, þingmenn og aðila vinnumarkaðarins. Á fundinum með Heimssýn og Evrópusinnum fóru talsmenn hreyfinganna yfir sínar áherslur og var meðal annars farið yfir helstu álitamál varðandi umsóknarferli Íslands. Preda, sem er Rúmeni, var ánægður með fundinn og að fá að kynnast báðum hliðum málins. „Þetta er góð umræða. Hlutföllin milli þeirra sem eru fylgjandi og gegn aðild eru misjöfn eftir löndum og andstaðan hér á landi er ekki einstök.“ Máli sínu til stuðnings nefnir hann andstöðu sem er nú til staðar innan Krótatíu og Tyrklands, ólíkt því sem var í gömlu austurblokkinni þar sem mikill meirihluti var jafnan fyrir aðild. „Rökræður sem þessar eru mikilvægar og gagnlegar fyrir alla aðila og við virðum auðvitað öll sjónarmið.“ Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að fundurinn hefði verið áhugaverður. „Það var jákvætt að þingmennirnir vildu kynna sér stöðu mála, en það sem vakti athygli mína umfram annað var að mér fannst sem þeim kæmi á óvart hversu mikil andstaða væri við ESB-aðild hér á Íslandi.“ Ásmundi finnst það benda til þess að íslenskir embættismenn og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðið sig sem skyldi í að gefa rétta mynd af íslenskri samfélagsumræðu um ESB-aðild. „Það er mikilvægt að kynna afstöðu Íslendinga með markvissum hætti og við munum brátt hefja þá vinnu. Fyrst af öllu með því að hitta þá fulltrúa ESB sem koma hingað til lands.“ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já-Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að fundurinn hefði verið áhugaverður. Hún sagði að nýlegar viðhorfskannanir sýndu að Já-hreyfingin þyrfti að taka sig á í að kynna sinn málstað. „Við erum bara rétt að byrja og erum bjartsýn á framhaldið. Við þurfum að vera duglegri í að ræða við fólk og skýra hvað felst í aðild. Það hefur sýnt sig að eftir því sem fólk er upplýstara um ESB, þeim mun jákvæðara verður það.“ thorgils@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
„Umræðan hér á landi er mjög lífleg. Mjög evrópsk,“ sagði Cristian Dan Preda, Evrópuþingmaður og forsprakki sendinefndar Evrópuþingmanna sem sótti Ísland heim í vikunni. Preda lét þessi orð falla í samtali við Fréttablaðið eftir fund með fulltrúum Evrópusinna og Heimssýnar á föstudag. Evrópuþingmennirnir komu hingað til lands til að kynna sér stöðu mála og hittu meðal annars ráðherra, þingmenn og aðila vinnumarkaðarins. Á fundinum með Heimssýn og Evrópusinnum fóru talsmenn hreyfinganna yfir sínar áherslur og var meðal annars farið yfir helstu álitamál varðandi umsóknarferli Íslands. Preda, sem er Rúmeni, var ánægður með fundinn og að fá að kynnast báðum hliðum málins. „Þetta er góð umræða. Hlutföllin milli þeirra sem eru fylgjandi og gegn aðild eru misjöfn eftir löndum og andstaðan hér á landi er ekki einstök.“ Máli sínu til stuðnings nefnir hann andstöðu sem er nú til staðar innan Krótatíu og Tyrklands, ólíkt því sem var í gömlu austurblokkinni þar sem mikill meirihluti var jafnan fyrir aðild. „Rökræður sem þessar eru mikilvægar og gagnlegar fyrir alla aðila og við virðum auðvitað öll sjónarmið.“ Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar, sagði í samtali við Fréttablaðið að fundurinn hefði verið áhugaverður. „Það var jákvætt að þingmennirnir vildu kynna sér stöðu mála, en það sem vakti athygli mína umfram annað var að mér fannst sem þeim kæmi á óvart hversu mikil andstaða væri við ESB-aðild hér á Íslandi.“ Ásmundi finnst það benda til þess að íslenskir embættismenn og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi ekki staðið sig sem skyldi í að gefa rétta mynd af íslenskri samfélagsumræðu um ESB-aðild. „Það er mikilvægt að kynna afstöðu Íslendinga með markvissum hætti og við munum brátt hefja þá vinnu. Fyrst af öllu með því að hitta þá fulltrúa ESB sem koma hingað til lands.“ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri Já-Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að fundurinn hefði verið áhugaverður. Hún sagði að nýlegar viðhorfskannanir sýndu að Já-hreyfingin þyrfti að taka sig á í að kynna sinn málstað. „Við erum bara rétt að byrja og erum bjartsýn á framhaldið. Við þurfum að vera duglegri í að ræða við fólk og skýra hvað felst í aðild. Það hefur sýnt sig að eftir því sem fólk er upplýstara um ESB, þeim mun jákvæðara verður það.“ thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira