Fleiri fréttir 52% vilja Ólaf ekki í framboð Tæplega helmingur landsmanna vill að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi kost á sér fyrir fimmta kjörtímabilið í forsetakosningum sem fara fram á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 47,6 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram að nú, en 52,4 prósent eru því andvíg. 10.9.2011 08:00 Óviss stuðningur nýrra vina Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segir afstöðuna til forsetans, sem fram kemur í könnun Fréttablaðsins, ekki koma á óvart. Forsetinn hafi aflað sér margra vina í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki með notkuninni á málskotsréttinum, en eignast óvini í eigin röðum. Þessi hlutföll þurfi því ekki að koma á óvart, þjóðin skiptist til helminga í afstöðu til hans. „Hann er hins vegar umdeildur og hvergi nærri víst að það sé á vísan að róa ákveði hann að fara fram.“ 10.9.2011 08:00 Börn verða að læra að fara með peninga „Fólk sem tekur lán til að greiða upp eldri lán er ekki með stjórn á fjármálum sínum. Þetta virðist algengt hér á landi,“ segir dr. Adele Atkinson, sérfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 10.9.2011 07:00 Furðar sig á töfum málsins Samningar hafa ekki tekist um sölu á eftirstandandi eignum þrotabús útgerðarfyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, sem lagði fram tilboð í eignirnar í ágúst, segir furðu sæta að niðurstaða sé ekki komin í málið. Ekki náðist í skiptastjóra Eyrarodda í gær. 10.9.2011 06:00 Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk „Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. 10.9.2011 05:00 Þolinmæði lögreglumanna er á þrotum Lögreglumenn á Suðurnesjum segja þolinmæði stéttarinnar vegna kjaramála á þrotum. Lögreglumenn hafa verið með lausa kjarasamninga í 283 daga. 10.9.2011 04:00 Unglingur bætist í hóp ákærðu Réttarhöldin í handrukkunarmálinu gegn tveimur liðsmönnum vélhjólagengisins Black Pistons tóku óvænta stefnu í gær þegar halda átti áfram aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ljós kom að fórnarlambið hafði bendlað þriðja manninn við hrottafengna árás á sig og hefur ákæra verið gefið út á hendur honum vegna málsins. Þriðji maðurinn er rétt tæplega sautján ára, og var áður á lista yfir vitni í málinu. Vitað var að hann hefði verið viðstaddur árásina á heimili eins hinna ákærðu, Ríkharðs Júlíusar Ríkharðssonar, forsprakka Black Pistons. 10.9.2011 03:15 Misheppnaðar löggur og lögfræðingar "Þetta er þessi lögfræðingur sem ætlar að tækla allt á amerískan hátt. Af því að hann veit ekki hvernig réttarkerfið er að virka nema úr bíómyndum. Það var þessi týpa sem eru í þessum þætti. Við erum að leika löggur sem eru alveg að misskilja,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, einn af þeim sem standa að baki Mið-Ísland þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 í vetur. 9.9.2011 20:58 Fylgi ríkisstjórnarinnar hríðfellur Fylgi við ríkisstjórnina hríðfellur en aðeins um fjórðungur landsmanna styður hana samkvæmt nýrri könnun Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. 9.9.2011 18:32 Enginn ætti að þurfa að hugleiða sjálfsvíg Fjögurra barna faðir, sem missti son sinn þegar hann fyrirfór sér, segir sjálfsvígið hafa skilið eftir margar spurningar og sektarkennd. Forvarnir gegn sjálfsvígum séu mikilvægar því engum eigi að líða svo illa að hann vilji ekki lifa. Benedikt Guðmundsson þekkir af eigin raun áhrif sjálfsvíga. Hann missti son sinn fyrir rúmum fimm árum. Hann var tuttugu og eins árs og segir Benedikt að það hafi verið mikið högg fyrir fjölskylduna. ,, Þetta skilur eftir margar spurningar og sektarkenndin og allt sem kemur í kjölfarið og allar spurningarnar. Þetta er nánast óbærilegt." 9.9.2011 18:54 Forsætisráðherra ætlar að funda með forseta vegna gagnrýni hans Forsætisráðherra ætlar að eiga orð við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands vegna gagnrýni hans á ríkisstjórnina í erlendum fjölmiðlum. Hún segir fráleitt að ríkisstjórnin hafi látið beygja sig í Icesave-málinu. 9.9.2011 19:14 Sameiningin snýst ekki um Jón Bjarnason Forsætisráðherra segir fyrirhugaða sameiningu ráðuneyta ekki snúast um Jón Bjarnason heldur um að bæta stjórnarhætti. Hún segir það óskynsamlegt af honum að vera andsnúinn sameiningunni. 9.9.2011 19:04 Jóhanna sækist eftir áframhaldandi formennsku Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun bjóða sig fram aftur til formanns Samfylkingarinnar á landsþingi flokksins sem fram fer í næsta mánuði. Jóhanna tilkynnti þetta í pósti sem hún sendi flokksmönnum í Samfylkingunni í dag. 9.9.2011 16:48 Yfirgnæfandi meirihluti samþykkir verkfallsboðun Allsherjarverkfall hjá félagsráðgjöfum hjá Reykjavíkurborg vofir yfir. Kosning um boðun verkfallsins fór fram dagana 7. - 9 . september og í tilkynningu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands segir að 83% félagsmanna hafi greitt atkvæði og af þeim 94% verfallsboðun. 9.9.2011 15:38 Borgarafundur í Iðnó um stjórnarskrármálið Hreyfingin stendur fyrir borgarafundi á mánudagskvöldið um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Á fundinum verður spurt: „Viljum við að þjóðin fái að kjósa um tillöguna áður en Alþingi taki hana til efnislegrar meðferðar, svo vilji þjóðarinnar fari ekki á milli mála?“ 9.9.2011 14:49 Þolinmæði lögreglumanna vegna kjaramála á þrotum Fjölmennur félagsfundur Lögreglufélags Suðurnesja var haldinn í gær en tilefni fundarins var að ræða veika kjaralega stöðu lögreglumanna. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er vakin athygli á því að lögreglumenn hafi verið kjarasamningslausir í 281 dag. Það sé með öllu óviðunandi. 9.9.2011 14:42 Fundu landaverksmiðju í Kópavogi Lögreglan uppgötvaði í morgun stóra landaverksmiðju í iðnaðarhúsnæði í Kópavoginum þegar glöggur lögreglumaður rann á lyktina af landanum. Um þúsund lítra af gambra var að ræða og 300 lítra af tilbúnum landa. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ekki algengt í seinni tíð að verksmiðjur af þessu tagi finnist. 9.9.2011 13:50 Chomsky fjallar um heimsmálin í Háskólabíó Bandaríski málvísindamaðurinn og samfélagsrýnirinn dr. Noam Chomsky, öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs, flytur í dag tvo fyrirlestra á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Chomsky kom til landsins í gær. Chomsky fundaði í morgun með Jóni Gnarr borgarstóra og eiginkonu hans en á hádegi flutti hann fyrirlestur á námskeiði um áhrif hugmynda hans á rannsóknir og umræðu í mannlegum fræðum. Námskeiðið er kennt á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Fyrirlestur dr. Chomskys fjallaði um málfræði og nefnist „The ´Generative Enterprise´: Its origins, goals, prospects" að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskólanum. 9.9.2011 13:34 Nota Facebook við rannsókn sakamála Dæmi eru um að lögreglan hafi nýtt sér upplýsingar af samskiptavefnum facebook við lausn sakamála. Lögreglan hefur haldið úti facebook síðu í hátt í ár með góðum árangri. 9.9.2011 13:17 Ekki alvarlega slasaður Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann missti stjórn á hjóli sínu á Nauthólsvegi í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn að taka fram úr þegar hann missti stjórnina á hjólinu. Hann lenti á ljósastraur og kastaðist út á götu. Vakthafandi læknir á slysadeild segir að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður en verður þó í rannsóknum í dag á spítalanum. 9.9.2011 11:54 Fíkniefnahundurinn Lúna fann spítt og gras Tvö fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Þar voru tveir piltar um tvítugt teknir með fíkniefni þegar þeir komu með ferjunni Baldri, sem leysir nú Herjólf af. 9.9.2011 11:44 Eldur í gaskút Minnstu munaði að mikil sprenging varð í gagnvari Verne á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun þegar eldur kom upp í gaskúti. Slökkviliðið var kallað til og náði að ráða niðurlögum eldsins en súrefnisflaska sem var við hlið gaskútsins var orðin sjóðandi heit og hefði getað sprungið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Vel gekk að ráð niðurlögum eldsins, sem var ekki mikill. Enginn slasaðist og engar skemmdir urðu á húsnæðinu. 9.9.2011 10:31 Fyrrum sambýlismaður Sivjar neitar sök Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, segist saklaus af ákærum um brot á friðhelgi einkalífsins og brot á fjarskiptalögum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9.9.2011 10:08 Skoða tillögur um byggingu unglingafangelsis Velferðarráðherra skoðar um þessar mundir tillögur til úrbóta í barnaverndamálum. Eins og Vísir greindi frá um síðustu helgi hefur Barnaverndastofa sent ráðherranum geinargerð með tillögum til úrbóta. 9.9.2011 09:30 Missti stjórn á mótórhjólinu Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann missti stjórn á hjóli sínu á Flugvallarvegi í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að maðurinn hafi hafnað utanvegar en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður. 9.9.2011 09:26 Kjósendur VG helst á móti kaupum Nubo Stuðningsmenn Vinstri grænna skera sig frá öðrum með almennri andstöðu við að Huang Nubo fái að kaupa Grímsstaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti landsmanna vill heimila landakaupin. 9.9.2011 08:45 Lögreglan auglýsir eftir bifreið Bíl var stolið við Kaupvangsstræti á Akureyri laust fyrir klukkan tvö í nótt. Jakka eiganda bílsins var stolið skömmu áður inni á veitingastað við götuna og fann þjófurinn þar bíllykla og tók bílinn í kjölfarið. Bíllinn hefur ekki fundist og lýsir lögreglan eftir honum. Hann er með skráningarnúmerið BX-763 og er hvít Toyota Corolla. 9.9.2011 08:02 Fékk að hlýja sér í fangaklefa Einn gisti fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hafði maðurinn í engin hús að vernda og fékk að sofa úr sér inni í hlýjunni. 9.9.2011 07:59 Meirihluti hlynntur Nubo Meirihluti landsmanna er hlynntur því að leyfa kínverska kaupsýslumanninum Huang Nubo að kaupa stóra landareign á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 9.9.2011 07:00 Tappinn skrúfaður í flöskur Klettavatns Framleiðsla á gosdrykkjum úr íslensku vatni undir merkjum Gosverksmiðjunnar Kletts í Reykjavík var lögð niður í ágúst og starfsfólk sent heim. Viðræður um endurfjármögnun fyrirtækisins standa nú yfir. Óvíst er hvenær viðræðum lýkur og framleiðsla kemst í gang á ný. 9.9.2011 06:30 Ráðherra sakaður um afskipti af sölu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að fjármálaráðherra gæfi þeim munnlega skýrslu um aðkomu sína að kaupum Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Vitnuðu þeir í frétt Morgunblaðsins, þar sem segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið í leynimakki vegna málsins. 9.9.2011 06:00 Neyðaráætlun um Kvikmyndaskóla Svandís Svavarsdóttir, starfandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað hóp til að finna lausn á málefnum nemenda Kvikmyndaskóla Íslands. 9.9.2011 06:00 Réttmæti neyðarlaganna í umræðu fyrir Hæstarétti Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli almennra kröfuhafa í þrotabú gamla Landsbankans sem krefjast þess að innstæður á Icesave-reikningunum verði ekki metnar sem forgangskröfur í búið. 9.9.2011 05:00 Skólasetning bíður nýrrar byggingar Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði hefur ekki verið settur formlega þar sem hús undir starfsemina er ekki tilbúið. Skólastarf er engu að síður hafið og nýbygging að rísa við hlið upprunalegs leikskóla Hjallastefnunnar. 9.9.2011 04:00 Spítalinn verði austan Elliðaáa „Það er gjörsamlega galið hvernig farið hefur verið með almannafé. Það hefur verið varið hátt í þrjú þúsund milljónum í vangaveltur um hönnun einstakra bygginga nýs Landspítala án þess að almennileg, forsvaranleg staðarvalsgreining hafi verið gerð.“ 9.9.2011 04:00 Kallað eftir forsætisráðherra Stjórnarandstaðan fór mikinn á þingi í gær og kvartaði yfir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væri ekki viðstödd óundirbúinn fyrirspurnartíma ráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, forseti Alþingis, útskýrði að forsætisráðherra væri upptekinn vegna komu erlendra ráðamanna. Það sló ekki á gagnrýni stjórnarandstöðunnar. 9.9.2011 04:00 Sýni varúð með barnamyndir Heimili og skóli – landssamtök foreldra og SAFT skora á alla skóla, frístundaheimili og aðra í íþrótta- og tómstundastarfi með börnum og unglingum að fara gætilega með ljósmyndir úr starfinu. 9.9.2011 04:00 Ekki heimilt að krefjast veiða Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) telja að ekki sé heimilt að krefjast þess að skip búi yfir aflaheimildum til þess að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, eins og segir í kvótafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 9.9.2011 03:15 Krefjast þess að Obama beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum Hópur umhverfisverndasamtaka krefjast þess að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða Íslendinga. Þess er krafist að forsetinn tilkynni fulltrúadeild þingsins fyrir 17. september næstkomandi hvaða þvingana hann geti gripið til. 8.9.2011 22:56 Ferðamaður slapp með skrekkinn Danskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar hann velti bíl sínum nokkrar veltur á malarvegi á Rangárvallavegi, við Keldur á Rangárvöllum, í dag. Daninn steig ómeiddur úr flaki bílsins, sem lögreglan á Hvolsvelli telur ónýtan. Ekki er talið ólíklegt að ferðamaðurinn hafi verið á of mikilli ferð, að minnsta kosti miðað við aðstæður. 8.9.2011 22:08 Staðgengli borgarstjóra fundið nýtt starfsheiti Borgarráð samþykkti að stofnað verði nýtt embætti borgarritara. Samkvæmt tillögunni á borgarritari að hafa yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Hann á að vera staðgengill borgarstjóra og hafa aðsetur á skrifstofu hans. 8.9.2011 21:40 Markmiðið að öll börn hafi aðgang að tannlæknaþjónustu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að börnum tekjulágra verði áfram boðin ókeypis tannlæknaþjónusta á vegum ráðuneytisins og Háskóla Íslands. Tilraunaverkefni um slíkt fór fram í sumar og er ekki að fullu lokið. Tannlæknir sem var ósáttur við að börnunum væri boðin þessi þjónusta kærði málið til Samkeppniseftirlitið í sumar, en þeirri kæru var vísað frá í dag. 8.9.2011 20:47 Innan við 10% kennara eru konur Af áttatíu og fjórum kennurum við læknadeild Háskóla Íslands eru átta konur í kennaraliðinu og ein kona er prófessor við deildina. Konur sækja síður um stöður skólans segir dósent við læknadeild. Þá kenna mun færri konur en karlar í deildum verkfræði- og náttúruvísindasviðs. 8.9.2011 20:04 Vilja að fjöldi ráðuneyta sé ákveðinn í lögum Minnihlutinn í allsherjarnefnd leggst gegn þeirri tillögu sem kemur fram í lagafrumvarpi um stjórnarráð Íslands að forsætisráðherra ákveði hvaða ráðuneyti starfi á hverjum tíma fyrir sig í stað þess að slíkt sé ákveðið með lögum. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi. 8.9.2011 19:50 Stal bíl sem hann var að reynsluaka Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bíl sem stolið var í Grindavík í dag. Sá sem fékk bílinn lánaðan til reynsluaksturs skilaði honum ekki á tilsettum tíma. Eigandinn kærði málið til lögreglu. 8.9.2011 19:34 Sjá næstu 50 fréttir
52% vilja Ólaf ekki í framboð Tæplega helmingur landsmanna vill að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gefi kost á sér fyrir fimmta kjörtímabilið í forsetakosningum sem fara fram á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Alls sögðust 47,6 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni vilja að Ólafur Ragnar bjóði sig fram að nú, en 52,4 prósent eru því andvíg. 10.9.2011 08:00
Óviss stuðningur nýrra vina Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur segir afstöðuna til forsetans, sem fram kemur í könnun Fréttablaðsins, ekki koma á óvart. Forsetinn hafi aflað sér margra vina í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki með notkuninni á málskotsréttinum, en eignast óvini í eigin röðum. Þessi hlutföll þurfi því ekki að koma á óvart, þjóðin skiptist til helminga í afstöðu til hans. „Hann er hins vegar umdeildur og hvergi nærri víst að það sé á vísan að róa ákveði hann að fara fram.“ 10.9.2011 08:00
Börn verða að læra að fara með peninga „Fólk sem tekur lán til að greiða upp eldri lán er ekki með stjórn á fjármálum sínum. Þetta virðist algengt hér á landi,“ segir dr. Adele Atkinson, sérfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 10.9.2011 07:00
Furðar sig á töfum málsins Samningar hafa ekki tekist um sölu á eftirstandandi eignum þrotabús útgerðarfyrirtækisins Eyrarodda á Flateyri. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish, sem lagði fram tilboð í eignirnar í ágúst, segir furðu sæta að niðurstaða sé ekki komin í málið. Ekki náðist í skiptastjóra Eyrarodda í gær. 10.9.2011 06:00
Segja samkynhneigð synd og fá ekki styrk „Reglurnar bitna á okkur því við höfum þá skoðun að samlíf samkynhneigðra sé ekki gott og hollt fyrir okkur," segir Friðrik Schram, safnaðarprestur Íslensku Kristskirkjunnar, sem fær ekki fyrirhugaðan fjárstyrk frá Reykjavíkurborg vegna skoðana safnaðarins á samkynhneigð. 10.9.2011 05:00
Þolinmæði lögreglumanna er á þrotum Lögreglumenn á Suðurnesjum segja þolinmæði stéttarinnar vegna kjaramála á þrotum. Lögreglumenn hafa verið með lausa kjarasamninga í 283 daga. 10.9.2011 04:00
Unglingur bætist í hóp ákærðu Réttarhöldin í handrukkunarmálinu gegn tveimur liðsmönnum vélhjólagengisins Black Pistons tóku óvænta stefnu í gær þegar halda átti áfram aðalmeðferð þess í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ljós kom að fórnarlambið hafði bendlað þriðja manninn við hrottafengna árás á sig og hefur ákæra verið gefið út á hendur honum vegna málsins. Þriðji maðurinn er rétt tæplega sautján ára, og var áður á lista yfir vitni í málinu. Vitað var að hann hefði verið viðstaddur árásina á heimili eins hinna ákærðu, Ríkharðs Júlíusar Ríkharðssonar, forsprakka Black Pistons. 10.9.2011 03:15
Misheppnaðar löggur og lögfræðingar "Þetta er þessi lögfræðingur sem ætlar að tækla allt á amerískan hátt. Af því að hann veit ekki hvernig réttarkerfið er að virka nema úr bíómyndum. Það var þessi týpa sem eru í þessum þætti. Við erum að leika löggur sem eru alveg að misskilja,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, einn af þeim sem standa að baki Mið-Ísland þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 í vetur. 9.9.2011 20:58
Fylgi ríkisstjórnarinnar hríðfellur Fylgi við ríkisstjórnina hríðfellur en aðeins um fjórðungur landsmanna styður hana samkvæmt nýrri könnun Vísis, Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. 9.9.2011 18:32
Enginn ætti að þurfa að hugleiða sjálfsvíg Fjögurra barna faðir, sem missti son sinn þegar hann fyrirfór sér, segir sjálfsvígið hafa skilið eftir margar spurningar og sektarkennd. Forvarnir gegn sjálfsvígum séu mikilvægar því engum eigi að líða svo illa að hann vilji ekki lifa. Benedikt Guðmundsson þekkir af eigin raun áhrif sjálfsvíga. Hann missti son sinn fyrir rúmum fimm árum. Hann var tuttugu og eins árs og segir Benedikt að það hafi verið mikið högg fyrir fjölskylduna. ,, Þetta skilur eftir margar spurningar og sektarkenndin og allt sem kemur í kjölfarið og allar spurningarnar. Þetta er nánast óbærilegt." 9.9.2011 18:54
Forsætisráðherra ætlar að funda með forseta vegna gagnrýni hans Forsætisráðherra ætlar að eiga orð við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands vegna gagnrýni hans á ríkisstjórnina í erlendum fjölmiðlum. Hún segir fráleitt að ríkisstjórnin hafi látið beygja sig í Icesave-málinu. 9.9.2011 19:14
Sameiningin snýst ekki um Jón Bjarnason Forsætisráðherra segir fyrirhugaða sameiningu ráðuneyta ekki snúast um Jón Bjarnason heldur um að bæta stjórnarhætti. Hún segir það óskynsamlegt af honum að vera andsnúinn sameiningunni. 9.9.2011 19:04
Jóhanna sækist eftir áframhaldandi formennsku Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mun bjóða sig fram aftur til formanns Samfylkingarinnar á landsþingi flokksins sem fram fer í næsta mánuði. Jóhanna tilkynnti þetta í pósti sem hún sendi flokksmönnum í Samfylkingunni í dag. 9.9.2011 16:48
Yfirgnæfandi meirihluti samþykkir verkfallsboðun Allsherjarverkfall hjá félagsráðgjöfum hjá Reykjavíkurborg vofir yfir. Kosning um boðun verkfallsins fór fram dagana 7. - 9 . september og í tilkynningu frá Félagsráðgjafafélagi Íslands segir að 83% félagsmanna hafi greitt atkvæði og af þeim 94% verfallsboðun. 9.9.2011 15:38
Borgarafundur í Iðnó um stjórnarskrármálið Hreyfingin stendur fyrir borgarafundi á mánudagskvöldið um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Á fundinum verður spurt: „Viljum við að þjóðin fái að kjósa um tillöguna áður en Alþingi taki hana til efnislegrar meðferðar, svo vilji þjóðarinnar fari ekki á milli mála?“ 9.9.2011 14:49
Þolinmæði lögreglumanna vegna kjaramála á þrotum Fjölmennur félagsfundur Lögreglufélags Suðurnesja var haldinn í gær en tilefni fundarins var að ræða veika kjaralega stöðu lögreglumanna. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum er vakin athygli á því að lögreglumenn hafi verið kjarasamningslausir í 281 dag. Það sé með öllu óviðunandi. 9.9.2011 14:42
Fundu landaverksmiðju í Kópavogi Lögreglan uppgötvaði í morgun stóra landaverksmiðju í iðnaðarhúsnæði í Kópavoginum þegar glöggur lögreglumaður rann á lyktina af landanum. Um þúsund lítra af gambra var að ræða og 300 lítra af tilbúnum landa. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ekki algengt í seinni tíð að verksmiðjur af þessu tagi finnist. 9.9.2011 13:50
Chomsky fjallar um heimsmálin í Háskólabíó Bandaríski málvísindamaðurinn og samfélagsrýnirinn dr. Noam Chomsky, öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs, flytur í dag tvo fyrirlestra á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Chomsky kom til landsins í gær. Chomsky fundaði í morgun með Jóni Gnarr borgarstóra og eiginkonu hans en á hádegi flutti hann fyrirlestur á námskeiði um áhrif hugmynda hans á rannsóknir og umræðu í mannlegum fræðum. Námskeiðið er kennt á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Fyrirlestur dr. Chomskys fjallaði um málfræði og nefnist „The ´Generative Enterprise´: Its origins, goals, prospects" að því er fram kemur í tilkynningu frá Háskólanum. 9.9.2011 13:34
Nota Facebook við rannsókn sakamála Dæmi eru um að lögreglan hafi nýtt sér upplýsingar af samskiptavefnum facebook við lausn sakamála. Lögreglan hefur haldið úti facebook síðu í hátt í ár með góðum árangri. 9.9.2011 13:17
Ekki alvarlega slasaður Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann missti stjórn á hjóli sínu á Nauthólsvegi í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn að taka fram úr þegar hann missti stjórnina á hjólinu. Hann lenti á ljósastraur og kastaðist út á götu. Vakthafandi læknir á slysadeild segir að maðurinn sé ekki alvarlega slasaður en verður þó í rannsóknum í dag á spítalanum. 9.9.2011 11:54
Fíkniefnahundurinn Lúna fann spítt og gras Tvö fíkniefnamál komu upp í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Þar voru tveir piltar um tvítugt teknir með fíkniefni þegar þeir komu með ferjunni Baldri, sem leysir nú Herjólf af. 9.9.2011 11:44
Eldur í gaskút Minnstu munaði að mikil sprenging varð í gagnvari Verne á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun þegar eldur kom upp í gaskúti. Slökkviliðið var kallað til og náði að ráða niðurlögum eldsins en súrefnisflaska sem var við hlið gaskútsins var orðin sjóðandi heit og hefði getað sprungið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Vel gekk að ráð niðurlögum eldsins, sem var ekki mikill. Enginn slasaðist og engar skemmdir urðu á húsnæðinu. 9.9.2011 10:31
Fyrrum sambýlismaður Sivjar neitar sök Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur alþingismanns, segist saklaus af ákærum um brot á friðhelgi einkalífsins og brot á fjarskiptalögum. Ákæra gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 9.9.2011 10:08
Skoða tillögur um byggingu unglingafangelsis Velferðarráðherra skoðar um þessar mundir tillögur til úrbóta í barnaverndamálum. Eins og Vísir greindi frá um síðustu helgi hefur Barnaverndastofa sent ráðherranum geinargerð með tillögum til úrbóta. 9.9.2011 09:30
Missti stjórn á mótórhjólinu Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild eftir að hann missti stjórn á hjóli sínu á Flugvallarvegi í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að maðurinn hafi hafnað utanvegar en ekki liggur fyrir hversu alvarlega hann er slasaður. 9.9.2011 09:26
Kjósendur VG helst á móti kaupum Nubo Stuðningsmenn Vinstri grænna skera sig frá öðrum með almennri andstöðu við að Huang Nubo fái að kaupa Grímsstaði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Meirihluti landsmanna vill heimila landakaupin. 9.9.2011 08:45
Lögreglan auglýsir eftir bifreið Bíl var stolið við Kaupvangsstræti á Akureyri laust fyrir klukkan tvö í nótt. Jakka eiganda bílsins var stolið skömmu áður inni á veitingastað við götuna og fann þjófurinn þar bíllykla og tók bílinn í kjölfarið. Bíllinn hefur ekki fundist og lýsir lögreglan eftir honum. Hann er með skráningarnúmerið BX-763 og er hvít Toyota Corolla. 9.9.2011 08:02
Fékk að hlýja sér í fangaklefa Einn gisti fangageymslu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hafði maðurinn í engin hús að vernda og fékk að sofa úr sér inni í hlýjunni. 9.9.2011 07:59
Meirihluti hlynntur Nubo Meirihluti landsmanna er hlynntur því að leyfa kínverska kaupsýslumanninum Huang Nubo að kaupa stóra landareign á Grímsstöðum á Fjöllum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi. 9.9.2011 07:00
Tappinn skrúfaður í flöskur Klettavatns Framleiðsla á gosdrykkjum úr íslensku vatni undir merkjum Gosverksmiðjunnar Kletts í Reykjavík var lögð niður í ágúst og starfsfólk sent heim. Viðræður um endurfjármögnun fyrirtækisins standa nú yfir. Óvíst er hvenær viðræðum lýkur og framleiðsla kemst í gang á ný. 9.9.2011 06:30
Ráðherra sakaður um afskipti af sölu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að fjármálaráðherra gæfi þeim munnlega skýrslu um aðkomu sína að kaupum Magma Energy á hlut Geysis Green Energy í HS Orku. Vitnuðu þeir í frétt Morgunblaðsins, þar sem segir að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið í leynimakki vegna málsins. 9.9.2011 06:00
Neyðaráætlun um Kvikmyndaskóla Svandís Svavarsdóttir, starfandi mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað hóp til að finna lausn á málefnum nemenda Kvikmyndaskóla Íslands. 9.9.2011 06:00
Réttmæti neyðarlaganna í umræðu fyrir Hæstarétti Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli almennra kröfuhafa í þrotabú gamla Landsbankans sem krefjast þess að innstæður á Icesave-reikningunum verði ekki metnar sem forgangskröfur í búið. 9.9.2011 05:00
Skólasetning bíður nýrrar byggingar Barnaskóli Hjallastefnunnar í Hafnarfirði hefur ekki verið settur formlega þar sem hús undir starfsemina er ekki tilbúið. Skólastarf er engu að síður hafið og nýbygging að rísa við hlið upprunalegs leikskóla Hjallastefnunnar. 9.9.2011 04:00
Spítalinn verði austan Elliðaáa „Það er gjörsamlega galið hvernig farið hefur verið með almannafé. Það hefur verið varið hátt í þrjú þúsund milljónum í vangaveltur um hönnun einstakra bygginga nýs Landspítala án þess að almennileg, forsvaranleg staðarvalsgreining hafi verið gerð.“ 9.9.2011 04:00
Kallað eftir forsætisráðherra Stjórnarandstaðan fór mikinn á þingi í gær og kvartaði yfir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra væri ekki viðstödd óundirbúinn fyrirspurnartíma ráðherra. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, forseti Alþingis, útskýrði að forsætisráðherra væri upptekinn vegna komu erlendra ráðamanna. Það sló ekki á gagnrýni stjórnarandstöðunnar. 9.9.2011 04:00
Sýni varúð með barnamyndir Heimili og skóli – landssamtök foreldra og SAFT skora á alla skóla, frístundaheimili og aðra í íþrótta- og tómstundastarfi með börnum og unglingum að fara gætilega með ljósmyndir úr starfinu. 9.9.2011 04:00
Ekki heimilt að krefjast veiða Samtök íslenskra fiskimanna (SÍF) telja að ekki sé heimilt að krefjast þess að skip búi yfir aflaheimildum til þess að stunda fiskveiðar í atvinnuskyni, eins og segir í kvótafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. 9.9.2011 03:15
Krefjast þess að Obama beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum Hópur umhverfisverndasamtaka krefjast þess að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, beiti Íslendinga viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða Íslendinga. Þess er krafist að forsetinn tilkynni fulltrúadeild þingsins fyrir 17. september næstkomandi hvaða þvingana hann geti gripið til. 8.9.2011 22:56
Ferðamaður slapp með skrekkinn Danskur ferðamaður slapp með skrekkinn þegar hann velti bíl sínum nokkrar veltur á malarvegi á Rangárvallavegi, við Keldur á Rangárvöllum, í dag. Daninn steig ómeiddur úr flaki bílsins, sem lögreglan á Hvolsvelli telur ónýtan. Ekki er talið ólíklegt að ferðamaðurinn hafi verið á of mikilli ferð, að minnsta kosti miðað við aðstæður. 8.9.2011 22:08
Staðgengli borgarstjóra fundið nýtt starfsheiti Borgarráð samþykkti að stofnað verði nýtt embætti borgarritara. Samkvæmt tillögunni á borgarritari að hafa yfirumsjón með miðlægri stjórnsýslu og stoðþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar. Hann á að vera staðgengill borgarstjóra og hafa aðsetur á skrifstofu hans. 8.9.2011 21:40
Markmiðið að öll börn hafi aðgang að tannlæknaþjónustu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra útilokar ekki að börnum tekjulágra verði áfram boðin ókeypis tannlæknaþjónusta á vegum ráðuneytisins og Háskóla Íslands. Tilraunaverkefni um slíkt fór fram í sumar og er ekki að fullu lokið. Tannlæknir sem var ósáttur við að börnunum væri boðin þessi þjónusta kærði málið til Samkeppniseftirlitið í sumar, en þeirri kæru var vísað frá í dag. 8.9.2011 20:47
Innan við 10% kennara eru konur Af áttatíu og fjórum kennurum við læknadeild Háskóla Íslands eru átta konur í kennaraliðinu og ein kona er prófessor við deildina. Konur sækja síður um stöður skólans segir dósent við læknadeild. Þá kenna mun færri konur en karlar í deildum verkfræði- og náttúruvísindasviðs. 8.9.2011 20:04
Vilja að fjöldi ráðuneyta sé ákveðinn í lögum Minnihlutinn í allsherjarnefnd leggst gegn þeirri tillögu sem kemur fram í lagafrumvarpi um stjórnarráð Íslands að forsætisráðherra ákveði hvaða ráðuneyti starfi á hverjum tíma fyrir sig í stað þess að slíkt sé ákveðið með lögum. Frumvarpið er nú til annarrar umræðu á Alþingi. 8.9.2011 19:50
Stal bíl sem hann var að reynsluaka Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bíl sem stolið var í Grindavík í dag. Sá sem fékk bílinn lánaðan til reynsluaksturs skilaði honum ekki á tilsettum tíma. Eigandinn kærði málið til lögreglu. 8.9.2011 19:34