Guðmundur Felix vill nýjar hendur - helst í réttum lit og kyni Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. september 2011 20:00 Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. Handleggina missti Guðmundur rétt fyrir neðan axlir árið 1998, þá 26 ára gamall. Hann hefur upp frá því haldið í vonina um að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkrahúsi í Frakklandi, og í gær fékk hann grænt ljós frá læknateyminu sem þar starfar. „Ég er alveg bara dofinn. Ég snýst bara í hringi," segir Guðmundur. Nú er þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar, við hverju má búast? „Einhverju betra en það er í dag allavega," svarar Guðmundur og bætir við: „Hvort að ég nái einhverntímann einhverri færni með fingurna á mér er í rauninni frekar ósennilegt en ekki útilokað. En bara ef ég get fengið einhverja tilfinningu og ég get hreyft olnbogann, og ég er með einhverja fálmara, eitthvað annað heldur en að vera "amputeraður" við axlir þá verð ég bara rosa sáttur." Líf Guðmundar tekur nú miklum breytingum en hann hefur ákveðið að flytja til Lyon í Frakklandi, þar sem aðgerðin verður framkvæmd, en það getur tekið nokkurn tíma fyrir læknana að finna nothæfa handleggi. „Líffæri, geta verið úr kalli eða konu, barni eða gamalmenni en hendurnar þurfa að passa mikið betur. Blóðflokkurinn er náttúrulega aðalatriðið en svo er svona skemmtilegra að hafa þær í réttum lit og stærð... og af réttu kyni," segir Guðmundur. Og Guðmundur stefnir á að vera farinn til Frakklands um næstu áramót. „Ég ætla bara að bíða í Frakklandi. Það er 6 tíma rammi eftir að "donor" kemur þangað til að ég verð að vera kominn. Og ég ætla ekki að treysta á það að eldfjöllin hérna verði í lagi eða flugvél bíði eftir mér. Það er bara of mikið í húfi." Ljóst er að Guðmundur þarf á fjárstuðningi að halda til að draumurinn geti orðið að veruleika en hann á eftir að koma til með að standa straum af öllum kostnaði sem aðgerðinni fylgir. Þeir sem vilja leggja honum lið geta lagt inn á styrktarreikning: 537-26-2164, kt. 5307110130. Einnig er hægt að hringja í söfnunarnúmerin: 901 5100, fyrir 1000 kr, 901 5200 fyrir 2000 kr og 901 5500 fyrir 5000 kr. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í vinnuslysi fyrir tæpum tveimur áratugum, fékk í gær langþráð samþykki lækna fyrir handaágræðslu. Sérfræðingar telja ólíklegt að hann fái mátt í báða handleggi en Guðmundur heldur þó í þá von. Handleggina missti Guðmundur rétt fyrir neðan axlir árið 1998, þá 26 ára gamall. Hann hefur upp frá því haldið í vonina um að komast í handaágræðslu á sérhæfðu sjúkrahúsi í Frakklandi, og í gær fékk hann grænt ljós frá læknateyminu sem þar starfar. „Ég er alveg bara dofinn. Ég snýst bara í hringi," segir Guðmundur. Nú er þetta fyrsta aðgerð sinnar tegundar, við hverju má búast? „Einhverju betra en það er í dag allavega," svarar Guðmundur og bætir við: „Hvort að ég nái einhverntímann einhverri færni með fingurna á mér er í rauninni frekar ósennilegt en ekki útilokað. En bara ef ég get fengið einhverja tilfinningu og ég get hreyft olnbogann, og ég er með einhverja fálmara, eitthvað annað heldur en að vera "amputeraður" við axlir þá verð ég bara rosa sáttur." Líf Guðmundar tekur nú miklum breytingum en hann hefur ákveðið að flytja til Lyon í Frakklandi, þar sem aðgerðin verður framkvæmd, en það getur tekið nokkurn tíma fyrir læknana að finna nothæfa handleggi. „Líffæri, geta verið úr kalli eða konu, barni eða gamalmenni en hendurnar þurfa að passa mikið betur. Blóðflokkurinn er náttúrulega aðalatriðið en svo er svona skemmtilegra að hafa þær í réttum lit og stærð... og af réttu kyni," segir Guðmundur. Og Guðmundur stefnir á að vera farinn til Frakklands um næstu áramót. „Ég ætla bara að bíða í Frakklandi. Það er 6 tíma rammi eftir að "donor" kemur þangað til að ég verð að vera kominn. Og ég ætla ekki að treysta á það að eldfjöllin hérna verði í lagi eða flugvél bíði eftir mér. Það er bara of mikið í húfi." Ljóst er að Guðmundur þarf á fjárstuðningi að halda til að draumurinn geti orðið að veruleika en hann á eftir að koma til með að standa straum af öllum kostnaði sem aðgerðinni fylgir. Þeir sem vilja leggja honum lið geta lagt inn á styrktarreikning: 537-26-2164, kt. 5307110130. Einnig er hægt að hringja í söfnunarnúmerin: 901 5100, fyrir 1000 kr, 901 5200 fyrir 2000 kr og 901 5500 fyrir 5000 kr.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira