Fleiri fréttir

Nokkuð um umferðalagabrot

Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Ellefu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og tveir í Kópavogi og Garðabæ. Sex voru teknir á laugardag og níu á sunnudag. Þetta voru tíu karlar á aldrinum 20-62 ára og fimm konur, 24-58 ára. Fjórir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

Samkynhneigðir vilja útskýringar á orðinu „framsóknarhommi“

Samtökin ´78 gera athugasemdir við ummæli sem fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson lét falla í þjóðmálaþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar var hann inntur eftir viðbrögðum vegna úrsagnar Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum. Ingvi Hrafn sagði þá:

Íslensk glerlíffæri boðin upp í kvöld

Einn þekktasti hönnuður Íslands, Sigga Heimis, stóð fyrir nýstárlegri sýningu á Menningarnótt sem hún hefur undanfarin fimm ár unnið að með einu þekktasta glerlistasafni heims, Corning glerlistasafninu í New York.

Mikinn reyk lagði frá Sundahöfn

Eldur kviknaði í dekkjum í Sundahöfn um fjögurleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var um lítinn eld að ræða og var eldurinn slökktur fljótlega. Töluverðan reyk lagði frá eldinum og sást hann víðsvegar að úr Reykjavík.

Óska RÚV til hamingju með Emmy tilnefningu

Stjórn Blaðamannafélag Íslands samþykkti ályktun í dag þar sem fréttastofu RÚV er óskað til hamingju með þá miklu viðurkenningu sem fólgin er í því fyrir fréttamenn og fréttamyndatökumenn fréttastofunnar að fréttaflutningur af eldgosinu í Eyjafjallajökli hafi verið tilnefndur til Emmyu verðlauna. Segir stjórn Blaðamannafélagsins að þetta sé glæsilegur árangur af starfi frétta- og fréttamyndatökumanna fréttastofunnar um árabil.

Nemendur krefjast þess að ráðuneytið hlusti

40 nemendur úr Kvikmyndaskóla Íslands sitja nú fyrir utan skrifstofur menntamálaráðuneytisins. Þeir krefjast þess að ráðuneytið hlusti á skólann og tilboð frá honum.

Polli er týndur

Dísarpáfagaukurinn okkar, Polli, er týndur. Hann flaug frá Gullsmára 8 í Kópavogi um klukkan 13:00 í dag og sást seinast þegar hann flaug í átt að Garðabæ. Hann er býsna hávær og ef einhver sér hann þá er hann beðinn um að hafa samband við Hrafn Oddsson í síma 8942131 eða lögregluna Meðfylgjandi er mynd af gauknum með einum af eigendum sínum.

Síminn stoppar ekki hjá Guðmundi Steingríms

Undanfarin sólarhring hefur síminn ekki stoppað og pósti rignir inn. Þetta segir Guðmundur Steingrimsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í pistli á vefsíðu sinni þar sem hann útskýrir úrsögn sína úr Framsóknarflokknum.

Velferðarráðuneytið áfrýjar í Sólheimamáli

Velferðarráðherra hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sólheima í Grímsnesi gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. Ráðherra kynnti ákvörðunina á fundi ríkisstjórnar í dag. Ákvörðun ríkislögmanns er tekin á grundvelli tilmæla frá Ríkislögmanni

Óvíst hvernig nýja fangelsið verður fjármagnað

Fangelsið á Hólmsheiði í Reykjavík verður gæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsi fyrir 56 fanga. Aðspurður um hvort fangelsið verði reist með einkaframkvæmd eða ekki segir Ögmundur Jónasson það ekki afráðið. Það sé þó alveg víst að á endanum greiði skattborgararnir fyrir byggingu þess.

Fornleifar í Skagafirði

Fornleifafræðingar Byggðasafns Skagafjarðar fundu nýverið ævafornt kirkjustæði og skeyttu þar með einum 500 árum framan við kirkjusögu á bænum Óslandi í austanverðum Skagafirði.

Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um byggingu fangelsis

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að tillögu innanríkisráðherra að hefja byggingu nýs gæsluvarðhalds- og öryggisfangelsis á Hólmsheiði, ofan Grafarholts í Reykjavík. Stefnt er að verklokum innan þriggja ára. Kostnaðaráætlun nemur um 2,1 milljarði króna, samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.

Bakland Guðmundar óánægðir Evrópusinnar í Framsókn

Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna.

Kvikmyndaskólinn settur á föstudaginn en skólahald frestast

Kvikmyndaskóli Íslands verður settur í Bíó paradís á föstudaginn klukkan eitt. Engu að síður hefur stjórn skólans ákveðið að fresta formlegu skólahaldi til 4. nóvember 2011. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn skólans sendi frá sér rétt fyrir hádegi.

Símkerfið bilað hjá Háskólanum

Símkerfi Háskóla Íslands liggur niðri þessa stundina. Því er ekki hægt að hafa samband við skólann símleiðis. Viðgerð stendur yfir og beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Guðmundur formlega genginn úr Framsóknarflokknum

Guðmundur Steingrímsson alþingismaður mætti á skrifstofu Framsóknarflokksins i dag til þess að segja sig úr flokknum. Hann ræddi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann flokksins um afstöðu sína.

Skemmdir unnar á bílum Securitas

Skemmdir hafa verið unnar á bílum Securitas í Skeifunni í nótt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um skemmdarverkin klukkan korter í átta í morgun, en ekki er vitað hversu margir bílar voru skemmdir. Ekki náðist í Guðmund Arason, forstjóra Securitas, vegna málsins.

Nýtt skólahús vígt í Hvalfjarðarsveit

Nýtt skólahúsnæði verður vígt í Hvalfjarðarsveit í dag við setningu skólans klukkan fjögur. Um er að ræða sameinaðan leik- og grunnskóla í en hönnun hússins var í höndum arkitektastofunnar Studio strik. Ingibjörg Hannesdóttir segir um merkisdag í skólasögu Hvalfjarðarsveitar að ræða.

Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi

Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum.

Bandaríski flugherinn í loftrýmisgæslu

Hundrað og tuttugu liðsmenn bandaríska flughersins taka nú þátt í loftrýmisgæslu hér á landi en fjórar F-16 þotur taka þátt í verkefninu. Á vef Víkurfrétta segir að flugsveitin hafi komið í síðustu viku. Það sem af er þessu ári hafa flugsveitir frá Kanada og Noregi sinnt loftrýmisgæslunni og nú bætast Bandaríkjamenn í hópinn.

Brotist inn á dýraspítalann

Brotist var inn í dýraspítalann í Víðidal í rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Lögregla rannsakar málið en þrjótarnir voru horfnir á braut þegar upp komst um innbrotið. Að sögn lögreglu er ekki að sjá að nokkru hafi verið stolið á staðnum en þjófarnir rótuðu þónokkuð til. Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í nótt undir áhrifum, annar af völdum fíkniefna en hinn af völdum áfengis. Sá ölvaði reyndist vera réttindalaus í þokkabót og þarf því væntanlega að bíða lengi eftir að fá prófið.

Kveikt í blaðagámi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjöunda tímanum til þess að slökka í blaðagámi. Kveikt hafði verið í gámnum sem stóð í Laugardalnum, við Kfum og Ká við Holtaveg. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en vaktstjóri hjá slökkviliðinu segir orðið býsna algengt að kveikt sé í gámum sem þessum.

Vestnorræna ráðið fundar á Bifröst

Staða Vesturnorðurlanda og sameiginlegir hagsmunir þeirra á Norðurskautinu og flutningur matvæla á milli Vestnorrænu landanna er meðal þess sem rætt verður á ársfundi Vestnorræna ráðsins hefst í dag á Bifröst.

Neitað um viðkvæm gögn um Jón Ásgeir

Persónu- og fjárhagsupplýsingar um hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörgu Pálmadóttur, sem liggja hjá bönkum vestanhafs og hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan, verða ekki aðgengilegar slitastjórn Glitnis nema að örlitlu leyti. Þetta er niðurstaða gjaldþrotadómstóls í New York, sem kvað upp úrskurð þess efnis á föstudag

Einungis sex trúfélög af 35 hafa svarað bréfi

Fagráð innanríkisráðuneytisins um meðferð kynferðisbrota innan trúfélaga hefur sent öllum skráðum trúfélögum í landinu bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um þær reglur eða verkferla sem stuðst er við innan félaganna ef kynferðisbrot eru tilkynnt. Formaður fagráðsins segir að lagabreytinga sé von á næstu misserum.

Íslam hefur hjálpað íslenskum þegnum

Þeir Íslendingar sem tekið hafa íslamstrú einangrast ekki í samfélaginu. Þvert á móti styrkjast fjölskyldutengsl þeirra, ábyrgðartilfinningin eykst og þeir sannfærast um að þeir hafi ýmislegt fram að færa til samfélagsins. Þetta segir Fathi Jouadi, þáttagerðarmaður frá Al Jazeera-sjónvarpsstöðinni, en hann var hér á landi fyrr í þessum mánuði við vinnslu á heimildarmynd um trúarlíf múslima á hjara veraldar.

Áttu von á fleiri umsóknum

Um mánaðamótin rennur út umsóknarfrestur um endurgreiðslu vegna útlagðs kostnaðar nýsköpunarfyrirtækja vegna rannsóknarstarfs og þess háttar.

LÍN stefnir hæstaréttardómara

Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur stefnt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara fyrir dóm vegna ábyrgðar sem hann gekkst í fyrir tæpum þremur áratugum.

Ferðamenn aldrei verið fleiri

Reiknað er með að farþegar Icelandair árið 2011 verði tæplega 1,8 milljónir talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Átakið Inspired by Iceland er talið hafa skilað sér vel.

Skólastjórinn er svartsýnn

„Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær.

97 prósent landsmanna nota netið

Íslendingar eru sú þjóð sem notar internetið næstmest í heimi. Einungis Mónakóbúar eru með hærra hlutfall, eða 97,6 prósent, á móti 97 prósentum Íslendinga. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar samanburðarrannsóknar fréttastofunnar CNN.

Fálkastofninn nálgast hámark

Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka.

Elsti Íslendingurinn lést í gær

Elsti Íslendingurinn, Torfhildur Torfadóttir, lést á Ísafirði í gær. Torfhildur varð 107 ára gömul 24. maí síðastliðinn.

Helmingi minni stofn nú en 2001

Stofn karfa í úthafinu mældist rúmlega 900 þúsund tonn í alþjóðlegum karfaleiðangri Íslendinga, Þjóðverja og Rússa sem er nýlokið.

Minntust fórnarlambanna í Útey með laginu Imagine

200 manns voru viðstaddir tendrun Friðarsúlunnar í Viðey í gærkvöld, á sorgardegi Norðmanna. Jón Gnarr borgarstjóri og fulltrúi sendiráðs Noregs, héldu ræður og að því loknu var einnar mínútu þögn. Viðstaddir lögðu svo rósir við Friðarsúluna til að minnast þeirra sem létust í árásunum í Osló og Útey þann 22. júlí. Lesin var upp sérstök kveðja frá Yoko Ono og Ellen Kristjánsdóttir söng lagið Imagine eins og má heyra í meðfylgjandi myndskeiði.

Ingvi Hrafn um Guðmund: "Hann er hommi, framsóknarhommi“

"Guðmundur Steingrímsson hefur, alveg frá því hann gekk í Framsóknarflokkinn, verið hommi. framsóknarhommi. Hann er í flokknum, en er ekki framsóknarmaður; hann er krati ef eitthvað er,“ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri ÍNN í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis þar sem Þorgeir Ástvaldsson ræddi við hann um stöðuna innan Framsóknarflokksins.

Kísilver frestast enn

Ekkert bólar enn á framkvæmdum við kísilver í Helguvík og hefur fyrirtækið sem áformar smíðina nú í annað sinn neyðst til að biðja viðsemjendur um lengri frest til að uppfylla fyrirvara.

Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni"

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna.

Sjá næstu 50 fréttir