Fleiri fréttir

Nýr skóli tók til starfa í Reykjavík

Nýr skóli tók til starfa í Reykjavík í morgun þegar Klettaskóli var settur við hátíðlega athöfn í Perlunni klukkan tíu. Skólinn varð til við sameiningu Öskjuhlíðaskóla og Safamýraskóla, en 94 nemendur með sérþarfir og þroskahömlun munu stunda nám við skólann í vetur. Tíu nýnemar koma í skólann þetta haustið og níu nemendur úr öðrum grunnskólum borgarinnar.

Vilja skattleggja rafbækur

Vilji stendur til þess að skattleggja sölu erlenda aðila á vörum í gegnum vefinn hingað. Þessi hugmynd var rædd á fundi efnahags- og skattanefndar í morgun og einnig var fjallað um í hvaða virðisaukaskattsþrepi slíkar vörur ættu að vera. Um er að ræða vörur eins og rafbækur og annað efni sem keypt er á Netinu.

Rektor Kvikmyndaskólans: "Tíminn er í raun floginn frá okkur"

Ekki var hægt að setja Kvikmyndaskóla Íslands í dag, eins og til stóð, vegna óvissu um áframhaldandi fjármögnun námsins. Vegna þessa fylktu nemendur skólans liði í Vinnumálastofnun í morgun þar sem þeir sóttu um atvinnuleysisbætur. Forsvarsmenn Kvikmyndaskólans og mennta- og menningarmálaráðuneytisins ætla að reyna eftir fremsta megni að komast að niðurstöðu um framhaldið í dag. Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskólans, segir stöðuna grafalvarlega. "Við berum enn veika von í brjósti um að okkur takist að setja hann í þessari viku vegna þess að ef svo verður ekki þá held ég að það sé óhætt að afskrifa allt skólahald af okkar hálfu á þessari önn," segir hann. Sem kunnugt er komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að Kvikmyndaskólinn sé að óbreyttu ekki rekstrarhæfur. Ráðuneytið hefur farið þess á leit að Ríkisendurskoðun geri frekari útttekt á skólanum, og búist er við niðurstöðu í lok september. Einn af þeim möguleikum sem ráðuneytið hefur bent á er að skólinn nýti þær 17 milljónir sem hann á eftir af fjárlögum þessa árs til að reka skólann þar til niðurstaða Ríkisendurskoðunar er ljós. Hilmar segir nauman tíma til stefnu. "Það eru allir mjög meðvitaðir um að tíminn er í raun floginn frá okkur. Ég vona það besta. Hvað er það besta? Það besta er auðvitað að við getum haldilð starfinu áfram. Annars verðum við að finna lausn, finna úrræði fyrir núverandi nemendur þannig að þeir geti lokið þessi námi með sæmd," segir hann. Þær upplýsingar fengust frá menntamálaráðuneytinu í morgun að vonir standa til að í samvinnu við eigendur Kvikmyndaskólans takist að finna lausn sem muni eyða óvissu um stöðu nemanea. Ef það tekst ekki er ljóst að ráðuneytið þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja hagsmuni nemenda.

Tekjur Perlunnar duga ekki fyrir fasteignagjöldum

Perlan verður auglýst til sölu á næstu vikum eða mánuðum, segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur, og því hafa ekki borist tilboð í bygginguna.

Sigmundur Davíð er 108 kíló og ætlar í megrun

„Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat," skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sína.

Foreldrar hugi að öruggri leið

„Nú þegar skólarnir eru að byrja þurfa foreldrar að hafa í huga að mikil umferð í kringum skólana skapar ekki bara hættu fyrir þau börn sem koma gangandi í skólann, heldur einnig fyrir börnin sem fara út úr bílunum. Þau þurfa kannski að ganga yfir bílastæði,“ segir Þóra Magnea Magnúsdóttir, fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu.

Margfalt meiri lyfjanotkun á Íslandi

Margfalt meira er notað af lyfjum við athyglisbresti með ofvirkni, eða ADHD, og þunglyndi hér á landi en í Danmörku. Þetta sýna samanburðatölur Landlæknis.

Færeysk skúta til Íslands

Færeyski kútterinn Westward Ho mun sigla til Íslands árið 2012 og á þriggja ára fresti uppúr því. Um það var undirritaður samningur 19. ágúst síðastliðinn milli Faxaflóahafna hf. og Þórshafnar í Færeyjum.

Um 40 milljónir safnast í áheitasöfnun

Nú hafa um 40,5 milljónir króna safnast í áheitasöfnun Íslandsbanka vegna Reykjavíkurmaraþonsins sem fram fór á laugardag. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka eru það rúmlega 10 milljónum meira en safnaðist í fyrra. Tekið verður á móti áheitum til miðnættis í kvöld.

Makríll getur myndað eitur

Rannsóknir Matvælastofnunar benda til þess að vinnsluaðferðir á makríl hér á landi séu góðar. Það er mikilvægt því ef kæling hráefnis er ekki viðunandi getur myndast eiturefni sem veldur roða í húð, höfuðverk, ógleði og kviðverkjum þegar makríls er neytt.

Ísland á meðal fimm athyglisverðustu brimbrettasvæða

Ísland er komið á kortið yfir fimm athyglisverðustu brimbrettasvæði í heiminum. Hausin þykja á meðal bestu tíma ársins fyrir brimbrettaiðkunn enda hafa öldurnar stækkað á undanförnum árum og sjórinn hlýnað.

Ákærðir fyrir kannabisrækt 

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært þrjá karlmenn á milli tvítugs og þrítugs fyrir fíkniefnalagabrot.

Segir það stjórnvalda að leggja línuna

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, treystir sér ekki til að tiltaka hvaða þjónustu gæti reynst nauðsynlegt að fella niður komi til frekari niðurskurðar á spítalanum. „Við erum að skoða þessi mál og það er ekki tímabært að segja hvað það verður sem víkur. Um sumt þarf að hafa samráð við ráðuneytið sem skipuleggur heildarþjónustuna og hvort það séu einhver sérstök atriði sem það leggur áherslu á að við leggjum niður frekar en eitthvað annað. Þessi umræða er ekki komin svo langt."

Leikskólakennarar hækka strax um 7%

Samningar Félags leikskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga verða kynntir félagsmönnum í dag og næstu daga. Leikskólakennarar munu fá um sjö prósenta hækkun strax, verði samningurinn samþykktur.

Brutust inn í hvalbát

Brotist var inn í annan hvalbátinn sem staðið hefur við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á þriðja tímanum í nótt. Þjófarnir voru á bak og burt þegar upp komst um innbrotið en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi komist á brott með einhver verðmæti. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn. Að öðru leyti var nóttin róleg hjá lögreglu.

Segja virkjanir útrýma laxi

Stofnar laxfiska í Þjórsá eru sagðir í útrýmingarhættu verði af virkjanaframkvæmdum. Rammaáætlun gefur grænt ljós á þrjár virkjanir. Landsvirkjun telur að mótvægisaðgerðir muni viðhalda stofnum.

Flugmennirnir fengu kaffi og vöfflur

Vestmannaeyingar minntust fyrsta flugsins til Vestmannaeyja, sem átti sér stað hinn 14. ágúst árið 1946. Halldór Bech og Hjalti Tómasson fóru það flug á vél af gerðinni Piper Cub.

Þriggja daga þrekraun lokið með glans

Þær voru stoltar og kaldar konurnar sem syntu minna Viðeyjarsundið á föstudag, hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu í gær og syntu stærra Viðareyjarsundið í dag.

Hið íslenska Louvre í Þjóðmenningarhúsinu

Unnið er að því að setja upp yfirlitssýningu yfir íslenska myndlist frá miðöldum í Þjóðmenningarhúsinu til frambúðar, sem verður eins og Louvre safnið sem Íslendingar hafa aldrei átt, að sögn safnstjóra Listasafns Íslands.

Skiptar skoðanir á ljósasýningu í Hörpu

Um hundrað þúsund manns nutu menningar og blíðu á götum miðborgarinnar í gærkvöld á stærstu menningarnótt Reykjavíkur til þessa. Margir töldu hins vegar ljósabúnað Hörpunnar heldur fátæklegan þegar hann var frumsýndur í gær. Sumir veltu meira að segja upp spurningunni hvort hann hefði bilað. Fréttastofan leitaði svara.

Kvikmyndaskólinn verður ekki settur á morgun

Kvikmyndaskóli Íslands verður ekki settur á morgun og allt stefnir í að honum verði lokað. Menntamálaráðuneytið vill ekkert aðhafast fyrr en í septemberlok þegar Ríkisendurskoðun hefur tekið út fjármál skólans. Þriggja barna móðir sem nemur kvikmyndagerð við skólann segir biðstöðuna óþolandi.

Óljóst hver áhrifin verða á borgarsjóð

„Ég er auðvitað mjög feginn að verkfalli var afstýrt,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. Leikskólakennarar skrifuðu undir kjarasamning við sveitarfélögin í gær og þar með var verkfalli afstýrt. Dagur bendir á að verkfall hefði ekki einungis þýtt vandræði fyrir foreldra og börn heldur hefði það líka verið stílbrot við þann frið sem hefur tekist skapa á vinnumarkaði. Búið sé að skrifa undir samninga við margar starfsstéttir til þriggja ára.

Heitir fullum stuðningi við umsókn Íslands að ESB

Utanríkisráðherra Finnlands hét áframhaldandi fullum stuðningi við umsókn Íslands að Evrópusambandinu, þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ræddi við hann í Tallinn í Eistlandi í gær. Á fundi þeirra þakkaði Össur Finnum samstarfið í Evrópumálum en þeir hafa meðal annars veitt sérfræðiráðgjöf um landbúnaðar- og byggðamál. Ráðherrarnir fóru yfir stöðuna á evrusvæðinu og finnskum stjórnmálum þar sem ný ríkisstjórn hefur nýlega tekið við völdum.

Mikil óvissa hjá Kvikmyndaskólanum

Rektor Kvikmyndaskóla Íslands segir starfsmenn og nemendur skólans vona að forsætisráðherra standi við orð sín um að aukin fjárframlög stæðu skólanum enn til boða. Hann segir tímann vera að renna út en skólinn verður ekki settur á morgun eins og ráð hafði verið gert fyrir.

Margar leiðir færar án Evrópusambandsins

Það eru margar aðrar leiðir til að skapa stöðugleika í efnahagslífinu á Íslandi aðrar en þær að ganga inn í Evrópusambandið, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.

Þórólfur ekki í aðstöðu til að gagnrýna Hagsmunasamtök heimilanna

Þórólfur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, gerði athugasemdir við útreikninga Hagsmunasamtaka heimilanna á verðtryggingu lána í Fréttablaðinu í dag. Andrea Ólafsdóttir, formaður hagsmunasamtakanna, segir Þórólf ekki vera í aðstöðu til að gagnrýna tölurnar.

Sækir minningarathöfn í Osló

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímson, mun í dag sækja minningarathöfn um þá sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum tveimur í Osló og í Útey þann 22. júlí síðastliðinn.

Lítið gefið upp um efni nýs kjarasamnings

Lítið hefur verið gefið upp um efni nýs kjarasamnings milli félags leikskólakennara og sambands íslenskra sveitafélaga. Í sameiginlegri tilkynningu frá samningsaðilum segir að samningurinn feli í sér launahækkun til samræmis við laun viðmiðunarstétta, sem gerð verður í skrefum.

Hundrað þúsund manns á Menningarnótt

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gengu um hundrað þúsund manns um götur borgarinnar í gær á Menningarnótt. Talið er að fleiri hafi tekið þátt í Menningarnótt í ár en í fyrra.

Harpa lýst upp í fyrsta sinn

Tendrað var á glerhjúp Hörpu laust fyrir klukkan ellefu í gær. Nokkrar ljósaperur blikkuðu um alla bygginguna og á framhlið hennar, sem snýr að Arnarhóli, voru nokkrar rúður lýstar með litum. Hin mikla ljósadýrð fékk þó heldur blendin viðbrögð ef marka má umræðu á netinu og samtöl þeirra sem stóðu og fylgdust með í gær. Byggingin var formlega vígð í gær og var ljósadýrðin nokkurs konar lokahnykkur á opnun hennar, en í vor voru þar haldnir opnunartónleikar og heil opnunarhelgi.

Erilsöm nótt í miðbæ Reykjavíkur

Mikill erill var í miðbænum í nótt að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sjö manns gistu fangageymslur, flestir vegna ölvunar.

Stúlka slasaðist á Meðalfellsvatni

Þyrla Landhelgisgæslunnar fluttu stúlku á Landspítalann nú fyrir stuttu, en hún slasaðist á fæti þegar hún féll af sjóketti á Meðalfellsvatni í Kjós.

Jóhanna komst ekki í bíó

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sá sér ekki fært að mæta á kvikmyndasýningu sem nemendur Kvikmyndaskóla Íslands höfðu boðið henni á í Bíó Paradís klukkan fjögur í dag.

Borgarstjórinn hefur í mörgu að snúast á Menningarnótt

Leikið var á níu hörpur í Hörpunni við setningu Menningarnætur fyrr í dag. Borgarstjórinn Jón Gnarr setti hátíðina á útisviði við tónlistar- og ráðstefnuhúsið, en hann hefur vægast sagt afar þétta dagskrá í dag.

Metfjöldi barna hljóp í Latabæjarhlaupinu

Mikill fjöldi barna og foreldra tók þátt í Latabæjarhlaupinu, sem var hófst í Hljómskálagarðinum klukkan tvö. Hlaupið er ætlað börnum 8 ára og yngri. Aldrei hafa fleiri börn tekið þátt í hlaupinu en í ár.

Menningarnótt formlega hafin

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, setti Menningarnótt formlega nú klukkan eitt fyrir framan tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.

Mótfallin sölu á Gagnaveitu Reykjavíkur

Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri Grænna í stjórn Orkuveitunnar leggst alfarið gegn hugmyndum annarra stjórnarmanna í Orkuveitunni um að selja Gagnaveitu Reykjavíkur og það keyri einnig gegn vilja borgarráðs og borgarstjórnar. Gagnaveitan eigi að vera á hendi hins opinbera til að tryggja jafnan aðgang að þjónustu.

Ósátt við að sjá Bitruvirkjun á verndarlista

Orkuveitan er óánægð með að Bitruvirkjun hafi hafnað á verndarlista í rammaáætlun. Hún hafi þegar eytt tæpum átta hundruð milljónum í rannsóknir og undirbúning á svæðinu. Fyrstu viðbrögð orkufyrirtækja við drögum að rammaáætlun eru blendin.

Samningafundur hafinn

Samningafundur Félags leikskólakennara og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst nú klukkan ellefu. Ríkissáttasemjari boðaði til fundarins í Karphúsinu, en boðað hefur verið til verkfalls leikskólakennara næstkomandi mánudag, náist ekki sáttir í málinu.

Reykjavíkurmaraþonið í fullum gangi

Tæplega þrjú þúsund hlauparar voru ræstir við útibú Íslandsbanka við Lækjargötu klukkan 8:40 í morgun þegar Reykjavíkurmaraþonið hófst. Maraþonið í ár er það stærsta til þessa, en alls hafa rúmlega tólf þúsund manns skráð sig til leiks.

Sjá næstu 50 fréttir