Fleiri fréttir Rafmagnslaust í hluta Vogahverfis Rafmagnslaust er í hluta Vogahverfisins í Reykjavík eftir að háspennustrengur bilaði. Vinnuflokkar frá Orkuveitu Reykjavíkur vinna að viðgerð og er vonast til að rafmagn komist aftur á innan stundar. 10.6.2011 15:47 Metfjöldi sækir um í Háskóla Íslands Metfjöldi umsókna hefur borist Háskóla Íslands vegna skólavistar á komandi haustmisseri, eða ríflega 9200 umsóknir. Á síðasta ári var fjöldinn 8.300. Rúmlega sex þúsund umsóknir um grunnnám bárust skólanum og nemur fjölgun slíkra umsókna á milli ára tæpum 14 prósentum. Þá fjölgaði umsóknum um framhaldsnám um tæp 12 prósent en þær reyndust rúmlega þrjú þúsund talsins Þegar horft er til einstakra sviða Háskólans bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.735. . 10.6.2011 15:39 Vildi milljónir í miskabætur - kyrrsetning olli hugarangri Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið, Tollstjóra og Skattrannsóknarstjóra ríkisins af skaðabótakröfu Skarphéðins Bergs, fyrrverandi stjórnarformanni FL Group. 10.6.2011 15:30 Sjónvarpsstjóri dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarps- og blaðamaður, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til að greiða 15 milljónir króna í sekt. Eiginkona hans, fékk þriggja ára mánaða skilorðsbundinn dóm og þarf að greiða átta milljónir króna í sekt. 10.6.2011 14:49 Dæmdur fyrir heimabankarán og frelsissviptingu Karlmaður var dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa, ásamt tveimur öðrum karlmönnum, svipt mann á sextugsaldri frelsi sínu og neyða hann til þess að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur yfir í heimabanka eins af mönnunum. 10.6.2011 14:47 Gagnvirk orkusýning opnar í Búrfellsstöð á morgun Ný gagnvirk orkusýning um endurnýjanlega orkugjafa verður opnuð við hátíðlega athöfn í Búrfellsstöð laugardaginn 11. júní klukkan 15.00. Sýningin er hönnuð af Gagarín fyrir Landsvirkjun. 10.6.2011 14:45 B&L og Ingvar Helgason til sölu Miðengi ehf., SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í BLIH ehf, móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. (“IH”) og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. (“B&L”). 10.6.2011 14:39 Flugmenn hugsanlega líka í verkfall - samningaviðræðum hætt í dag Flugmenn Icelandair Group hf. og Icelandair ehf., hófu allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögu að verkfallsboðun í formi yfirvinnubanns flugmanna í dag. Þetta kemur fram á vef félags atvinnuflugmanna en þar er greint frá því að upp úr hádegi hafi slitnað úr samningaviðræðum á milli ríkissáttasemjara og flugmanna. 10.6.2011 13:35 Samþykktu fjárstyrk til svæða nálægt gosstöðvunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita nú 54,3 milljónir króna til úrbóta í kjölfar eldgosa í Grímsvötnum, Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Áður hafði ríkisstjórnin samþykkt 867,7 milljónir króna vegna ýmissa þátta og viðbragða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Með þessari samþykkt um 54,3 milljónir til viðbótar eru heildarframlög úr ríkissjóði á árinu 2010 og 2011 vegna eldgosanna þriggja orðin 922 milljónir. 10.6.2011 13:05 Rúmlega 500 tilkynningar um peningaþvætti en enginn dómur Aðeins eitt dómsmál fjallaði um peningaþvætti og féll árið 2009. Það var svokallað TR-mál þar sem 13 manns voru ákærðir, aðallega fyrir hylmingu, en til vara fyrir peningaþvætti af gáleysi. Enginn var sakfelldur fyrir peningaþvætti. Athygli vekur því að samkvæmt ársskýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti þá kemur fram að 520 ábendingar bárust embættinu árið 2008. Ári síðar bárust embættinu 494 tilkynningar. 10.6.2011 12:45 Viðskiptaráðherra óttast ekki dómstólaleiðina Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segist ekki óttast dómstólaleiðina en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið Íslandi þrjá mánuði til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave kröfuhafa, ella fari málið fyrir dóm. Árni Páll segir líklegt að greiðslum úr þrotabúinu verði lokið þegar dómur í málinu falli. Rök Íslands í málinu séu sterk. 10.6.2011 12:33 Séra Karl Sigurbjörnsson tjáir sig ekki Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, ætlar ekki að tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings fyrr en eftir fjóra daga. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Karl í ljósi þess að í skýrslunni kemur fram að hann hafi brugðist á margan hátt og gert mistök þegar biskupsmálið svokallaða kom upp árið 1996 þegar séra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup, var sakaður um kynferðisbrot. Þá kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að viðbrögð presta og annarra starfsmanna kirkjunnar þegar málið kom upp hafi einkennst af ráðaleysi og skorti á faglegum og vönduðum vinnubrögðum. Kirkjuþing verður haldið á þriðjudag og munu kirkjunnar menn ekki tjá sig um skýrsluna fyrr en þá. Uppgefin rök eru þau að skýrslan hafi fyrst verið birt í morgun og að menn þurfi tíma til að fara yfir hana. 10.6.2011 12:15 Ólafur með ráðandi persónuleika - dró kirkjunnar menn í dilka Persónuleiki Ólafs Skúlasonar, þáverandi biskups, hafði mikil áhrif á viðbrögð kirkjunnar manna þegar Ólafur var sakaður um kynferðisbrot árið 1996. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem birt var í morgun. "Þá verður ráðið af framburði þeirra sem fyrir nefndina komu að áhrif Ólafs Skúlasonar á samstarfsmenn sína og aðra starfsmenn kirkjunnar voru verulega mikil. Biskupinn hafi verið með mikinn og ráðandi persónuleika, hann hafi farið sínu fram og óhikað látið í ljósi afstöðu sína um stöðu málsins. Menn hafi verið dregnir í dilka sem annaðhvort "með honum eða á móti". Hafi hann þannig með framgöngu sinni haft mótandi áhrif á aðgerðir einstaklinga sem að málinu komu, hvort sem er á vettvangi kirkjuráðs, Prófastafélags Íslands eða stjórnar Prestafélags Íslands," segir í skýrslunni. 10.6.2011 12:02 Handtóku meinta Vítisengla - með fíkniefni og haglabyssur Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem lögreglan telur að séu meðlimir Íslandsdeildar Hells Angels, voru handteknir á miðvikudag við iðnaðarhúsnæði í austurborginni. Við húsleit þar fundust rúmlega 120 kannabisplöntur á nokkrum ræktunarstigum. 10.6.2011 11:46 Karl gerði mistök í máli Guðrúnar Ebbu Rannsóknarnefnd Kirkjuþings kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að Karl Sigurbjörnsson biskup hafi orðið á mistök sem forseti kirkjuráðs varðandi úrlausn mála Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur varðandi erindi sem hún sendi í mars 2009 vegna meintra kynferðisbrota föður síns, Ólafs Skúlasonar. 10.6.2011 11:17 Skýrsla um biskupsmálið: Ráðaleysi og skortur á vönduðum vinnubrögðum Rannsóknarnefnd kirkjuþings hefur lokið við gerð skýrslu um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot. Skýrslan er rúmlega 300 síður að lengd en nefndinni var falið að leggja mat á viðbrögð kirkjunnar eftir að ásakanirnar komu fram á sínum tíma. Nefndinni var hinsvegar ekki ætlað að "fjalla um sannleiksgildi ásakana um kynferðisbrot sem fram hafa komið á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi." 10.6.2011 11:02 Endist ekki ævin til þess að borga námslánin Af þeim sem hófu endurgreiðslu námslána árið 2010 skulduðu um 16 prósent námsmanna meira en 6 milljónir króna og samtals rúmlega 40 prósent af heildarskuldum hópsins. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar þar sem lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) er skoðaður. 10.6.2011 10:18 Hitastig sjávar sem um hávetur Fimm íslensk skip leituðu að norsk-íslenskri síld í veiðanlegu magni norðaustur af landinu nú í byrjun vikunnar. Til þessa hefur leitin lítinn árangur borið, segir í frétt á heimasíðu HB Granda. 10.6.2011 09:00 Grunaður um rúm 40 auðgunarbrot Sú ákvörðun innanríkisráðherra að veita Geirmundi Vilhjálmssyni lausn frá starfi fangelsisstjóra á Kvíabryggju um stundarsakir, var rétt samkvæmt niðurstöðu nefndar fjármálaráðuneytis um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Geirmundur, sem taldi ákvörðunina óréttmæta og síðar óupplýsta, sætir rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra auðgunarbrota hans á kostnað fangelsisins. 10.6.2011 08:30 Ákærðir fyrir milljónaþjófnaði Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært tvo menn um tvítugt fyrir að brjótast ítrekað inn og stela munum að verðmæti á þriðju milljón króna. Mennirnir eru einnig ákærðir fyrir fjársvik. 10.6.2011 08:15 Snjór í öllum fjöllum kringum borgina Það snjóaði í nótt í öll fjöll, sem eru í sjónmáli frá höfuðborgarsvæðinu. Esjan var meðal annars alhvít alveg niður að rótum undir morgun. 10.6.2011 07:44 Samningaviðræðum slitið Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Flóafélaganna slitu í gærkvköldi viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. 10.6.2011 07:41 Strandveiðar stöðvaðar á vestursvæðinu Strandveiðar á vestursvæðinu, frá Snæfellsnesi og inn í Ísafjarðardjúp, voru stöðvaðar á miðnætti þar sem bátarnir eru búnir með júní kvótann. 10.6.2011 07:28 Þriðja skyndiverkfall flugvirkja hjá Icelandair hafið Þriðja skyndiverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst á Keflavíkurflugvelli klukkan sex í morgun og komast vélar félagsins því ekki frá landinu fyrr en klukkan tíu, að verkfallinu lýkur. 10.6.2011 07:03 Fangelsisrefsing fyrir skjalafals Rúmlega tvítugur karlmaður, með ríkisfang í Kongó, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir skjalafals. 10.6.2011 07:00 Samkomulag um þinglok á morgun Formenn þingflokkanna og forseti Alþingis náðu samkomulagi um að þinglok verði á morgun gegn því að ýmsum málum verði frestað til haustsins. 10.6.2011 06:59 Stakk konu tvisvar í höfuð Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fimmtugri konu, Bergþóru Guðmundsdóttur, sem dæmdi hana í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis brot. Konan var meðal annars dæmd fyrir að stinga aðra konu tvívegis í höfuðið með eldhúshnífi í fyrra 10.6.2011 06:45 Ísland ákjósanlegt til rannsókna Alþjóðleg ráðstefna á vegum SÁÁ var sett í gær, en þar er umræðuefnið vímuefnafíkn og afleiðingar hennar. Dagskráin hófst með málþingi og umræðum, en í dag fer fram aðalráðstefnan þar sem íslenskir og erlendir fræðimenn fara yfir málin, með sérstakri áherslu á amfetamín- og rítalínneyslu. 10.6.2011 06:00 Gömlu bankarnir í limbói "Það er engum til góðs að skilanefndir verði til sjálfs sín vegna um langt árabil,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 10.6.2011 05:15 Um þrjú hundruð lömb drápust vegna campylobactersýkingar Á þriðja hundrað lömb drápust á Leiðólfsstöðum í Dölum á Sauðburði. Svæsin camphylobactersýking kom upp í ánum á bænum og ljóst er að tjónið hleypur á milljónum króna. Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag. 9.6.2011 19:30 Landsbankinn fagnar því að niðurstaða sé komin í málið Landsbankinn fagnar því að niðurstaða sé komin í máli Landsbankans hf. gegn þrotabúi Mótormax ehf. og mun bankinn senda nánari upplýsingar til viðskiptavina á næstu dögum. Í tilkynningu segir að mikil vinna sé framundan við endurútreikninga lána sem falla undir dóminn og má búast við að sú vinna taki talsverðan tíma. 9.6.2011 19:03 Vil ekki kalla það málþóf - en við munum tala í þessu máli Engin sátt liggur fyrir á Alþingi um afgreiðslu á minna kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismenn vilja að ríkisstjórnin dragi það til baka en stjórnarliðar segja að það komi ekki til greina 9.6.2011 18:45 Verkfallsaðgerðir halda áfram í fyrramálið Verkfallsaðgerðir flugvirkja halda áfram í fyrramálið eftir árangurslausan samningafund hjá ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. 9.6.2011 18:45 Síðustu þorpin gætu þurft að bíða lengi eftir malbikinu Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur stefna í að verða síðustu þéttbýliskjarnar á Íslandi, ásamt Borgarfirði eystra, til að tengjast öðrum landshlutum með bundnu slitlagi. Ráðherra vegamála gat engu svarað á Alþingi um hvernig vegamál staðanna á sunnanverðum Vestfjörðum verða löguð. 9.6.2011 18:38 Milljarðatap Landsbankans á dómi Hæstaréttar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavikur um að lán sem fyrirtækið Motormax tók hjá Landsbanka Íslands hefði verið ólöglegt gengistryggt lán. 9.6.2011 17:39 Mörg hundruð kíló af járnstöngum féllu af flutningabíl við Hörpuna Vörubíll missti mörg hundruð kílóa af járnstöngum fyrir utan tónlistarhúsið Hörpu nú fyrir stundu. Járnin runnu af pallinum þegar bíllinn tók beygjuna. 9.6.2011 17:16 Manndráp af gáleysi: Dómur þyngdur verulega Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi um mitt síðasta ári. Maðurinn ók ölvaður á vitlausum vegarhelmingi á Grindavíkurvegi í maí 2009 og lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maðurinn var sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. 9.6.2011 16:49 Átta ára fangelsisdómur fyrir dópsmygl staðfestur Hæstiréttur hefur staðfest átta ára dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Elenu Neuman, þýskri fertugri konu, sem sakfelld var fyrir að reyna að smygla til landsins á síðasta ári tæplega 20 lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa. 9.6.2011 16:46 Hæstiréttur: Dæmd fyrir að stinga konu í höfuð og kveikja í fataskáp Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fimmtugri konu, Bergþóru Guðmundsdóttur, en hún hlaut í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir margvisleg brot. 9.6.2011 16:33 Foringi Black Pistons: Ekki kallaður nunna - þeir myndu aldrei þora því "Það hljóp einn náungi að mér og sló mig fyrirvaralaust, segir Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, um átök sem urðu á milli hans og nítján ára pilts á Litla-Hrauni fyrir skömmu. Ríkharð, sem er foringi Black Pistons hér á landi, sem nú heitir Outlaws prospect, segir fyrri fréttaflutning Vísi ekki réttan um málið. 9.6.2011 15:44 Öskufok í allt sumar? “Ég hugsa að við séum að fara að standa í þessu í allt sumar” segir Þorsteinn Kristinsson, lögreglumaður á Kirkjubæjarklaustri, um öskufokið sem enn heldur áfram að gera íbúum á svæðinu lífið leitt. 9.6.2011 15:36 Sáttafundur í deilu flugvirkja Samningamenn Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins komu saman í húsnæði Ríkissáttasemjara um tvöleytið í dag vegna deilu flugvirkja hjá Icelandair við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn stendur enn yfir, að sögn Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara. Hann sá ekki ástæðu til að kalla samningamenn Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair saman til funda í gær þar sem kjaradeilan var í hnút. 9.6.2011 15:31 Boxerhundar drápu á þriðja tug lamba og kinda Tveir boxerhundar drápu á þriðja tug lamba og kinda í nágrenni Eyrarbakka. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um dýrbítana rétt fyrir hádegi í dag. Lömbin og kindurnar voru á túni bæjarins Þórðarkots. Bændurnir á bænum skutu hundana þegar upp komst um drápin, enda hafa bændur heimild til að skjota dýrbíta. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er staðfest að hundarnir drápu 23 kindur og lömb. Enn eru menn þó að leita á svæðinu sem er heldur víðfemt. "Þau voru mjög illa leikin, vægast sagt," segir lögreglumaður sem sinnir málinu um hræin. Hundarnir höfðu strokið frá eigendum sínum en óvíst er hversu lengi þeir voru að drepa sauðféð. Næstu skref lögreglu eru að yfirheyrahundaeigendurna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þeir að teknu tilliti til aðstæðna ekki ósáttir við að þeim hafi verið lógað. "Hundur sem bítur lamb, hann bítur aftur. Þegar þeir finna blóðbragðið vaknar villidýrið í þeim," segir lögreglumaðurinn. Búast má við að eigendur hundanna þurfi að greiða bændunum bætur vegna sauðfjárins sem þeir drápu, en lamb á fæti kostar um 25 þúsund krónur. Mögulegt er að aflífa þurfi fleiri lömb og kindur sem eru illa farin eftir árásina. 9.6.2011 15:24 Vísindagarðar og hátt í 300 stúdentaíbúðir Borgarráð hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi borgarinnar vegna háskólasvæðisins þar sem gert er ráð fyrir að þétt byggð rís með allt að 300 stúdentaíbúðum, starfsemi Háskóla Íslands og Vísindagörðum. Um er að ræða um uppbyggingu á um 74 þúsund fermetra lóð sem afmarkast af Eggertsgötu, Oddagötu og Sturlugötu. 9.6.2011 14:53 Drusluganga í Reykjavík Drusluganga verður farin í Reykjavík þann 23. júlí. Yfirlýst markmið göngunnar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Þannig vilja skipuleggjendur göngunnar vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldi, en ekki þolendur. Fyrirmynd Druslugöngunnar er hin svonefnda Slut walk sem fyrst var farin í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári. Tilefni göngunnar voru umdeild ummæli lögreglustjórans í Toronto, Michael Sanguinetti, sem sagði á háskólafyrirlestri að "konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fórnarlömb." Sanguinetti baðst síðar afsökunar á orðum sínum. Konum í Toronto var engu að síður misboðið og skipulögðu gönguna sem fór fram í apríl á þessu ári. Þar var konum uppálagt að klæða sig eins druslulega og þeim þóknaðist, í þágu kynferðislegs frelsis. Konur um allan heim hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Þegar hafa margar druslugöngur verið farnar um víða veröld og enn fleiri sem hafa verið skipulagðar, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Ástralíu og Suður-Afríku. "Við höldum að þetta sé málefni sem snerti alla, ekki bara konur, þrátt fyrir að nafnið Drusluganga sé vissulega með tilvísun í það að konur eigi að geta klætt sig og hagað sér eins og þeim sýnist án þess að það sé "ávísun" á að vera nauðgað," segir Anna Jóna Heimisdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir það einmitt oft vera viðkvæðið, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu almennt, að konur geti sjálfar sér um kennt þegar þær eru beittar kynferðislegu ofbeldi ef þær voru klæddar á ögrandi hátt. Fyrsti fundur skipuleggjenda Druslugöngunnar var í gærkvöldi og var þá bæði ákveðið að þýða nafnið á þennan hátt, sem og dagsetningin sem gangan verður farin. 9.6.2011 14:52 Sjá næstu 50 fréttir
Rafmagnslaust í hluta Vogahverfis Rafmagnslaust er í hluta Vogahverfisins í Reykjavík eftir að háspennustrengur bilaði. Vinnuflokkar frá Orkuveitu Reykjavíkur vinna að viðgerð og er vonast til að rafmagn komist aftur á innan stundar. 10.6.2011 15:47
Metfjöldi sækir um í Háskóla Íslands Metfjöldi umsókna hefur borist Háskóla Íslands vegna skólavistar á komandi haustmisseri, eða ríflega 9200 umsóknir. Á síðasta ári var fjöldinn 8.300. Rúmlega sex þúsund umsóknir um grunnnám bárust skólanum og nemur fjölgun slíkra umsókna á milli ára tæpum 14 prósentum. Þá fjölgaði umsóknum um framhaldsnám um tæp 12 prósent en þær reyndust rúmlega þrjú þúsund talsins Þegar horft er til einstakra sviða Háskólans bárust flestar umsóknir um grunnnám á Hugvísindasviði eða 1.735. . 10.6.2011 15:39
Vildi milljónir í miskabætur - kyrrsetning olli hugarangri Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið, Tollstjóra og Skattrannsóknarstjóra ríkisins af skaðabótakröfu Skarphéðins Bergs, fyrrverandi stjórnarformanni FL Group. 10.6.2011 15:30
Sjónvarpsstjóri dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarps- og blaðamaður, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til að greiða 15 milljónir króna í sekt. Eiginkona hans, fékk þriggja ára mánaða skilorðsbundinn dóm og þarf að greiða átta milljónir króna í sekt. 10.6.2011 14:49
Dæmdur fyrir heimabankarán og frelsissviptingu Karlmaður var dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa, ásamt tveimur öðrum karlmönnum, svipt mann á sextugsaldri frelsi sínu og neyða hann til þess að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur yfir í heimabanka eins af mönnunum. 10.6.2011 14:47
Gagnvirk orkusýning opnar í Búrfellsstöð á morgun Ný gagnvirk orkusýning um endurnýjanlega orkugjafa verður opnuð við hátíðlega athöfn í Búrfellsstöð laugardaginn 11. júní klukkan 15.00. Sýningin er hönnuð af Gagarín fyrir Landsvirkjun. 10.6.2011 14:45
B&L og Ingvar Helgason til sölu Miðengi ehf., SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í BLIH ehf, móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. (“IH”) og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. (“B&L”). 10.6.2011 14:39
Flugmenn hugsanlega líka í verkfall - samningaviðræðum hætt í dag Flugmenn Icelandair Group hf. og Icelandair ehf., hófu allsherjaratkvæðagreiðslu um tillögu að verkfallsboðun í formi yfirvinnubanns flugmanna í dag. Þetta kemur fram á vef félags atvinnuflugmanna en þar er greint frá því að upp úr hádegi hafi slitnað úr samningaviðræðum á milli ríkissáttasemjara og flugmanna. 10.6.2011 13:35
Samþykktu fjárstyrk til svæða nálægt gosstöðvunum Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita nú 54,3 milljónir króna til úrbóta í kjölfar eldgosa í Grímsvötnum, Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Áður hafði ríkisstjórnin samþykkt 867,7 milljónir króna vegna ýmissa þátta og viðbragða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli og á Fimmvörðuhálsi. Með þessari samþykkt um 54,3 milljónir til viðbótar eru heildarframlög úr ríkissjóði á árinu 2010 og 2011 vegna eldgosanna þriggja orðin 922 milljónir. 10.6.2011 13:05
Rúmlega 500 tilkynningar um peningaþvætti en enginn dómur Aðeins eitt dómsmál fjallaði um peningaþvætti og féll árið 2009. Það var svokallað TR-mál þar sem 13 manns voru ákærðir, aðallega fyrir hylmingu, en til vara fyrir peningaþvætti af gáleysi. Enginn var sakfelldur fyrir peningaþvætti. Athygli vekur því að samkvæmt ársskýrslu ríkislögreglustjóra um peningaþvætti þá kemur fram að 520 ábendingar bárust embættinu árið 2008. Ári síðar bárust embættinu 494 tilkynningar. 10.6.2011 12:45
Viðskiptaráðherra óttast ekki dómstólaleiðina Árni Páll Árnason, efnahags og viðskiptaráðherra, segist ekki óttast dómstólaleiðina en Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið Íslandi þrjá mánuði til að greiða lágmarksinnistæðutryggingu Icesave kröfuhafa, ella fari málið fyrir dóm. Árni Páll segir líklegt að greiðslum úr þrotabúinu verði lokið þegar dómur í málinu falli. Rök Íslands í málinu séu sterk. 10.6.2011 12:33
Séra Karl Sigurbjörnsson tjáir sig ekki Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, ætlar ekki að tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings fyrr en eftir fjóra daga. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Karl í ljósi þess að í skýrslunni kemur fram að hann hafi brugðist á margan hátt og gert mistök þegar biskupsmálið svokallaða kom upp árið 1996 þegar séra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup, var sakaður um kynferðisbrot. Þá kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að viðbrögð presta og annarra starfsmanna kirkjunnar þegar málið kom upp hafi einkennst af ráðaleysi og skorti á faglegum og vönduðum vinnubrögðum. Kirkjuþing verður haldið á þriðjudag og munu kirkjunnar menn ekki tjá sig um skýrsluna fyrr en þá. Uppgefin rök eru þau að skýrslan hafi fyrst verið birt í morgun og að menn þurfi tíma til að fara yfir hana. 10.6.2011 12:15
Ólafur með ráðandi persónuleika - dró kirkjunnar menn í dilka Persónuleiki Ólafs Skúlasonar, þáverandi biskups, hafði mikil áhrif á viðbrögð kirkjunnar manna þegar Ólafur var sakaður um kynferðisbrot árið 1996. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem birt var í morgun. "Þá verður ráðið af framburði þeirra sem fyrir nefndina komu að áhrif Ólafs Skúlasonar á samstarfsmenn sína og aðra starfsmenn kirkjunnar voru verulega mikil. Biskupinn hafi verið með mikinn og ráðandi persónuleika, hann hafi farið sínu fram og óhikað látið í ljósi afstöðu sína um stöðu málsins. Menn hafi verið dregnir í dilka sem annaðhvort "með honum eða á móti". Hafi hann þannig með framgöngu sinni haft mótandi áhrif á aðgerðir einstaklinga sem að málinu komu, hvort sem er á vettvangi kirkjuráðs, Prófastafélags Íslands eða stjórnar Prestafélags Íslands," segir í skýrslunni. 10.6.2011 12:02
Handtóku meinta Vítisengla - með fíkniefni og haglabyssur Tveir karlmenn á þrítugsaldri sem lögreglan telur að séu meðlimir Íslandsdeildar Hells Angels, voru handteknir á miðvikudag við iðnaðarhúsnæði í austurborginni. Við húsleit þar fundust rúmlega 120 kannabisplöntur á nokkrum ræktunarstigum. 10.6.2011 11:46
Karl gerði mistök í máli Guðrúnar Ebbu Rannsóknarnefnd Kirkjuþings kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að Karl Sigurbjörnsson biskup hafi orðið á mistök sem forseti kirkjuráðs varðandi úrlausn mála Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur varðandi erindi sem hún sendi í mars 2009 vegna meintra kynferðisbrota föður síns, Ólafs Skúlasonar. 10.6.2011 11:17
Skýrsla um biskupsmálið: Ráðaleysi og skortur á vönduðum vinnubrögðum Rannsóknarnefnd kirkjuþings hefur lokið við gerð skýrslu um viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi um kynferðisbrot. Skýrslan er rúmlega 300 síður að lengd en nefndinni var falið að leggja mat á viðbrögð kirkjunnar eftir að ásakanirnar komu fram á sínum tíma. Nefndinni var hinsvegar ekki ætlað að "fjalla um sannleiksgildi ásakana um kynferðisbrot sem fram hafa komið á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi." 10.6.2011 11:02
Endist ekki ævin til þess að borga námslánin Af þeim sem hófu endurgreiðslu námslána árið 2010 skulduðu um 16 prósent námsmanna meira en 6 milljónir króna og samtals rúmlega 40 prósent af heildarskuldum hópsins. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar þar sem lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) er skoðaður. 10.6.2011 10:18
Hitastig sjávar sem um hávetur Fimm íslensk skip leituðu að norsk-íslenskri síld í veiðanlegu magni norðaustur af landinu nú í byrjun vikunnar. Til þessa hefur leitin lítinn árangur borið, segir í frétt á heimasíðu HB Granda. 10.6.2011 09:00
Grunaður um rúm 40 auðgunarbrot Sú ákvörðun innanríkisráðherra að veita Geirmundi Vilhjálmssyni lausn frá starfi fangelsisstjóra á Kvíabryggju um stundarsakir, var rétt samkvæmt niðurstöðu nefndar fjármálaráðuneytis um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Geirmundur, sem taldi ákvörðunina óréttmæta og síðar óupplýsta, sætir rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna meintra auðgunarbrota hans á kostnað fangelsisins. 10.6.2011 08:30
Ákærðir fyrir milljónaþjófnaði Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært tvo menn um tvítugt fyrir að brjótast ítrekað inn og stela munum að verðmæti á þriðju milljón króna. Mennirnir eru einnig ákærðir fyrir fjársvik. 10.6.2011 08:15
Snjór í öllum fjöllum kringum borgina Það snjóaði í nótt í öll fjöll, sem eru í sjónmáli frá höfuðborgarsvæðinu. Esjan var meðal annars alhvít alveg niður að rótum undir morgun. 10.6.2011 07:44
Samningaviðræðum slitið Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og Flóafélaganna slitu í gærkvköldi viðræðum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. 10.6.2011 07:41
Strandveiðar stöðvaðar á vestursvæðinu Strandveiðar á vestursvæðinu, frá Snæfellsnesi og inn í Ísafjarðardjúp, voru stöðvaðar á miðnætti þar sem bátarnir eru búnir með júní kvótann. 10.6.2011 07:28
Þriðja skyndiverkfall flugvirkja hjá Icelandair hafið Þriðja skyndiverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst á Keflavíkurflugvelli klukkan sex í morgun og komast vélar félagsins því ekki frá landinu fyrr en klukkan tíu, að verkfallinu lýkur. 10.6.2011 07:03
Fangelsisrefsing fyrir skjalafals Rúmlega tvítugur karlmaður, með ríkisfang í Kongó, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir skjalafals. 10.6.2011 07:00
Samkomulag um þinglok á morgun Formenn þingflokkanna og forseti Alþingis náðu samkomulagi um að þinglok verði á morgun gegn því að ýmsum málum verði frestað til haustsins. 10.6.2011 06:59
Stakk konu tvisvar í höfuð Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fimmtugri konu, Bergþóru Guðmundsdóttur, sem dæmdi hana í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir ýmis brot. Konan var meðal annars dæmd fyrir að stinga aðra konu tvívegis í höfuðið með eldhúshnífi í fyrra 10.6.2011 06:45
Ísland ákjósanlegt til rannsókna Alþjóðleg ráðstefna á vegum SÁÁ var sett í gær, en þar er umræðuefnið vímuefnafíkn og afleiðingar hennar. Dagskráin hófst með málþingi og umræðum, en í dag fer fram aðalráðstefnan þar sem íslenskir og erlendir fræðimenn fara yfir málin, með sérstakri áherslu á amfetamín- og rítalínneyslu. 10.6.2011 06:00
Gömlu bankarnir í limbói "Það er engum til góðs að skilanefndir verði til sjálfs sín vegna um langt árabil,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. 10.6.2011 05:15
Um þrjú hundruð lömb drápust vegna campylobactersýkingar Á þriðja hundrað lömb drápust á Leiðólfsstöðum í Dölum á Sauðburði. Svæsin camphylobactersýking kom upp í ánum á bænum og ljóst er að tjónið hleypur á milljónum króna. Þetta kemur fram í Bændablaðinu í dag. 9.6.2011 19:30
Landsbankinn fagnar því að niðurstaða sé komin í málið Landsbankinn fagnar því að niðurstaða sé komin í máli Landsbankans hf. gegn þrotabúi Mótormax ehf. og mun bankinn senda nánari upplýsingar til viðskiptavina á næstu dögum. Í tilkynningu segir að mikil vinna sé framundan við endurútreikninga lána sem falla undir dóminn og má búast við að sú vinna taki talsverðan tíma. 9.6.2011 19:03
Vil ekki kalla það málþóf - en við munum tala í þessu máli Engin sátt liggur fyrir á Alþingi um afgreiðslu á minna kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismenn vilja að ríkisstjórnin dragi það til baka en stjórnarliðar segja að það komi ekki til greina 9.6.2011 18:45
Verkfallsaðgerðir halda áfram í fyrramálið Verkfallsaðgerðir flugvirkja halda áfram í fyrramálið eftir árangurslausan samningafund hjá ríkissáttasemjara í dag. Annar fundur hefur verið boðaður á morgun. 9.6.2011 18:45
Síðustu þorpin gætu þurft að bíða lengi eftir malbikinu Patreksfjörður, Tálknafjörður og Bíldudalur stefna í að verða síðustu þéttbýliskjarnar á Íslandi, ásamt Borgarfirði eystra, til að tengjast öðrum landshlutum með bundnu slitlagi. Ráðherra vegamála gat engu svarað á Alþingi um hvernig vegamál staðanna á sunnanverðum Vestfjörðum verða löguð. 9.6.2011 18:38
Milljarðatap Landsbankans á dómi Hæstaréttar Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavikur um að lán sem fyrirtækið Motormax tók hjá Landsbanka Íslands hefði verið ólöglegt gengistryggt lán. 9.6.2011 17:39
Mörg hundruð kíló af járnstöngum féllu af flutningabíl við Hörpuna Vörubíll missti mörg hundruð kílóa af járnstöngum fyrir utan tónlistarhúsið Hörpu nú fyrir stundu. Járnin runnu af pallinum þegar bíllinn tók beygjuna. 9.6.2011 17:16
Manndráp af gáleysi: Dómur þyngdur verulega Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir karlmanni á fertugsaldri sem var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi um mitt síðasta ári. Maðurinn ók ölvaður á vitlausum vegarhelmingi á Grindavíkurvegi í maí 2009 og lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Maðurinn var sviptur ökurétti og undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. 9.6.2011 16:49
Átta ára fangelsisdómur fyrir dópsmygl staðfestur Hæstiréttur hefur staðfest átta ára dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Elenu Neuman, þýskri fertugri konu, sem sakfelld var fyrir að reyna að smygla til landsins á síðasta ári tæplega 20 lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa. 9.6.2011 16:46
Hæstiréttur: Dæmd fyrir að stinga konu í höfuð og kveikja í fataskáp Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fimmtugri konu, Bergþóru Guðmundsdóttur, en hún hlaut í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir margvisleg brot. 9.6.2011 16:33
Foringi Black Pistons: Ekki kallaður nunna - þeir myndu aldrei þora því "Það hljóp einn náungi að mér og sló mig fyrirvaralaust, segir Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, um átök sem urðu á milli hans og nítján ára pilts á Litla-Hrauni fyrir skömmu. Ríkharð, sem er foringi Black Pistons hér á landi, sem nú heitir Outlaws prospect, segir fyrri fréttaflutning Vísi ekki réttan um málið. 9.6.2011 15:44
Öskufok í allt sumar? “Ég hugsa að við séum að fara að standa í þessu í allt sumar” segir Þorsteinn Kristinsson, lögreglumaður á Kirkjubæjarklaustri, um öskufokið sem enn heldur áfram að gera íbúum á svæðinu lífið leitt. 9.6.2011 15:36
Sáttafundur í deilu flugvirkja Samningamenn Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins komu saman í húsnæði Ríkissáttasemjara um tvöleytið í dag vegna deilu flugvirkja hjá Icelandair við Samtök atvinnulífsins. Fundurinn stendur enn yfir, að sögn Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara. Hann sá ekki ástæðu til að kalla samningamenn Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair saman til funda í gær þar sem kjaradeilan var í hnút. 9.6.2011 15:31
Boxerhundar drápu á þriðja tug lamba og kinda Tveir boxerhundar drápu á þriðja tug lamba og kinda í nágrenni Eyrarbakka. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um dýrbítana rétt fyrir hádegi í dag. Lömbin og kindurnar voru á túni bæjarins Þórðarkots. Bændurnir á bænum skutu hundana þegar upp komst um drápin, enda hafa bændur heimild til að skjota dýrbíta. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er staðfest að hundarnir drápu 23 kindur og lömb. Enn eru menn þó að leita á svæðinu sem er heldur víðfemt. "Þau voru mjög illa leikin, vægast sagt," segir lögreglumaður sem sinnir málinu um hræin. Hundarnir höfðu strokið frá eigendum sínum en óvíst er hversu lengi þeir voru að drepa sauðféð. Næstu skref lögreglu eru að yfirheyrahundaeigendurna, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þeir að teknu tilliti til aðstæðna ekki ósáttir við að þeim hafi verið lógað. "Hundur sem bítur lamb, hann bítur aftur. Þegar þeir finna blóðbragðið vaknar villidýrið í þeim," segir lögreglumaðurinn. Búast má við að eigendur hundanna þurfi að greiða bændunum bætur vegna sauðfjárins sem þeir drápu, en lamb á fæti kostar um 25 þúsund krónur. Mögulegt er að aflífa þurfi fleiri lömb og kindur sem eru illa farin eftir árásina. 9.6.2011 15:24
Vísindagarðar og hátt í 300 stúdentaíbúðir Borgarráð hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi borgarinnar vegna háskólasvæðisins þar sem gert er ráð fyrir að þétt byggð rís með allt að 300 stúdentaíbúðum, starfsemi Háskóla Íslands og Vísindagörðum. Um er að ræða um uppbyggingu á um 74 þúsund fermetra lóð sem afmarkast af Eggertsgötu, Oddagötu og Sturlugötu. 9.6.2011 14:53
Drusluganga í Reykjavík Drusluganga verður farin í Reykjavík þann 23. júlí. Yfirlýst markmið göngunnar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi. Þannig vilja skipuleggjendur göngunnar vekja athygli á því að það eru gerendur sem bera ábyrgð á kynferðisofbeldi, en ekki þolendur. Fyrirmynd Druslugöngunnar er hin svonefnda Slut walk sem fyrst var farin í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári. Tilefni göngunnar voru umdeild ummæli lögreglustjórans í Toronto, Michael Sanguinetti, sem sagði á háskólafyrirlestri að "konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fórnarlömb." Sanguinetti baðst síðar afsökunar á orðum sínum. Konum í Toronto var engu að síður misboðið og skipulögðu gönguna sem fór fram í apríl á þessu ári. Þar var konum uppálagt að klæða sig eins druslulega og þeim þóknaðist, í þágu kynferðislegs frelsis. Konur um allan heim hafa tekið hugmyndinni fagnandi. Þegar hafa margar druslugöngur verið farnar um víða veröld og enn fleiri sem hafa verið skipulagðar, meðal annars í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Ástralíu og Suður-Afríku. "Við höldum að þetta sé málefni sem snerti alla, ekki bara konur, þrátt fyrir að nafnið Drusluganga sé vissulega með tilvísun í það að konur eigi að geta klætt sig og hagað sér eins og þeim sýnist án þess að það sé "ávísun" á að vera nauðgað," segir Anna Jóna Heimisdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar. Hún segir það einmitt oft vera viðkvæðið, bæði í fjölmiðlum og samfélaginu almennt, að konur geti sjálfar sér um kennt þegar þær eru beittar kynferðislegu ofbeldi ef þær voru klæddar á ögrandi hátt. Fyrsti fundur skipuleggjenda Druslugöngunnar var í gærkvöldi og var þá bæði ákveðið að þýða nafnið á þennan hátt, sem og dagsetningin sem gangan verður farin. 9.6.2011 14:52