Fleiri fréttir

Ingibjörg Sólrún setur enn ofan í við Ögmund

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, ekki þekkja niðurstöður Rannsóknarnefndar Alþingis, og að hann hafi staðfest það í Fréttablaðinu í dag.

„Rjóður í kynnum“ - nýtt skógakort komið út

Í tilefni af alþjóðlegu ári skóga árið 2011 hafa Skógræktarfélag Íslands og Arion banki gefið út kortið ,,Rjóður í kynnum" en í því er að finna upplýsingar um 50 áhugaverða útivistarskóga um land allt.

Siðareglur fyrir Bíladaga á Akureyri samþykktar

Bílaklúbbur Akureyrar hefur samþykkt sérstakar siðareglur fyrir Bíladaga 2011 þar sem gestir hátíðarinnar eru hvattir til þess að ganga vel um og sýna íbúum og öðrum gestum bæjarins fyllstu tillitssemi. Hátíðin fer fram næstu helgi og hefur verið mjög vinsæl undanfarin ár.

Stofna Aldarafmælissjóð Háskóla Íslands

Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands hefur verið ákveðið að koma á laggirnar Aldarafmælissjóði Háskóla Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti þessu yfir á Alþingi í dag á sérstökum þingfundi til minningar um Jón Sigurðsson . Stofnframlag í sjóðinn á afmælisárinu 2011 er 150 milljónir króna en markmiðið með stofnun hans er að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast muni til uppbyggingar atvinnulífs og verðmætasköpunar í þágu íslensks samfélags og þjóðar.

Búið að taka skýrslur af sjö konum

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar hefur lokið við að taka skýrslur af sjö konum sem saka Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot. Málinu hefur verið vísað til ákæruvaldsins. Gunnar hefur frá upphafi neitað sök. Lögreglan tekur ekki afstöðu til þess hvort brot séu fyrnd, en meint brot Gunnars eru allt að tuttugu ára gömul. Ákæruvaldið metur slíkt og ákveður í framhaldinu hvort gefin verður út ákæra.

Dagur hinna villtu blóma

Dagur hinna villtu blóma verður haldinn hátíðlegur á sunnudag á fjórtán stöðum vítt og breitt um landið.

Tillaga um prófessorsstöðu í nafni Jóns samþykkt

Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu um prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar forseta. Það var forsætisnefnd Alþingis sem lagði tillöguna fram í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns 17. júní næstkomandi.

Launadeila starfsmanna Isavia til ríkissáttasemjara

Kjarasamningaviðræðum Félags flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) og Isavia annarsvegar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu og Isavia vegna félagsmanna sem starfa hjá Isavia, hinsvegar, hefur verið vísað til ríkissáttasemjara.

Hundar bannaðir á hátíðarsamkomum

Um leið og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar borgarbúum gleðilegrar hátíðar á 17. júní vill það minna hundaeigendur á að óheimilt er að vera með hunda á hátíðarsamkomum, skipulögðum fyrir almenning, meðal annars vegna tillitssemi við aðra gesti. Þá er einnig óheimilt að vera með hunda í nokkrum götum í miðborginni: Ingólfstorgi, Aðalstræti, Austurstræti, Lækjartorgi, Bankastræti og Laugavegi að Rauðarárstíg. Hundaeftirlit Reykjavíkur minnir á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu svo sem á stígum og í görðum Reykjavíkurborgar. Heimilt er aftur á móti að sleppa hundum lausum á Geirsnefi, Geldingarnesi og auðum svæðum fjarri íbúðabyggð og innan hundaheldra girðinga. Reykjavíkurborg og borgarbúar hafa undanfarin ár unnið saman að því að fegra borgina og snyrta og eitt af því sem hundaeigendur eiga að gera er að þrífa skítinn upp eftir hunda sína.

Hvetur nemendur til þess að kæra hausaveiðar norska hersins

"Það er náttúrulega alveg rakið að einhverjir ungir, róttækir og röskir nemendur taki sig til og leggi fram kæru,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, um útsendara norska hersins sem hefur komið hingað til lands og kynnt starfsemi hersins í þremur menntaskólum. Þar af gamla skólanum hans Stefáns, Menntaskólanum í Reykjavík. Auk MR hafa kynningarnar, eða nýliðunin, farið fram í Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut.

Lögbrot að ráða menn til erlendrar herþjónustu

Sigurður Líndal prófessor emeritus við lagadeild Háskóla Íslands, segir að sér sýnist sem norski herinn sé að brjóta lög með því að bjóða íslendingum vist í hernum en eins og greint hefur verið frá hefur útsendari norska hersins heimsótt framhaldsskóla og kynnt herinn fyrir íslenskum ungmennum. Í 114. grein almennra hegningarlaga segir að hver sem sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skuli sæta fangelsi allt að tveimur árum.

Fórnarlamb biskups: Ekki hrædd lengur

Dagbjört Guðmundsdóttir, eitt fórnarlamba Ólafs Skúlasonar, var stödd á kirkjuþingi í gær. Hún er í alla staði ánægð með skýrsluna og telur hana afar vel unna. Dagbjört segir kirkjuna í heild hafa brugðist henni, Guðrúnu Ebbu og Sigrúnu Pálínu á sínum tíma, ekki einungis Karl Sigurbjörnsson biskup. Hún telur ekki nauðsynlegt að Karl víki úr embætti. Dagbjört krefur hins vegar kirkjuna sem heild um aðgerðir.

Brasilíufangi: Ég vil enga vorkunn

"Ég ætla bara byrja líf mitt upp á nýtt og stefni ótrauður á nám. Nú er þessi tími að baki og ég ætla bara að horfa fram á veginn,“ segir Karl Magnús Grönvold. Þrjár vikur eru liðnar síðan Karl Magnús sneri aftur heim til Íslands eftir erfið fjögur ár í Brasilíu.

Jón forseti á frímerki

Jón Sigurðsson forseti verður á nýjum frímerkjum í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns. Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar fór þess á leit við Íslandspóst að minnast afmælisins með frímerkjaútgáfu.

Brynjar svaf á köldu gólfi í fangelsi í Taílandi

"Brynjar hefur ekkert játað. En við vitum að hann getur fengið tíu til fimmtán ára dóm,“ segir Eva Davíðsdóttir, systir Brynjars Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli.

Átak gegn svartri vinnu

Alþýðusamband Íslands, Ríkisskattstjóri og Samtök atvinnulífsins kynntu í gær átak til eflingar góðra atvinnuhátta sem sérstaklega er beint gegn svartri atvinnustarfsemi. Kveðið var á um slíkt átak í nýgerðum kjarasamningum.

Minningarfundur á Alþingi vegna Jóns forseta

Alþingi kemur saman í dag og er aðeins eitt mál á dagskrá, tillaga um prófessorsstöðu tengda nafni Jóns Sigurðssonar forseta. Um er að ræða minningarfund í tilefni af 200 ára fæðingarafmælis Jóns næstkomandi föstudag. Tillagan er lögð fram af forsætisnefnd Alþingis.

Tölvukerfi CCP opnað á ný eftir árásir

Tölvukerfi fyrirtækisins CCP sem rekur veftölvuleikinn EVE Online var opnað aftur laust fyrir miðnætti eftir að alþjóðlegur hópur tölvuskæruliða gerðu árás á síðu fyrirtækisins síðdegis í gær. Viðbrögð fyrirtækisins voru að að taka allt úr sambandi til að koma í veg fyrir skaða.

Megn bensínlykt í Eyjum

Megn bensínlykt gaus óvænt upp úr ræsum við Vestmannabraut í Vetmannaeyjum í gærkvöldi og kallaði lögregla slökkvilið á vettvang af ótta við eldhættu. Lyktina lagði inn í íbúðarhús víða við götuna.

Festist í færibandi

Starfsmaður í fiskvinnsluhúsi í Vestmannaeyjum handleggsbrotnaði í gærkvöldi þegar hendi hans festist í færibandi sem var í gangi. Snarráður samstarfsmaður hans náði að slökkva á bandinu áður en verr færi, en maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum þar sem gert var að brotinu.

Tveir bifhjólamenn slösuðust

Tveir bifhjólamenn slösuðust í umferðinni í gærkvöldi en hvorugur lífshættulega. Annar í Baugshlíð í Mosfellsbæ, en hann mun hafa lent í árkestri við bíl. Ekki er nánar vitað um tildrög slyssins.

Erlendi ferðamaðurinn enn á spítala

Erlendur ferðamaður sem brenndist alvarlega á fæti þegar hann steig ofan í hver í Reykjadal ofan við Hveragerði í gærkvöldi er enn á Landspítalanum í Reykjavík.

Norski herinn á hausaveiðum hér

Norski herinn hefur í allnokkur skipti reynt að fá nýliða frá Íslandi og nú gegna tíu íslenskir ríkisborgarar herþjónustu í Noregi. Roger Johnsen, skólastjóri verkfræðiskóla hersins, staðfesti í viðtali við norska ríkisútvarpið að reynt hefði verið að fá nýliða héðan með kynningum í íslenskum framhaldsskólum og að umsóknir hefðu borist á hverju ári.

Rjúpum fækkar um 26 prósent

Rjúpum fækkaði um nær allt land á milli áranna 2010 og 2011 og nemur meðalfækkun rjúpna á öllum talningarsvæðum um 26 prósentum. Mat á veiðiþoli stofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri, afföllum 2010 og 2011 og veiði 2010.

Landsdómur hafnar kröfu Geirs

Landsdómur hafnaði fyrir síðustu helgi kröfu Geirs H. Haarde þess efnis að átta þingkjörnir fulltrúar í dómnum vikju sæti við meðferð máls Alþingis á hendur honum.

Boða verkfall á leikskólum

Leikskólakennarar hafa samþykkt að boða til verkfalls hinn 22. ágúst ef ekki tekst að ljúka kjarasamningum við sveitarfélögin fyrir þann tíma. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að mikill samhugur sé í stéttinni, sem sjáist vel í eindreginni niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna.

Stofnfjárhafar gagnrýna ferlið

„Mér sárnar að það sem kom okkur á hausinn skuli enn viðgangast,“ segir Guðjón Jónsson, stjórnarmaður í Samtökum stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði.

Ingibjörg Sólrún: Var einhver að tala um pólitík?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafi opinberað vanþekkingu sína um landsdómsmálið. Þetta segir hún í færslu sinni á Facebook í dag sem ber yfirskriftina: „Var einhver að tala um pólitík?“

Keyrt á mótórhjólamann í Mosfellsbæ

Keyrt var á mótórhjólamann í Baugshlíð við Álfatanga í Mosfellsbæ klukkan korter yfir átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór sjúkrabíll á staðinn en ekki er vitað um tildrög slyssins né líðan ökumannsins. Frekari fréttir um slysið er að vænta síðar í kvöld, segir varðstjóri hjá lögreglu.

Fréttaskýring: Börnin hvött til að segja frá

Hvernig er opinberum forvörnum við kynferðisofbeldi gegn börnum háttað? Í nýútkominni skýrslu Unicef um stöðu barna á Íslandi var orðum vikið að kynferðisofbeldi gegn börnum. Í skýrslunni segir meðal annars að í þessum málaflokki sé ekkert formlegt forvarnastarf skipulagt af opinberum aðilum, heldur sé það á forræði ýmissa félagasamtaka. Blátt áfram og Stígamót eru sérstaklega nefnd í því tilliti.

Náist ekki sátt fyrir 20. júní fara flugvirkjar í verkfall í þrjá daga

"Menn eru bjartsýnir og eru að nálgast hvorn annan," segir Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands. Sáttafundur í kjaradeilu félagsins og Icelandair hjá ríkissáttasemjara lauk í dag en boðað hefur verið aftur til fundar á fimmtudaginn. Hann segir að aðilar þokist í rétta átt og ekki sé búið að slá neitt út af borðinu hjá hvorugum aðilanum.

Fimmtán ára piltur tekinn með gras í Eyjum

Tvö fíkniefnamál komu upp um helgina í Vestmannaeyjum og var hald lagt á um 6 til 8 grömm af marijúana. Í öðru tilvikinu var um að ræða karlmann á þrítugsaldri en í hinu ungan mann á sextánda ári. Þeir hafa báðir áður komið við sögu lögreglu vegna fíknefnamála. Báðir viðurkenndu þeir að vera eigendur efnanna og teljast málin að mestu upplýst.

Býður Húsvíkingum natríumklórat í stað álvers

Finnskt fyrirtæki hefur með tilkynningu til Skipulagsstofnunar hafið formlegan undirbúning að smíði natríumklóratverksmiðju á Bakka við Húsavík, sem myndi skapa allt að sextíu framtíðarstörf. Málið er til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Norðurþingi sem hófst nú síðdegis.

Minni pottur, lægri skattur

Hvernig breyttist litla kvótafrumvarpið í meðferð þingsins? Tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu voru lagðar fram á þingi í tveimur frumvörpum sem hafa verið kölluð litla og stóra frumvarpið. Í stóra frumvarpinu eru lagðar til afar umfangsmiklar breytingar á stjórn fiskveiða en frumvarpið var ekki afgreitt fyrir þinglok. Umræðu um það verður því væntanlega fram haldið í haust.

Ákærður fyrir vopnalagabrot og fyrir að hóta lögreglumönnum

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa hótað ítrekað tveimur lögreglumönnum lífláti og líkamsmeiðingum en hann var þá vopnaður hnífi fyrir utan skemmtistað í miðborginni í desember á síðasta ári. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa borið hnífinn á almannafæri.

Ákærður fyrir ofsaakstur bróður síns

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja en mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Kirkjuþing krest þess ekki að neinn víki - ályktunin í heild sinni

Kirkjuþing hefur samþykkt ályktun þar sem þingið harmar að viðbrögð og starfshættir þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot innan hennar hafi ekki alltaf verið sem skyldi. Kirkjuþing biður þá þolendur kynferðisbrota sem hafa verið órétti beittir í samskiptum við þjóna kirkjunnar og lykilstofnanir hennar fyrirgefningar. Í ályktuninni er ekki farið fram á að neinn víki vegna mistaka sem gerð innan kirkjunnar voru þegar nokkrar konur stigu fram og sökuðu séra Ólaf Skúlason um kynferðislega áreitni. Ályktunin var samþykkt samhljóða.

Hróarskelda velur íslenskt hugvit til að fanga stemmninguna

"Við erum rosa ánægðir með þetta og vonum bara að þetta verði vinsælt,“ segir hönnuðurinn Hörður Kristbjörnsson, en hann, ásamt félögum sínum, halda úti myndavefnum liveproject.is. Þeir gerðu nýlega samning við Hróarskelduhátíðina um að birta myndir og myndbönd frá hátíðinni.

Ósátt við gistináttaskattinn

Samtök ferðaþjónustunnar lýsa yfir óánægju sinni vegna nýs gistináttaskatts. Samkvæmt lögum sem Alþingi samþykkti nýverið, og taka gildi um næstu áramót, skal greiða 100 krónur í skatt af hverri gistinótt. Samtök ferðaþjónustunnar lögðu mikla áherslu á að skatturinn rynni óskiptur til Framkvæmdastjóð-s ferðamannastaða. Niðurstaða þingsins var hins vegar sú að Framkvæmdasjóðurinn fengi 60% en 40% runnu til þjóðgarða og friðlýstra svæða. „Eðlilegra hefði verið að féð færi allt í sama sjóðinn og var ítrekað lögð áhersla á það við efnahags- og skattanefnd en á það var ekki hlustað. Þessir fjármunir munu falla undir tvö ráðuneyti og fara flókna leið og treysta samtökin því ekki að þessir peningar skili sér að fullu. Samtök ferðaþjónustunnar hafa að undanförnu gert kannanir á gististöðum og kom í ljós að gríðarlegur fjöldi gistirýma reyndist án allra rekstrarleyfa og eftirlitið í molum og þá er spurt hver ætli að innheimta gistináttaskatt af slíkum fyrirtækjum,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Sjá næstu 50 fréttir