Hvetur nemendur til þess að kæra hausaveiðar norska hersins 15. júní 2011 11:15 Stefán Pálsson segir það gott verkefni fyrir lögfræðiáfanga í MR að kæra hausaveiðarnar. „Það er náttúrulega alveg rakið að einhverjir ungir, róttækir og röskir nemendur taki sig til og leggi fram kæru," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, um útsendara norska hersins sem hefur komið hingað til lands og kynnt starfsemi hersins í þremur menntaskólum. Þar af gamla skólanum hans Stefáns, Menntaskólanum í Reykjavík. Auk MR hafa kynningarnar, eða nýliðunin, farið fram í Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að ráða menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu er ólöglegt samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Orðrétt segir í 114 grein almennu hegningarlaganna: Hver, sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum. „Ég væri ánægður með mína menn ef þau væru einhverjir sem myndu kæra kauða til lögreglunnar," segir Stefán sem minnir að lögfræði sér orðin valgrein innan MR. „Þetta væri þá tilvalið prófverkefni," segir Stefán. Þá setur Stefán einnig spurningamerki við störf námsráðgjafa hjá skólanum en hermaðurinn Hilmar Haraldsson, sem nú er liðsforingi í norska hernum, segist ekki hafa orðið var við andstöðu í skólunum um að námið yrði kynnt. Stefán segir Norðmenn hafa kynnt starfsemi sína áður. Þannig gerðu Samtök hernaðarandstæðinga athugasemdir við umfjöllun um nám sem bauðst innan norska hersins, og birtist í Morgunblaðinu fyrir um tveimur árum síðan. Þá fannst samtökunum það mjög undarlegt að kynningin hefði birst í blaði sem fjallaði almennt um menntunarmöguleika fyrir ungmenni. „Það er hinsvegar eðlismunur þegar menn eru farnir að leggjast í skipulega nýliðun í menntaskólum hér á landi," segir Stefán. Spurður hvort búast megi við því að Samtök hernaðarandstæðinga kæri málið í ljósi hegningarlaganna svarar Stefán: „Ef það væru töggur í nemendum þá gerðu þeir það bara sjálfir. Ég veit að ég hefði gert það." Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að tveir íslendingar bíði nú eftir að þreyta inntökupróf í skólann. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
„Það er náttúrulega alveg rakið að einhverjir ungir, róttækir og röskir nemendur taki sig til og leggi fram kæru," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, um útsendara norska hersins sem hefur komið hingað til lands og kynnt starfsemi hersins í þremur menntaskólum. Þar af gamla skólanum hans Stefáns, Menntaskólanum í Reykjavík. Auk MR hafa kynningarnar, eða nýliðunin, farið fram í Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að ráða menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu er ólöglegt samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Orðrétt segir í 114 grein almennu hegningarlaganna: Hver, sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum. „Ég væri ánægður með mína menn ef þau væru einhverjir sem myndu kæra kauða til lögreglunnar," segir Stefán sem minnir að lögfræði sér orðin valgrein innan MR. „Þetta væri þá tilvalið prófverkefni," segir Stefán. Þá setur Stefán einnig spurningamerki við störf námsráðgjafa hjá skólanum en hermaðurinn Hilmar Haraldsson, sem nú er liðsforingi í norska hernum, segist ekki hafa orðið var við andstöðu í skólunum um að námið yrði kynnt. Stefán segir Norðmenn hafa kynnt starfsemi sína áður. Þannig gerðu Samtök hernaðarandstæðinga athugasemdir við umfjöllun um nám sem bauðst innan norska hersins, og birtist í Morgunblaðinu fyrir um tveimur árum síðan. Þá fannst samtökunum það mjög undarlegt að kynningin hefði birst í blaði sem fjallaði almennt um menntunarmöguleika fyrir ungmenni. „Það er hinsvegar eðlismunur þegar menn eru farnir að leggjast í skipulega nýliðun í menntaskólum hér á landi," segir Stefán. Spurður hvort búast megi við því að Samtök hernaðarandstæðinga kæri málið í ljósi hegningarlaganna svarar Stefán: „Ef það væru töggur í nemendum þá gerðu þeir það bara sjálfir. Ég veit að ég hefði gert það." Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að tveir íslendingar bíði nú eftir að þreyta inntökupróf í skólann.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira