Hvetur nemendur til þess að kæra hausaveiðar norska hersins 15. júní 2011 11:15 Stefán Pálsson segir það gott verkefni fyrir lögfræðiáfanga í MR að kæra hausaveiðarnar. „Það er náttúrulega alveg rakið að einhverjir ungir, róttækir og röskir nemendur taki sig til og leggi fram kæru," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, um útsendara norska hersins sem hefur komið hingað til lands og kynnt starfsemi hersins í þremur menntaskólum. Þar af gamla skólanum hans Stefáns, Menntaskólanum í Reykjavík. Auk MR hafa kynningarnar, eða nýliðunin, farið fram í Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að ráða menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu er ólöglegt samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Orðrétt segir í 114 grein almennu hegningarlaganna: Hver, sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum. „Ég væri ánægður með mína menn ef þau væru einhverjir sem myndu kæra kauða til lögreglunnar," segir Stefán sem minnir að lögfræði sér orðin valgrein innan MR. „Þetta væri þá tilvalið prófverkefni," segir Stefán. Þá setur Stefán einnig spurningamerki við störf námsráðgjafa hjá skólanum en hermaðurinn Hilmar Haraldsson, sem nú er liðsforingi í norska hernum, segist ekki hafa orðið var við andstöðu í skólunum um að námið yrði kynnt. Stefán segir Norðmenn hafa kynnt starfsemi sína áður. Þannig gerðu Samtök hernaðarandstæðinga athugasemdir við umfjöllun um nám sem bauðst innan norska hersins, og birtist í Morgunblaðinu fyrir um tveimur árum síðan. Þá fannst samtökunum það mjög undarlegt að kynningin hefði birst í blaði sem fjallaði almennt um menntunarmöguleika fyrir ungmenni. „Það er hinsvegar eðlismunur þegar menn eru farnir að leggjast í skipulega nýliðun í menntaskólum hér á landi," segir Stefán. Spurður hvort búast megi við því að Samtök hernaðarandstæðinga kæri málið í ljósi hegningarlaganna svarar Stefán: „Ef það væru töggur í nemendum þá gerðu þeir það bara sjálfir. Ég veit að ég hefði gert það." Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að tveir íslendingar bíði nú eftir að þreyta inntökupróf í skólann. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Það er náttúrulega alveg rakið að einhverjir ungir, róttækir og röskir nemendur taki sig til og leggi fram kæru," segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, um útsendara norska hersins sem hefur komið hingað til lands og kynnt starfsemi hersins í þremur menntaskólum. Þar af gamla skólanum hans Stefáns, Menntaskólanum í Reykjavík. Auk MR hafa kynningarnar, eða nýliðunin, farið fram í Verslunarskólanum og Menntaskólanum Hraðbraut. Að ráða menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu er ólöglegt samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Orðrétt segir í 114 grein almennu hegningarlaganna: Hver, sem ræður menn innan íslenska ríkisins til erlendrar herþjónustu, skal sæta …1) fangelsi allt að 2 árum. „Ég væri ánægður með mína menn ef þau væru einhverjir sem myndu kæra kauða til lögreglunnar," segir Stefán sem minnir að lögfræði sér orðin valgrein innan MR. „Þetta væri þá tilvalið prófverkefni," segir Stefán. Þá setur Stefán einnig spurningamerki við störf námsráðgjafa hjá skólanum en hermaðurinn Hilmar Haraldsson, sem nú er liðsforingi í norska hernum, segist ekki hafa orðið var við andstöðu í skólunum um að námið yrði kynnt. Stefán segir Norðmenn hafa kynnt starfsemi sína áður. Þannig gerðu Samtök hernaðarandstæðinga athugasemdir við umfjöllun um nám sem bauðst innan norska hersins, og birtist í Morgunblaðinu fyrir um tveimur árum síðan. Þá fannst samtökunum það mjög undarlegt að kynningin hefði birst í blaði sem fjallaði almennt um menntunarmöguleika fyrir ungmenni. „Það er hinsvegar eðlismunur þegar menn eru farnir að leggjast í skipulega nýliðun í menntaskólum hér á landi," segir Stefán. Spurður hvort búast megi við því að Samtök hernaðarandstæðinga kæri málið í ljósi hegningarlaganna svarar Stefán: „Ef það væru töggur í nemendum þá gerðu þeir það bara sjálfir. Ég veit að ég hefði gert það." Á vefsíðu norska sendiráðsins í Reykjavík segir að íslenskir ríkisborgarar hafi samkvæmt samningi frá 1995 rétt til að sækja um skólavist við herskóla norska hersins. Að gefnum fyrirvara um skólavist í herskóla skal umsækjandi gegna herþjónustu í norska hernum samkvæmt þeim skilmálum sem fram koma í samningi um menntun og herþjónustu. Undanfarin tíu ár hafa átján íslenskir ríkisborgarar gegnt herþjónustu í Noregi, að því er segir í frétt norska ríkisútvarpsins. Sex þeirra eru sagðir hafa tekið þátt í aðgerðum norska hersins í Afganistan. Í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að tveir íslendingar bíði nú eftir að þreyta inntökupróf í skólann.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira