Fleiri fréttir

Unnið að því að ná bílnum úr höfninni

Enn er unnið að því að ná bíl upp úr Reykjavíkurhöfn sem ekið var í höfnina fyrir klukkan tvö í nótt. Einn úr bílnum var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl, en Vísir hefur ekki upplýsingar um það hvort hann sé alvarlega slasaður. Fjölmennt lið lögreglu, slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna var kallað á staðinn, auk kafara.

Kallar eftir harðara eftirliti

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir nauðsynlegt að læknar geti sótt upplýsingar úr lyfjagagnagrunni til að sporna gegn misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og hyggst funda um efnið með fulltrúum frá Persónuvernd í dag. Guðbjartur átti fund með Landlækni og Barnaverndarstofu í gær og var þar farið yfir næstu skref í málinu.

Eldur í hlöðu og fjárhúsi í Borgarbyggð

Allt tiltækt lið slökkviliðs Borgarbyggðar var kallað út á níunda tímanum í kvöld eftir að tilkynnt var um eld í hlöðu og fjárhúsi við bæinn Laxholt í Borgarbyggð. Á þriðja tug slökkviliðsmanna taka þátt í aðgerðum við bæinn. Tildrög eldsins eru óljós.

Gerð verði löggæsluáætlun fyrir Ísland

Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um grundvallarskilgreiningar löggæslu hér á landi og gerð löggæsluáætlunar fyrir Ísland. Framlagning tillögunnar miðar að því að skilgreina eðli og umfang lögreglustarfsins auk þess að skilgreina ítarlega þau verkefni sem lögreglu er ætlað að sinna og hver kostnaður ríkissjóðs er af störfum lögreglu hverju sinni.

Dúxinn í Kvennó með 9,79

Kvennaskólanum í Reykjavík var slitið í 137. sinn við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju síðastliðinn föstudag þegar 145 stúdentar voru útskrifaðir. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Olga Sigurðardóttir, nemandi á náttúrufræðibraut en hún útskrifaðist með 1. ágætiseinkunn 9,79, sem jafnframt er hæsta stúdentspróf sem tekið hefur verið við skólann, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum.

Vilja Ísland úr Nató

Þingflokkur Vinstri grænna og þremenningarnir sem sögðu skilið við þingflokkinn fyrir skömmu hafa lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að Ísland segi sig úr Atlantshafsbandalaginu, Nató. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.

Ástæða til þess að hafa áhyggjur af tóbakssölu

Bannað verður að selja tóbak annars staðar en í apótekum nái þingsályktunarályktun níu þingmanna, sem lögð var fram á Alþingi í dag, fram að ganga. Samkvæmt tillögunni verða reykingar á almannafæri bannaðar.

Tekist á um kvótakerfið

Tilraun ríkisstjórnarinnar til að umbylta kvótakerfinu hófst á alþingi í dag. Stjórnarandstaðan gagnrýndi að hækkun veiðigjaldsins rynni ekki óskipt aftur til landsbyggðar og knappan tíma til afgreiðslu málsins en stjórnarliðar sögðu nægan tíma til stefnu.

Iðnaðarráðherra gat engu svarað

Iðnaðarráðherra gat engu svarað um það á Alþingi í dag hvað liði áformum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum. Stjórnarandstöðuþingmaður var rekinn úr ræðustól þegar hann reyndi að fá skýrari svör en ráðherrann sagði að engar fréttir væru góðar fréttir.

Goslokum lýst yfir og hættuástandi aflétt

Vísindamenn Veðurstofu og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands lýstu því yfir í dag að eldgosinu í Grímsvötnum væri lokið og hafa almannavarnir nú aflétt hættustigi.

Kennarar samþykkja kjarasamning

Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara hafa samþykkt kjarasamning sem gerður var við Samband íslenskra sveitarfélaga, en skrifað var undir samninginn 14. maí með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Atkvæðagreiðslunni lauk í dag og greiddu um 73% félagsmanna atkvæði. Af þeim sögðu 2857 já eða rúmlega 86%.

Sex óku undir áhrifum fíkniefna

Um helgina voru sex ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Fjórir þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og tveir í Kópavogi. Þetta voru allt karlar á aldrinum 20-25 ára en einn þeirra hafði þegar verið sviptur ökuleyfi, að því er fram kemur á vef lögreglunnar. Tveir voru teknir á laugardag og fjórir á sunnudag.

Hroðalegt að tapa ungu fólki

„Það þurfa allir að standa vaktina svo við séum ekki að tapa ungu fólki - sem er náttúrlega bara hroðalegt," segir Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Guðbjartur fundaði í dag með Geir Gunnlaugssyni landlækni og Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndastofu, vegna þeirrar umræðu sem hefur staðið yfir að undanförnu um ungmenni og misnotkunar á læknadópi.

Meintur nauðgari skal sitja áfram í varðhaldi

Ungur karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá því í apríl og er grunaður um að hafa nauðgað tveimur stúlkum skal sitja áfram í varðhaldi til 24. júní. Hæstiréttur komst að þessari niðurstöðu í dag en maðurinn hafði áður kært úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar.

Þriggja bíla árekstur í Ártúnsbrekkunni

Þriggja bíla árekstur varð í neðri hluta Ártúnsbrekkunnar fyrir stundu. Samkvæmt ökumanni sem Vísir ræddi við, varð áreksturinn þar sem umferðin gengur Austur að Mosfellsbæ.

Tímaspursmál hvenær bannið tekur gildi

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segist sannfærð um að almennt bann við sölu tóbaks, á öllum sölustöðum nema apótekum, verði að veruleika. Það sé aðeins tímaspursmál hvenær það taki gildi.

Bjöllukonsert þingforseta: Höskuldur með hellu

"Ég held að vinnueftirlitið ætti að koma hingað, ég er búinn að vera með hellu í eyrum síðan í morgun,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sem lenti í harðri rimmu við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta þingsins, í morgun.

Nefndu dóttur sína eftir kvenhetjunni í Alien

„Alien er í miklu uppáhaldi hjá mér og konunni minni. Þess vegna völdum við nafn aðal sögupersónunnar sem er mikil kvenhetja," segir Ragnar Hansson, leikstjóri, sem hefur nefnt dóttur sína Ripley. Ragnar segir að frá því hann kynntist konunni sinni hafi Alien verið þeim mjög kær. Því hafi blasað við að nefna dótturina eftir kjarnakonunni sem þar sýnir dugnað og þor í baráttu sinni við ósvífnar geimverur. Ripley litla er nú orðin þriggja vikna gömul.

Njóta veðurblíðunnar í miðbænum

Fjöldi fólks er samankominn í miðborginni, enda skín sólin skært í dag. Í Reykjavík er um það bil tíu stiga hiti og heiðskírt. Augljóst er að ferðamenn eru farnir að týnast hingað til lands því heyra má fólk mæla á erlenda tungu á kaffihúsunum í miðborginni, segir Sigurjón Ólason myndatökumaður sem tók meðfylgjandi mynd. Adam verður ekki lengi í Paradís því að á morgun er búist við mun þungbúnara veðri um land allt.

Forseti þingsins rak þingmann úr ræðustóli

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var rekinn úr fundarstóli í morgun þegar rætt var um fundarstjórn forseta. Höskuldur ætlaði þá að svara Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra sem áður hafði verið í óundirbúnum fyrirspurnum, en hann sætti sig ekki við þau svör sem hann hafði fengið frá ráðherranum, um framkvæmdir á Bakka.

Þingmenn leggja til að sala tóbaks verði bönnuð

Bannað verður að selja tóbak, annarsstaðar en í apótekum, verði þingsályktunartillaga sem liggur fyrir Alþingi samþykkt. Það er Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sem er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Vill að stjórnlagaráð endurskoði eignarréttarákvæðið

„Ég kem því þessu erindi á framfæri við Stjórnlagaráð með þeirri beiðni að farið verði yfir eignaréttarákvæðið í ljósi ofangreinds og það tryggt að stjórnarskráin hindri ekki að hægt verði að setja þessi eða sambærileg alþjóðlega viðurkenndu úrræði í lög á Íslandi,“ skrifar Arnar Jensson, tengifulltrúi Íslands hjá Europol, en hann sendi stjórnlagaráði erindi sem einstaklingur en ekki fulltrúi vegna þess að hann vill meina að eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar njóti meiri lagaverndar á Íslandi en í flestum öðrum löndum.

Guðbjartur fundar með landlækni um læknadóp

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra mun hitta Geir Gunnlaugsson landlækni á fundi í dag til þess að ræða lyfjaávísanir lækna til sprautufíkla en málefnið hefur verið mikið í kastljósinu síðustu daga. Kristján L. Möller þingmaður Samfylkingarinnar ljáði máls á því á þingi í dag og spurði ráðherrann hvað til stæði að gera til þess að bregðast við vandamálinu.

Almannavarnastigi aflétt

Almannavarnastigi hefur verið aflétt í ljósi þess að eldgosinu í Grímsvötnum er nú lokið. Ríkislögreglustjóri ákvað þetta í dag í samráði við lögreglustjórana á Eskifirði og á Hvolsvelli.

11 þúsund krefjast úrbóta fyrir börn sem verða vitni að heimilisofbeldi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi afhentu í dag Jóni Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur undirskriftir tæplega 11000 einstaklinga þar sem þeir skora á yfirvöld að tryggja börnum, sem eru vitni að heimilisofbeldi, tilhlýðilegan stuðning. Rannsókn samtakanna sem kynnt var febrúar leiddi í ljós að þessum börnum standa ekki nægileg úrræði til boða af hálfu félagslega kerfisins í Reykjavík. Skortur virðist á samráði milli þeirra stofnana, sem að þessum málaflokk koma, þegar börn eru annars vegar. Misbrestur er á að rætt sé við börn og líðan þeirra metin og tæplega helmingi heimilisofbeldismála, sem tilkynnt eru til barnaverndar, lýkur með bréfi til þolanda ofbeldisins, oftast móður, með almennum upplýsingum um úrræði en án frekari eftirfylgdar. Rannsóknin var kynnt um miðjan febrúar en í kjölfar hennar fóru Barnaheill - Save the Children á Íslandi í vitundarvakningu um málefni barna, sem eru vitni að ofbeldi á heimilum sínum. Auka þarf vitund um að synir og dætur þolenda, oftast kvenna, sem verða fyrir ofbeldi af hálfu maka, eru einnig fórnarlömb ofbeldisins. Liður í þeirri vitundarvakningu var undirskriftasöfnun á netinu. Í mars sl. voru velferðarráðherra afhentar þær undirskriftir sem þá höfðu safnast en nú þegar undirskriftasöfnun er formlega lokið hafa 10980 einstaklingar skrifað undir áskorun til stjórnvalda um bætt úrræði til handa börnum í þessum aðstæðum. Talið er að minnst 2000 börn verði á ári hverju vitni að ofbeldi gegn móður eða ofbeldi á milli foreldra á heimilum sínum, en þær tölur eru ekki áreiðanlegar og að mati Barnaheilla - Save the Children er hér um falið vandamál að ræða. Þegar litið er yfir það verklag sem tíðkast í Reykjavík í málum af þessum toga má segja að flestir líti svo á að með því að tilkynna um mál til barnaverndar sé tryggt að börn sem eru vitni að heimilisofbeldi fái þann stuðning og öryggi sem þau þurfa. En í raun og veru er gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafa til barnaverndar og þess hvernig barnavernd tekur og getur tekið á málum. Í félagslega kerfinu virðist ekki vera skimað sérstaklega eftir því hvort börn eru vitni að heimilisofbeldi né lagt markvisst mat á líðan þeirra svo hægt sé að veita þeim viðeigandi aðstoð. Í dag er í boði eitt hópúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir börn sem verið hafa vitni að heimilisofbeldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki lengur til staðar á heimili, barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku.

Tvær hraðamyndavélar settar upp á Kjalarnesi

Tvær hraðamyndavélar á Hringvegi á Kjalarnesi við Árvelli verða teknar í notkun þann 1. júní. Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er tilgangurinn sá að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum. Umferðaröryggisáætlun er hluti samgönguáætlunar. Vegagerðin, innanríkisráðuneytið, ríkislögreglustjóri og Umferðarstofa vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna. Um er að ræða stafræna myndatöku þar sem upplýsingar um hraðabrot eru sendar samstundis til lögreglunnar. Ekki er tekin mynd nema um brot sé að ræða.

Jón mælir fyrir minna kvótafrumvarpinu

Nú rétt fyrir hádegið náði Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, að mæla fyrir minna kvótafrumvarpinu, eftir að lungi þingfundar í morgun hafði farið í að ræða hvort halda eigi kvöldfund eða ekki.

Eldstöðin sofnuð og tiltektin langt komin

Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð.

Grunaður morðingi lagður inn á Sogn

Maður á þrítugsaldri, sem er í haldi grunaður um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana fyrr í þessum mánuði, hefur verið lagður inn á réttargeðdeildina á Sogni samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Black Pistons hálfgildir meðlimir: Hamingjuóskir frá Evrópu

„Við höfum fengið fregnir af því að þeir hafi hlotið þessa stöðu,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um nýja stöðu vélhjólaklúbbsins Black Pistons, sem nú er orðinn Outlaw prospect.

Íslenskar stelpur fá að heita Ripley

Mannanafnanefnd hefur samþykkt kvenmannsnafnið Ripley og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Nafnið tekur eignarfallsbeyginguna Ripleyjar. Kvenmannsnöfnin Kía, Módís og Maísól voru einnig samþykkt sem gild íslensk nöfn, samkvæmt úrskurði mannanafnafnanefndar frá 18. maí. Karlmannsnöfn sem þá voru samþykkt eru Huxley og Benidikt. Einnig hefur millinafið Linddal verið samþykkt. Hafnað var kvenmannsnafninu Lydia og karlmannsnafninu Sigurðz.

Foreldrar ánægðir með leikskóla borgarinnar

Mikill meirihluti foreldra leikskólabarna í Reykjavík er ánægður með þá þjónustu sem boðið er upp á í leikskólum borgarinnar. Í nýrri viðhorfskönnun meðal foreldra kemur fram að 97% þeirra telja að börnunum þeirra líði mjög vel og séu ánægð í leikskólanum. Foreldrar eru einnig afar ánægðir með samskipti við starfsfólk leikskólanna og telja 95% þau vera góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í könnuninni, sem gerð var á vegum tölfræði- og rannsóknarþjónustu Menntasviðs, kom einnig fram að 92% foreldra telja leikskólanum vel stjórnað og er það umtalsvert meiri ánægja en mældist á árinu 2009 þegar síðast var gerð sambærileg könnun. Viðhorf foreldra til leikskólastarfs í borginni hafa verið könnuð um árabil en slíkar kannanir eru afar mikilvægur mælikvarði á gæði fagstarfsins og þjónustu. Könnunin nú sýnir vaxandi ánægju foreldra með fagstarfið, viðmót starfsfólks, upplýsingamiðlun leikskólans og stjórnun. Heildaránægja með leikskólastarfið er sambærileg og mældist á árinu 2009 en þeim sem eru mjög ánægðir með leikskólann hefur þó fjölgað úr 68% í 72%.

Ríkið semur við SFR

Skrifað var undir nýjan kjarasamning rétt fyrir klukkan eitt í nótt á milli ríkisins og SFR. Samningurinn er á svipuðum nótum og sá sem gerður var á almennum markaði fyrr í sumar og gildir hann frá 1. maí og fram í mars 2014, að því er fram kemur á heimasíðu SFR. Samningurinn gerir ráð fyrir 50.000 króna eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25.000 krónur á yfirstandandi ári. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbót.

Kvótafrumvörpin á dagskrá þingsins

Bæði sjávarútvegsfrumvörp ríkisstjórnarinnar verða á dagskrá Alþingis í dag. fyrst verður minna frumvarpið svonefnda á dagskrá, sem meðal annars nær til hækkunar á veiðileyfagjöldum, en síðan á að taka frumvarpið um heildarendurskoðun fyrir.

Strandveiðibátar ná ekki upp í kvóta

Ljóst er að strandveiðibátar á svæðinu frá Ströndum að Greinivík við Eyjafjörð munu hvergi nærri ná að veiða maí kvótann því hátt í hundarð tonn eru eftir af kvótanum. Afgangurinn flyst þá yfir á júníkvótann. Fá tonn eru eftir á svæðinu frá Grenivík til Hafnar í Hornafirði og veiðast þau væntanlega í dag.

Mælt fyrir smærra kvótafrumvarpinu

Bæði kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar hafa verið sett á dagskrá Alþingis. Það sama gildir um kvótafrumvarp Hreyfingarinnar. Þetta varð niðurstaðan af fundi forseta Alþingis með formönnum þingflokka síðdegis í gær.

Kveikti í nýlegum Audi

Gerð var tilraun til að kveikja í nýlegum Audi fólksbíl, sem stóð við Tangarhöfða í Reykjavík í nótt. Vitni tilkynnti um reyk úr bílnum, en þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang var hann að mestu út dauður, en greinileg ummerki voru um að bensíni hafði verið hellt inn um aðra aftur hurðina og eldur borinn að.

Laða ferðamenn að fuglaskoðun

Náttúrustofa Vesturlands og Háskólasetur Snæfellsness, með styrk frá Nýsköpunarsjóði, munu standa fyrir öflun upplýsinga um fuglalíf á Snæfellsnesi og í Dölum. Verkefnið er til að styðja við ferðaþjónustuna og laða að áhugafólk um fuglaskoðun.

Æðarvarp varð illa úti í hreti

Æðarvarp á Norðurlandi virðist hafa orðið mjög illa úti í vorhretinu sem þar gekk yfir á dögunum. Siglo.is segir frá því að allt að 60 prósent af hreiðrum í Siglufirði hafi verið yfirgefin.

Meiri peningar í sautjánda júní

Framlag borgarsjóðs til hátíðarhalda á sautjánda júní hækkar úr tíu milljónum í þrettán milljónir króna samkvæmt ákvörðun borgarráðs. Framlagið lækkaði úr 25 milljónum króna í tíu milljónir eftir hrunið.

Sjá næstu 50 fréttir