Fleiri fréttir

Hjóluðu 831.000 kílómetra í átaki

Mun fleiri tóku þátt í átakinu Hjólað í vinnuna nú en í fyrra. Rúmlega ellefu þúsund manns tóku þátt frá 694 vinnustöðum í 1.628 liðum sem skráð voru til leiks.

Skemmtigarður verið sleginn af

Bæjarráð Blönduósbæjar hefur falið bæjarstjóra að segja upp samningi við einkahlutafélagið 2 Áttir um afnot á landi til uppbyggingar á fjölskyldu- og skemmtigarði á Blönduósi.

Háskóli unga fólksins af stað

Óvenju fjölbreytt starfsemi verður í Háskóla unga fólksins, sem verður haldinn 6. til 10. júní næstkomandi, vegna 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Búið er að opna fyrir umsóknir.

Ungmenni ánægð með íslenska skóla

Nær öll íslensk ungmenni, eða 90 prósent, telja að háskólanám hér á landi sé góður kostur. Af ungmennum í 31 Evrópulandi er hlutfallið einungis hærra hjá þeim dönsku sem telja að háskólanám þar í landi sé aðlaðandi kostur, eða 91 prósent. Þetta kemur fram í nýrri könnun, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var fyrir Evrópusambandið (ESB) í janúar síðastliðnum.

Flest efnahagsbrotamál í ákærumeðferð á árinu 2013

Búast má við að stærstur hluti mála sem eru á borði Sérstaks saksóknara verði í ákærumeðferð á árinu 2013, segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Ákærur verði þó gefnar út jafnóðum og rannsókn mála ljúki.

Ekki forsendur fyrir nýjum flokki með Evrópusinnuðum sjálfstæðismönnum

Þorsteinn Pálsson segir ekki forsendur fyrir að breikka grunn Samfylkingarinnar í nýjum flokki með Evrópusinnuðum sjálfstæðis- og framsóknarmönnum, eins og Jóhanna Sigurðardóttir bauð upp á í ræðu sinni á flokksstjórnarfundinum í dag. Jóhanna hafi fært Samfylkinguna of langt til vinstri til að svo megi verða.

Boðar fjárfestingu upp á hundruð milljarða í orkufrekum iðnaði

Forsætisráðherra boðar fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og tengdum virkjanaframkvæmdum upp á þrjú til fjögur hundruð milljarða á næstu þremur til fimm árum. Þá vill hún þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á kvótakerfinu strax næsta haust.

Fékk að leiða Pedro Rodríguez inn á Wembley

„Skemmtilegast af öllu var að fá að ganga út á grasið," segir Steinar Óli Sigfússon sjö ára gamall piltur sem fékk að leiða Pedro Rodríguez leikmann Barcelona út á völlinn í úrslitaviðureign Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær.

Nóg að þjóðin hafi þurft að greiða fyrir síðasta gleðskap þessa fólks

"Þó enn sé víða við erfiðleika að glíma og enn sé óvissa varðandi ýmis mál hefur ekki verið bjartara yfir íslensku efnahagslífi um langa hríð,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar á flokkstjórnarfundi flokksins í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í dag.

Samfylkingin ræðir umbótatillögur

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar ávarpaði flokksstjórnarfund flokksins klukkan ellefu í morgun og fór þar yfir stöðu flokksins og helstu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.

Brúnka getur verið lífshættuleg

Katrín Vilhelmsdóttir greindist fyrst með sortuæxli á bakinu fyrir sex og hálfu ári. Fyrir rúmu ári uppgötvaðist fyrir tilviljun að hún var með sortuæxli innvortis sem hefur breiðst út.

Þjónustumiðstöð á Kirkjubæjarklaustri

Þjónustumiðstöð almannavarna á Kirkjubæjarklaustri tók til starfa s.l. föstudag. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að meginverkefni hennar verði að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum sem snúa að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingarstarfi.

Tólf teknir ölvaðir undir stýri í Reykjavík

Nóttin var afar róleg hjá lögregluembættum um allt land. Tólf voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu og fangageymslur voru nær tómar, en þar gisti einn vegna mikillar ölvunar. Skemmtanahald í miðborginni gekk nánast vandræðalaust fyrir, sig sem var lögreglunni gleðiefni, þar sem óvenjumikil ölvun var þar í fyrrinótt. Þá var lítið að gera hjá slökkviliðinu í sjúkraflutningum.

Yfir 20 þúsund manns í 25 ára afmæli Stöðvar 2

Það var líf og fjör á 25 ára afmælishátíð Stöðvar 2 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag þar sem áskrifendur í Stöð 2 Vild og fjölskyldur þeirra gerðu sér glaðan dag í boði Stöðvar 2. Að vanda var afar fjölmennt en gert er ráð fyrir að hátt í 20 þús manns hafi verið í garðinum þegar hæst stóð, í mildu og góðu veðri.

Rúmt eitt tonn af ösku var í sundlauginni á Kirkjubæjarklaustri

Lítil ummerki eru um eldsumbrot í Grímsvötnum og líkur á að gosið sé að fjara út. Gosstrókurinn náði í um eins komma fimm kílómetra hæð í gær, en lítil aska var í honum. Hreinsunarstörfum á öskusvæðunum fer nú senn að ljúka en þar hefur fjöldi fólks unnið ötullega síðustu daga.

Óánægðir ökumenn í Laugardalnum

Mikil óánægja var á meðal nokkurra ökumanna sem lögðu leið sína í Laugardalinn í dag en þar gengu lögreglumenn og stöðumælaverðir á milli bíla sem hafði verið lagt ólöglega og sektuðu eigendur. Sektin nemur fimm þúsund krónum fyrir þá sem lögðu bílum sínum ólöglega.

Landhelgisgæslan: Greinilegt að gosinu er ekki lokið

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í eftirlitsflug í gær þar sem meðal annars var aflað upplýsinga um gosstöðvarnar í Grímsvötnum. Á radarmyndum sást gosmökkur sem steig beint upp í loftið og náði um 1,5 kílómetra hæð. Var strókurinn frekar ljósleitur og sást ekki aska í honum, segir á vef Landhelgisgæslunnar.

Hross hlupu í veg fyrir mótórhjólahóp

Ökumaður mótórhjóls var fluttur á slysadeild um klukkan eitt í dag eftir að tvö hross hlupu í veg fyrir ellefu manna mótórhjólahóp á Skagavegi á Sauðárkróki.

Próflaus og fullur unglingur velti bíl

Ungur próflaus ökumaður braust inn á verkstæði á Sauðárkróki í morgun og tók þar lykla af jeppa sem stóð þar fyrir utan. Hann ók suður Sauðárkróksbrautina en missti stjórn á bílnum og fór útaf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fór hann margar veltur við bæinn Geitagerði. Hann var fluttur til Akureyrar en er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Jeppinn er ónýtur.

Icelandair aðalstyrktaraðili Hörpu

Harpa og Icelandair hafa undirritað samstarfssamning til tveggja ára um að fjölga ráðstefnu- og menningarferðamönnum til landsins og vekja athygli á Íslandi sem spennandi alþjóðlegum áfangastað. Icelandair verður aðalstyrktaraðili Hörpu næstu tvö árin og mun styðja við fjölbreytt tónlistarstarf og ráðstefnuhald í húsinu.

Vitum að dropinn holar steininn

Í Íslandsdeild Amnesty eru 11 þúsund félagar auk þess sem fleiri taka þátt í aðgerðum og styðja samtökin. "Upphaflega hugsunin í Amnesty var þessi alþjóðlega samstaða, að við gætum haft áhrif á líf fólks og hjálpað fólki þó að við hefðum aldrei séð viðkomandi og byggjum jafnvel í allt öðru landi,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty. "Við höfum séð gífurlegar breytingar í heiminum. Við búum núna við miklu betra mannréttindakerfi og eftirlitskerfi en þegar samtökin voru stofnuð. Það hafa tugir þúsunda verið leystir úr haldi og fengið lausn sinna mála vegna aðgerða Amnesty. En það eru náttúrulega enn óteljandi verkefni fram undan.“

Minna á mikilvægi mannréttinda

Sérstök Mannréttindaganga fór af stað klukkan þrjú í dag til að minna á mikilvægi mannréttinda í tilefni fimmtíu ára afmælis Amnesty International. Lagt var af stað frá Kjörgarði við Laugaveg, sem heitir þessa dagana Mannréttindavegur í tilefni afmælis samtakanna.

Já-menn ekki á fund bæjaráðs

Bæjarráð Akureyrar lýsti í gær megnri óánægju með ákvörðun Já Upplýsingaveitna að loka starfsstöð ja.is á Akureyri. „Bæjarstjóri hefur óskað eftir því við stjórnarformann og forstjóra fyrirtækisins að þær komi á fund bæjarráðs vegna þessarar lokunar, en þær hafa ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk til þessa,“ sagði í bókun bæjarráðsins.

Formaður ÖBÍ segir erfiðara að komast á bætur

Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að Tryggingastofnun haldi fastar um budduna þegar kemur að greiðslum til öryrkja og mun erfiðara sé að komast á bætur núna áður. Öryrkjum fjölgaði mun hægar í fyrra en árin á undan.

Eldgosið mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum

Eldgosið í Grímsvötnum mælist ekki lengur á jarðskjálftamælum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Engir jarðskjálftar mælast heldur á svæðinu en dregið hefur úr gosinu hægt og bítandi en síðast sást það á mælum klukkan sjö í morgun. Ef snemmt er þó að lýsa yfir goslokum og má búast við að það verði ekki gert fyrr en jafnvel eftir helgi.

Hundruð milljóna króna ekki nýttar

Undanfarin ár hefur afgangur af fjárlögum sem nota má til endurgreiðslu tannlæknareikninga numið um 200 til 400 milljónum króna á ári þar sem endurgreiðsluskrá Sjúkratrygginga Íslands hefur ekki hækkað samhliða hækkun á fjárlögum. Afgangurinn safnast ekki upp, að því er Steingrímur Ari Arason forstjóri greinir frá. „Þessar fjárhæðir fara í hítina. Þegar tryggingarnar í heild eru gerðar upp er kostnaðurinn orðinn meiri en áætlað var.“

Smokkurinn alltof dýr fyrir ungmenni

Aðgengi íslenskra ungmenna að getnaðarvörnum þarf að vera greiðara til að vinna gegn hárri tíðni kynsjúkdóma að mati UNICEF. Smokkurinn sé of dýr fyrir þau að kaupa. Samtökin segja að stjórnvöld ættu að vinna markvisst gegn neikvæðum áhrifum kláms á kynheilbrigði ungmenna.

Fjölmargir fengu sekt

Nóg hefur verið að gera hjá lögreglumönnum og stöðumælavörðum í Laugardalnum í morgun en þar hafa fjölmargir ökumenn fengið sekt fyrir að leggja ólöglega. Á knattspyrnuvelli Þrótta fer fram VÍS-mót Þróttar en þar keppa yngstu krakkarnir í knattleik. Klukkan ellefu byrjaði svo 25 ára afmælishátíð Stöðvar 2 sem fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Starfsmaður Hrafnistu hafnar ásökunum um lyfjastuld

Starfsmaður Hrafnistu, sem er sagður hafa stolið lyfjum af elliheimilinu, hefur ekki viðurkennt þjófnaðinn eins og kom fram í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi heldur þvert á móti hafnað ásökunum þar um.

Gunnar tali við vini sína

„Ég bendi Gunnari vinsamlega á að spyrja vini sína í Sjálfstæðisflokknum um þetta mál enda fór allur undirbúningur þess fram á valdatíma fyrri meirihluta í bæjarstjórn,“ bókaði Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, á síðasta fundi ráðsins.

Ekki hleypt inn á skemmtistað - náði í piparúða og kjöthamar

Dyravörður á veitingastaðnum Bakkus í miðborg Reykjavíkur óskaði eftir aðstoð lögreglu um fimmleytið í nótt eftir að eldri maður úðaði piparúða í andlit hans. Manninum var meinaður aðgangur að veitingastaðnum fyrr um nóttina og greip hann því til þess ráðs að fara heim til sín og ná í piparúða. Lögreglan handtók manninn og fann auk þess kjöthamar í vasa hans. Hann var vistaður í fangageymslu í nótt.

Efast um umhverfisuppeldið

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra varpaði þeirri spurningu fram á aðalfundi Landverndar á fimmtudag hvort það væri uppeldislegt atriði að umgengni við landið er ábótavant, eins og nýleg dæmi sönnuðu. Svandís sagði umgengnina við landið endurspeglast í því sem fólk skildi eftir sig á víðavangi, frágangi sorps, efnamenguðum jarðvegi, óhreinu vatni og því sem við slepptum út í andrúmsloftið.

Ekið á gangandi vegfarendur í miðbænum

Mikil ölvun var í miðbænum í nótt og stóð lögreglan á haus að sögn varðstjóra. Níu voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur og fangageymslur voru yfirfullar.

Yfir 200 milljónir til Breiðavíkurdrengja

Greiddar hafa verið á þriðja hundrað milljónir króna úr ríkissjóði til Breiðavíkurdrengja frá því að greiðslur hófust í aprílbyrjun. Meðalbæturnar til vistmanna eru um 3,6 milljónir króna, að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, lögfræðings hjá Sýslumanninum á Siglufirði sem ákvarðar bæturnar.

Fíladelfía 75 ára

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía fagnar um þessar mundir 75 ára afmæli og efnir af því tilefni til veglegrar afmælishátíðar sem hófst á fimmtudag og stendur til 13. júní.

Bílar tíu slökkviliða við hreinsunarstörf

Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni.

Ríkissaksóknari útvistar sakamáli til Valtýs

Valtýr Sigurðsson, lögmaður hjá LEX og fyrrverandi ríkissaksóknari, hefur verið fenginn til að reka fjárdráttarmál á hendur fyrrverandi yfirmanni hjá Landsbankanum fyrir dómi. Ástæðan sem gefin er upp er óvissan sem ríkir um starfsemi efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, sem áður fór með málið.

Ungt fólk vill vinna í Evrópu

Um 85 prósent íslenskra ungmenna hafa áhuga á því að vinna í öðru Evrópulandi í framtíðinni. Þar af hafa rúm fjörutíu prósent áhuga á því að flytja til útlanda vegna vinnu til langs tíma. Þetta kemur fram í nýrri könnun Evrópusambandsins, Flash Eurobarometer on Youth, sem gerð var meðal ungs fólks í 31 Evrópulandi í byrjun ársins.

Dúxinn með 9,82 í einkunn

Menntaskólinn í Reykjavík útskrifaði 187 nemendur í gær, 18 úr fornmáladeild, 19 úr nýmáladeild, 63 úr eðlisfræðideild og 87 úr náttúrufræðideild. Dúx skólans var Sigriður Lilja Magnúsdóttir með meðaleinkunnina 9,82. Semídúx var Arnar Guðjón Skúlason með einkunnina 9,65.

LÍÚ segir alls ekki farið á svig við kjarasamningana

„Í hverjum einasta mánuði hittast sjómenn og útvegsmenn og fara yfir þessi verð. Verðlagsstofa skiptaverðs fylgist auk þess með þeim. Ef grunur vaknar um að ekki sé verið að fylgja reglum um viðmiðunarverð þá er hægt að vísa því til úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna. Þar hefur ekki fallið dómur í langan tíma,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ).

Gróðursælla land en áður

Mun gróðursælla er hér á landi nú heldur en á undanförnum árum. Greining á gögnum frá gervitunglum NOAA-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem greina blaðgrænu og grósku gróðurs á yfirborði jarðar, sýna að gróður á Íslandi hefur aukist um tæp 50 prósent síðan árið 1982.

Samfylkingin siðar fulltrúa sína

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar leggur til að sett verði á laggirnar svokölluð siða- og sáttanefnd innan flokksins, sem eigi að hafa það hlutverk að fylgjast með því hvort flokksmenn, kjörnir fulltrúar og forystumenn víki frá stefnu flokksins með gjörðum sínum og taki að öðru leyti á erfiðum málum innan hans.

Grunaður um tvær nauðganir

Ungur maður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa nauðgað tveimur stúlkum, skal sitja áfram í varðhaldi til 24. júní samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Hann kærði úrskurðinn til Hæstaréttar.

Sagður landa framhjá vigt

Skipstjóri um sextugt hefur verið ákærður fyrir að landa framhjá vigt rúmlega tonni af þorski.

Sjá næstu 50 fréttir